Biskup segist ekki gefa neinn afslátt þegar ásakanir um ofbeldi koma upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2018 12:10 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur svarað gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð í máli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Hún segist engan afslátt gefa þegar ásakanir um áreiti eða ofbeldi koma upp og hyggst jafnframt skýra ákvörðun sína fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, verði málinu áfrýjað. Í frétt Fréttablaðsins, sem birt var í morgun, kemur fram að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýni bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Taldi úrskurðarnefndin að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant, þ.m.t. sú ákvörðun biskups að senda Ólaf í leyfi á meðan rannsókn stóð yfir.Tekur ásakanir um háttsemina alvarlega Í yfirlýsingu sem biskup sendi frá sér í dag segir að afstaða hennar í málinu sé skýr og að æðsti embættismaður kirkjunnar skuli alltaf bregðast við í málum sem þessum. „Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ skrifar biskup. „Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“Vill standa vörð um rétt þolenda Þá segir biskup samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa og á milli þeirra verði að ríkja algjört traust. Hún ítrekar auk þess að hún muni rannsaka mál Ólafs áfram. „Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.“ Biskup segir einnig að verði málinu áfrýjað muni hún skýra aðkomu og afstöðu sína fyrir áfrýjunarnefnd. „Enda gef ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.“ Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á dögunum á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Yfirlýsing biskups Íslands í heild:Í niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í einu máli af fimm sem varða umdeild samskipti sóknarprests við samstarfsfólk sitt, eru afskipti mín af málinu gagnrýnd og sögð úr takti við starfsreglur. Nefndin gagnrýnir að ég hafi sem yfirmaður sóknarprestsins sent hann í leyfi á meðan umkvartanir sem beindust að honum væru rannsakaðar.Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.Samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa. Þar verður að ríkja algjört traust.Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.Komi til áfrýjunar í umræddu máli mun ég leggja mig fram um að skýra aðkomu mína og afstöðu fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, enda get ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur svarað gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð í máli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Hún segist engan afslátt gefa þegar ásakanir um áreiti eða ofbeldi koma upp og hyggst jafnframt skýra ákvörðun sína fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, verði málinu áfrýjað. Í frétt Fréttablaðsins, sem birt var í morgun, kemur fram að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýni bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Taldi úrskurðarnefndin að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant, þ.m.t. sú ákvörðun biskups að senda Ólaf í leyfi á meðan rannsókn stóð yfir.Tekur ásakanir um háttsemina alvarlega Í yfirlýsingu sem biskup sendi frá sér í dag segir að afstaða hennar í málinu sé skýr og að æðsti embættismaður kirkjunnar skuli alltaf bregðast við í málum sem þessum. „Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ skrifar biskup. „Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“Vill standa vörð um rétt þolenda Þá segir biskup samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa og á milli þeirra verði að ríkja algjört traust. Hún ítrekar auk þess að hún muni rannsaka mál Ólafs áfram. „Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.“ Biskup segir einnig að verði málinu áfrýjað muni hún skýra aðkomu og afstöðu sína fyrir áfrýjunarnefnd. „Enda gef ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.“ Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á dögunum á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Yfirlýsing biskups Íslands í heild:Í niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í einu máli af fimm sem varða umdeild samskipti sóknarprests við samstarfsfólk sitt, eru afskipti mín af málinu gagnrýnd og sögð úr takti við starfsreglur. Nefndin gagnrýnir að ég hafi sem yfirmaður sóknarprestsins sent hann í leyfi á meðan umkvartanir sem beindust að honum væru rannsakaðar.Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.Samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa. Þar verður að ríkja algjört traust.Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.Komi til áfrýjunar í umræddu máli mun ég leggja mig fram um að skýra aðkomu mína og afstöðu fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, enda get ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00