Madrídingar bera af í sterkustu keppni heims Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. maí 2018 09:30 Gareth Bale fagnar ótrúlegu marki sínu. vísir/getty Fótbolti Real Madrid undir stjórn Zinedine Zidane komst í sögubækurnar í fyrra þegar liðinu tókst að verja titilinn í Meistaradeild Evrópu, fyrst allra liða. Þeir gerðu gott betur en það og unnu keppnina þriðja árið í röð um helgina og urðu um leið fyrsta liðið í 42 ár sem nær að vinna þessa sterkustu keppni heims þrjú ár í röð. Bayern München fór alla leið og vann Evrópukeppni meistaraliða þriðja árið í röð árið 1976 en Bæjarar þurftu aðeins að leika níu leiki í keppninni það árið, þar á meðal tvo gegn Real Madrid, áður en sigur gegn Saint-Etienne í úrslitunum kom titlinum aftur til Bæjaralands. Torsótt leið í úrslitaleikinn Efasemdaraddir heyrðust um Real Madrid meðan á tímabilinu stóð. Aðeins annað sæti í riðlakeppninni og svo gott sem úr leik í deildarkeppninni heima fyrir um áramótin, en gæðin í liðinu skiluðu því til Kænugarðs. Það verður ekki sagt að leiðin í úrslitaleikinn hafi verið auðveld, annað sæti í einum erfiðasta riðli keppninnar skilaði þeim einvígi gegn PSG í 16-liða úrslitum. Eftir að hafa bundið enda á drauma Parísar-manna biðu ítölsku meistararnir í Juventus sem Real Madrid marði sigur á og sendi úr keppninni annað árið í röð. Í undanúrslitunum beið þýska stálið, Bayern München, sem virtist óstöðvandi í þýsku deildinni undir stjórn Jupp Heynckes. Þrátt fyrir það höfðu Madrídingar kunnáttuna til að klára svona einvígi og fóru í úrslitaleikinn. Voru þeir búnir að senda meistara Frakklands, Ítalíu og Þýskalands úr keppninni þegar kom að úrslitaleiknum þar sem þeir mættu einu af fjórum toppliðum Englands.Engin miskunn á þessu stigi Þegar komið er að úrslitaleiknum má ekkert út af bregða ef lið ætla að vinna titilinn, því fékk Liverpool að kynnast. Eftir að hafa misst Mohamed Salah af velli vegna meiðsla var búið að draga nokkrar tennur úr ógnvekjandi sóknarleik liðsins. Mátti liðið því ekki við því að gefa Madrídingum mörk. Bítlaborgarmenn lentu undir þegar Karim Benzema nýtti sér hroðaleg mistök Loris Karius í marki Liverpool en voru fljótir að svara. Sadio Mane svaraði um hæl af stuttu færi eftir fast leikatriði og staðan var jöfn á ný. Þá munaði um að Madrídingar gátu kallað inn leikmenn á borð við Gareth Bale sem reyndist skilja liðin að á meðan Adam Lallana sem leysti Salah af hólmi náði engum takti. Bale kom Madrídingum yfir með stórbrotnu marki, hjólhestaspyrnu frá vítateigslínunni stuttu eftir að hafa komið inn á, óverjandi fyrir markvörð Liverpool. Hann hætti ekki þar heldur bætti við marki skömmu fyrir leikslok með skoti af 35 metra færi sem Karius blakaði í netið. Aftur verða stór spurningarmerki sett við þýska markmanninn þar, þó að flökt hafi verið á boltanum á leiðinni. Tvenn mistök hjá markmanni Liverpool og Madrídingar náðu að refsa í bæði skiptin en það reyndist banabiti Liverpool-manna. Seinna markið kom þegar tíu mínútur voru til leiksloka og Madrídingar settust aftar og leyfðu leiknum hægt og bítandi að klárast. Liverpool-menn með Mane fremstan í flokki reyndu að mása og blása en hús Real Madrid-manna stóðst allar tilraunir Liverpool-manna á seinustu tíu mínútum leiksins.Nýr stöðugleiki Madrídinga Real Madrid hefur í gegnum tíðina átt það til að ana að hlutunum og að fá inn stórstjörnur í bílförmum. Undir stjórn Zidane hefur Madrídingum tekist að skapa vel smurða vél sem þekkir hvað þarf til að vinna slík einvígi. Þekkja leikmenn hlutverk sín vel og gæðin eru það mikil að fá lið standast þeim snúning. Tefldi hann fram sama byrjunarliði gegn Liverpool og hóf úrslitaleikinn fyrir ári en það er aðeins í annað skiptið í sögu keppninnar sem það gerist. Ef farið er ári lengra til baka kemur í ljós að aðeins tvær breytingar áttu sér stað frá því að fyrsti titillinn af þremur vannst. Miðvörðurinn Pepe er farinn frá félaginu og tók Raphael Varane stöðu hans ásamt því að Bale þurfti að sætta sig við sæti á varamannabekknum undanfarin tvö ár eftir að hafa byrjað úrslitaleikinn 2016. Annars voru níu af þeim ellefu sem byrjuðu leikinn gegn Atletico Madrid árið 2016 í Mílanóborg í byrjunarliði Madrídinga um helgina. Það gæti verið komið að kynslóðaskiptum hjá Madrídingum og tími til að breyta. Bale og Ronaldo gáfu báðir misvísandi skilaboð um framtíð sína í viðtölum eftir leikinn. Í Madrídarborg þykir ekki ásættanlegt að horfa á eftir spænska meistaratitlinum til Barcelona og fær Zidane eflaust úr djúpum vösum að moða í sumar við að styrkja leikmannahópinn til að gera atlögu að þeim fjórtánda um leið.Sigursæll Zidane Zidane tók við liði Real Madrid eftir að Rafa Benitez var rekinn í janúar 2016 en það er óhætt að segja að þar hafi hafist ný gullöld hjá sigursælasta félagi keppninnar og spænsku deildarkeppninnar. Hefur hann stýrt liðinu í 875 daga en á þeim tíma hefur liðið unnið níu titla af þeim þrettán sem í boði voru. Reiknast það sem titill á 97 daga fresti eða rúmlega þriggja mánaða fresti sem er stórkostlegt afrek. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Sjá meira
Fótbolti Real Madrid undir stjórn Zinedine Zidane komst í sögubækurnar í fyrra þegar liðinu tókst að verja titilinn í Meistaradeild Evrópu, fyrst allra liða. Þeir gerðu gott betur en það og unnu keppnina þriðja árið í röð um helgina og urðu um leið fyrsta liðið í 42 ár sem nær að vinna þessa sterkustu keppni heims þrjú ár í röð. Bayern München fór alla leið og vann Evrópukeppni meistaraliða þriðja árið í röð árið 1976 en Bæjarar þurftu aðeins að leika níu leiki í keppninni það árið, þar á meðal tvo gegn Real Madrid, áður en sigur gegn Saint-Etienne í úrslitunum kom titlinum aftur til Bæjaralands. Torsótt leið í úrslitaleikinn Efasemdaraddir heyrðust um Real Madrid meðan á tímabilinu stóð. Aðeins annað sæti í riðlakeppninni og svo gott sem úr leik í deildarkeppninni heima fyrir um áramótin, en gæðin í liðinu skiluðu því til Kænugarðs. Það verður ekki sagt að leiðin í úrslitaleikinn hafi verið auðveld, annað sæti í einum erfiðasta riðli keppninnar skilaði þeim einvígi gegn PSG í 16-liða úrslitum. Eftir að hafa bundið enda á drauma Parísar-manna biðu ítölsku meistararnir í Juventus sem Real Madrid marði sigur á og sendi úr keppninni annað árið í röð. Í undanúrslitunum beið þýska stálið, Bayern München, sem virtist óstöðvandi í þýsku deildinni undir stjórn Jupp Heynckes. Þrátt fyrir það höfðu Madrídingar kunnáttuna til að klára svona einvígi og fóru í úrslitaleikinn. Voru þeir búnir að senda meistara Frakklands, Ítalíu og Þýskalands úr keppninni þegar kom að úrslitaleiknum þar sem þeir mættu einu af fjórum toppliðum Englands.Engin miskunn á þessu stigi Þegar komið er að úrslitaleiknum má ekkert út af bregða ef lið ætla að vinna titilinn, því fékk Liverpool að kynnast. Eftir að hafa misst Mohamed Salah af velli vegna meiðsla var búið að draga nokkrar tennur úr ógnvekjandi sóknarleik liðsins. Mátti liðið því ekki við því að gefa Madrídingum mörk. Bítlaborgarmenn lentu undir þegar Karim Benzema nýtti sér hroðaleg mistök Loris Karius í marki Liverpool en voru fljótir að svara. Sadio Mane svaraði um hæl af stuttu færi eftir fast leikatriði og staðan var jöfn á ný. Þá munaði um að Madrídingar gátu kallað inn leikmenn á borð við Gareth Bale sem reyndist skilja liðin að á meðan Adam Lallana sem leysti Salah af hólmi náði engum takti. Bale kom Madrídingum yfir með stórbrotnu marki, hjólhestaspyrnu frá vítateigslínunni stuttu eftir að hafa komið inn á, óverjandi fyrir markvörð Liverpool. Hann hætti ekki þar heldur bætti við marki skömmu fyrir leikslok með skoti af 35 metra færi sem Karius blakaði í netið. Aftur verða stór spurningarmerki sett við þýska markmanninn þar, þó að flökt hafi verið á boltanum á leiðinni. Tvenn mistök hjá markmanni Liverpool og Madrídingar náðu að refsa í bæði skiptin en það reyndist banabiti Liverpool-manna. Seinna markið kom þegar tíu mínútur voru til leiksloka og Madrídingar settust aftar og leyfðu leiknum hægt og bítandi að klárast. Liverpool-menn með Mane fremstan í flokki reyndu að mása og blása en hús Real Madrid-manna stóðst allar tilraunir Liverpool-manna á seinustu tíu mínútum leiksins.Nýr stöðugleiki Madrídinga Real Madrid hefur í gegnum tíðina átt það til að ana að hlutunum og að fá inn stórstjörnur í bílförmum. Undir stjórn Zidane hefur Madrídingum tekist að skapa vel smurða vél sem þekkir hvað þarf til að vinna slík einvígi. Þekkja leikmenn hlutverk sín vel og gæðin eru það mikil að fá lið standast þeim snúning. Tefldi hann fram sama byrjunarliði gegn Liverpool og hóf úrslitaleikinn fyrir ári en það er aðeins í annað skiptið í sögu keppninnar sem það gerist. Ef farið er ári lengra til baka kemur í ljós að aðeins tvær breytingar áttu sér stað frá því að fyrsti titillinn af þremur vannst. Miðvörðurinn Pepe er farinn frá félaginu og tók Raphael Varane stöðu hans ásamt því að Bale þurfti að sætta sig við sæti á varamannabekknum undanfarin tvö ár eftir að hafa byrjað úrslitaleikinn 2016. Annars voru níu af þeim ellefu sem byrjuðu leikinn gegn Atletico Madrid árið 2016 í Mílanóborg í byrjunarliði Madrídinga um helgina. Það gæti verið komið að kynslóðaskiptum hjá Madrídingum og tími til að breyta. Bale og Ronaldo gáfu báðir misvísandi skilaboð um framtíð sína í viðtölum eftir leikinn. Í Madrídarborg þykir ekki ásættanlegt að horfa á eftir spænska meistaratitlinum til Barcelona og fær Zidane eflaust úr djúpum vösum að moða í sumar við að styrkja leikmannahópinn til að gera atlögu að þeim fjórtánda um leið.Sigursæll Zidane Zidane tók við liði Real Madrid eftir að Rafa Benitez var rekinn í janúar 2016 en það er óhætt að segja að þar hafi hafist ný gullöld hjá sigursælasta félagi keppninnar og spænsku deildarkeppninnar. Hefur hann stýrt liðinu í 875 daga en á þeim tíma hefur liðið unnið níu titla af þeim þrettán sem í boði voru. Reiknast það sem titill á 97 daga fresti eða rúmlega þriggja mánaða fresti sem er stórkostlegt afrek.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Sjá meira