Leita enn að innbrotsþjófum á Austurlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. ágúst 2018 20:22 Íbúar á Eskifirði urðu fyrir barðinum á innbrotsþjófum í dag. Vísir/Getty Lögreglan á Austurlandi hefur enn ekki haft uppi á mönnunum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði í dag þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan á Norðurlandi Eystra segir lýsingarnar á atburðum svipa mjög til þeirra innbrota sem voru framin á Húsavík í gær. Hún útilokar ekki að tengsl séu þarna á milli. Í dag var brotist inn á heimili á Eskifirði og náðu mennirnir að hafa á brott með sér talsverða fjármuni. Lögreglan hefur fengið lýsingu tveimur mönnum sem voru að verki á Austurlandi. Annars vegar er um að ræða karlmann sem er á milli þrítugs og fertugs, með dökkt skegg og um 180 cm á hæð. Hann klæðist léttum dökkum jakka og er með brúnan bakpoka. Þá hafa íbúar hins vegar lýst manni sem hafi bankað upp á á fjölmörgum heimilum á svæðinu sem einnig er talinn vera á milli þrítugs og fertugs. Til hans sást í bláum regnjakka og var hann með bláleitan bakpoka. Íbúar á Neskaupstað sem gerðu lögreglu viðvart í dag segja manninn hafa talað ensku en þeir hafi þó ekki talið að viðkomandi væri frá enskumælandi landi. Lögreglan biður fólk að hafa í huga að í sumar hafi víða um land verið farið inn í hús og verðmætum stolið. Þjófar hafi farið inn í ólæst hús um miðjan dag, yfirleitt þegar fólk er við vinnu. Þessir einstaklingar banka upp á og ef enginn kemur til dyra fara þeir inn í húsin ef þau eru ólæst. Þeir eru með skýringar á reiðum höndum ef fólk er heima við. Þá segjast þeir ýmist vera að leita að gistingu eða þykjast fara húsavillt. Lögreglan á Austurlandi telur líkur á að viðkomandi aðilar séu enn á svæðinu og biður fólk því að hafa það í huga. Hún vill beina þeim tilmælum til fólks að ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir að láta lögreglu strax vita með því að hringja í neyðarlínuna.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra. Lögreglumál Tengdar fréttir Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Lögreglan á Austurlandi hefur enn ekki haft uppi á mönnunum sem voru á ferð í Neskaupstað og Eskifirði í dag þrátt fyrir mikla leit. Lögreglan á Norðurlandi Eystra segir lýsingarnar á atburðum svipa mjög til þeirra innbrota sem voru framin á Húsavík í gær. Hún útilokar ekki að tengsl séu þarna á milli. Í dag var brotist inn á heimili á Eskifirði og náðu mennirnir að hafa á brott með sér talsverða fjármuni. Lögreglan hefur fengið lýsingu tveimur mönnum sem voru að verki á Austurlandi. Annars vegar er um að ræða karlmann sem er á milli þrítugs og fertugs, með dökkt skegg og um 180 cm á hæð. Hann klæðist léttum dökkum jakka og er með brúnan bakpoka. Þá hafa íbúar hins vegar lýst manni sem hafi bankað upp á á fjölmörgum heimilum á svæðinu sem einnig er talinn vera á milli þrítugs og fertugs. Til hans sást í bláum regnjakka og var hann með bláleitan bakpoka. Íbúar á Neskaupstað sem gerðu lögreglu viðvart í dag segja manninn hafa talað ensku en þeir hafi þó ekki talið að viðkomandi væri frá enskumælandi landi. Lögreglan biður fólk að hafa í huga að í sumar hafi víða um land verið farið inn í hús og verðmætum stolið. Þjófar hafi farið inn í ólæst hús um miðjan dag, yfirleitt þegar fólk er við vinnu. Þessir einstaklingar banka upp á og ef enginn kemur til dyra fara þeir inn í húsin ef þau eru ólæst. Þeir eru með skýringar á reiðum höndum ef fólk er heima við. Þá segjast þeir ýmist vera að leita að gistingu eða þykjast fara húsavillt. Lögreglan á Austurlandi telur líkur á að viðkomandi aðilar séu enn á svæðinu og biður fólk því að hafa það í huga. Hún vill beina þeim tilmælum til fólks að ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir að láta lögreglu strax vita með því að hringja í neyðarlínuna.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra.
Lögreglumál Tengdar fréttir Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Varað við innbrotsþjófum á Neskaupstað Lögreglunni á Austurlandi barst síðdegis í dag tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. 28. ágúst 2018 17:13