Körfubolti

Elvar Már í sögubækur bandaríska háskólaboltans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu.
Elvar Már Friðriksson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Andri Marinó
Elvar Már Friðriksson skrifaði sig í sögubækurnar í bandaríska háskólaboltanum þegar hann var valinn leikmaður ársins í SSC deildinni.

Elvar Már hefur farið á kostum með liði Barry háskólans, var að meðaltali með 20.1 stig og 7,3 stoðsendingar í leik á tímabilinu.

Njarðvíkingurinn var valinn leikmaður ársins á síðasta tímabili og er hann aðeins fjórði leikmaður sögunnar sem hefur verið valinn leikmaður ársins tvö ár í röð.

Þá varð hann fyrstur allra til þess að vinna titilinn tvö ár í röð ásamt því að vera valinn nýliði ársins á sínu fyrsta tímabili.

Elvar var einnig valinn í úrvalslið ársins í deildinni.

Barry mætir Rollins í undanúrslitum SSC deildarinnar um helgina og verður Elvar þar í lykilhlutverki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×