Innlent

Samgöngustofa leiðréttir forstjórann

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Vísir/GVA
Samgönguráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu hafa á undanförnum árum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda um vopnaflutninga með formlegum hætti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samgöngustofu í tilefni þess að Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, sagðist telja það víst í viðtali við fjölmiðla að ráðuneytunum hafi verið kunnugt um vopnaflutninga Air Atlanta.

Of sterkt var að orði kveðið því hin síðustu ár hefur ráðuneytunum ekki verið gerð sérstök grein fyrir umsóknum einstakra flugrekenda með formlegum hætti,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu.

Þórólfur Árnason kom á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis í morgun og svaraði spurningum varðandi vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta til Sádi-Arabíu.

Mikið hefur verið rætt um flutningana síðustu daga eftir að greint var frá því að flugvélagið hafi á síðustu árum flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem þau eiga greiða leið til stríðssvæða í Sýrlandi og Jemen. Samgöngustofa veitir fyrirtækjum leyfi til þess að flytja vopn en ákveðin vopn er óheimilt að flytja samkvæmt alþjóðasamningum, til dæmis klasasprengjur og ákveðnar tegundir af jarðsprengjum.


Tengdar fréttir

„Við höfum ekki sérþekkingu á vopnum“

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, kom á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis-og samgöngunefndar Alþingis í morgun og svaraði spurningum varðandi vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta til Sádi-Arabíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×