Molnar undan stuðningi við forseta Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2018 23:30 Mótmælandinn með krepptan hnefa á lofti í höfuðborginni Managva. Vísir/EPA Raddir um að Daniel Ortega, forseti Níkaragva, stígi til hliðar hafa orðið háværari eftir að fjara tók undan stuðningi við hann innan kirkju, hers og viðskiptalífs landsins. Að minnsta kosti 77 manns hafa fallið í mótmælum gegn ríkisstjórn hans síðasta rúma mánuðinn. Sandínistinn Ortega hefur setið á stóli forseta í áratug og var endurkjörinn fyrir tveimur árum með þremur fjórðu hluta atkvæða. Hann hafði þá takmarkað möguleika stjórnarandstöðunnar til að gefa kost á sér. Ortega stýrði Níkaragva einnig frá 1979 til 1990 eftir að sandínistar leiddu byltingu gegn einræðisherranum Anastacio Somoza. Stúdentar hófu mótmæli gegn forsetanum fyrir rúmum mánuði þegar hann gerði breytingar á almannatryggingakerfi landsins. Ortega hefur mætt þeim af hörku. Auk þeirra 77 sem hafa látið lífið hafa fleiri en átta hundruð særst í nær daglegum mótmælum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælin hafa lamað samfélagið að hluta en mótmælendurnir hafa meðal annars lokað hraðbrautum með vegartálmum. Ríkisstjórnin áætlar að mótmælin hafi kostað efnahag landsins 250 milljónir dollara. Harkaleg viðbrögð yfirvalda við mótmælunum virðast hafa grafið undan stuðningi við forsetann hjá hefðbundnum valdaöflum í samfélagi Níkaragva. Þannig hefur herinn, sem fram að þessu hefur verið hliðhollur sandínistum, verið tregur til að bregðast við mótmælunum undanfarna daga. Stuðningur kirkjunnar og viðskiptalífsins hefur einnig farið dvínandi. Klerkar hafa gagnrýnt Ortega fyrir að taka ekki undir „lýðræðisvæðingu landsins“. Níkaragva Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Raddir um að Daniel Ortega, forseti Níkaragva, stígi til hliðar hafa orðið háværari eftir að fjara tók undan stuðningi við hann innan kirkju, hers og viðskiptalífs landsins. Að minnsta kosti 77 manns hafa fallið í mótmælum gegn ríkisstjórn hans síðasta rúma mánuðinn. Sandínistinn Ortega hefur setið á stóli forseta í áratug og var endurkjörinn fyrir tveimur árum með þremur fjórðu hluta atkvæða. Hann hafði þá takmarkað möguleika stjórnarandstöðunnar til að gefa kost á sér. Ortega stýrði Níkaragva einnig frá 1979 til 1990 eftir að sandínistar leiddu byltingu gegn einræðisherranum Anastacio Somoza. Stúdentar hófu mótmæli gegn forsetanum fyrir rúmum mánuði þegar hann gerði breytingar á almannatryggingakerfi landsins. Ortega hefur mætt þeim af hörku. Auk þeirra 77 sem hafa látið lífið hafa fleiri en átta hundruð særst í nær daglegum mótmælum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mótmælin hafa lamað samfélagið að hluta en mótmælendurnir hafa meðal annars lokað hraðbrautum með vegartálmum. Ríkisstjórnin áætlar að mótmælin hafi kostað efnahag landsins 250 milljónir dollara. Harkaleg viðbrögð yfirvalda við mótmælunum virðast hafa grafið undan stuðningi við forsetann hjá hefðbundnum valdaöflum í samfélagi Níkaragva. Þannig hefur herinn, sem fram að þessu hefur verið hliðhollur sandínistum, verið tregur til að bregðast við mótmælunum undanfarna daga. Stuðningur kirkjunnar og viðskiptalífsins hefur einnig farið dvínandi. Klerkar hafa gagnrýnt Ortega fyrir að taka ekki undir „lýðræðisvæðingu landsins“.
Níkaragva Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent