Biskup segist ekki gefa neinn afslátt þegar ásakanir um ofbeldi koma upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. mars 2018 12:10 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur svarað gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð í máli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Hún segist engan afslátt gefa þegar ásakanir um áreiti eða ofbeldi koma upp og hyggst jafnframt skýra ákvörðun sína fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, verði málinu áfrýjað. Í frétt Fréttablaðsins, sem birt var í morgun, kemur fram að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýni bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Taldi úrskurðarnefndin að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant, þ.m.t. sú ákvörðun biskups að senda Ólaf í leyfi á meðan rannsókn stóð yfir.Tekur ásakanir um háttsemina alvarlega Í yfirlýsingu sem biskup sendi frá sér í dag segir að afstaða hennar í málinu sé skýr og að æðsti embættismaður kirkjunnar skuli alltaf bregðast við í málum sem þessum. „Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ skrifar biskup. „Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“Vill standa vörð um rétt þolenda Þá segir biskup samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa og á milli þeirra verði að ríkja algjört traust. Hún ítrekar auk þess að hún muni rannsaka mál Ólafs áfram. „Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.“ Biskup segir einnig að verði málinu áfrýjað muni hún skýra aðkomu og afstöðu sína fyrir áfrýjunarnefnd. „Enda gef ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.“ Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á dögunum á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Yfirlýsing biskups Íslands í heild:Í niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í einu máli af fimm sem varða umdeild samskipti sóknarprests við samstarfsfólk sitt, eru afskipti mín af málinu gagnrýnd og sögð úr takti við starfsreglur. Nefndin gagnrýnir að ég hafi sem yfirmaður sóknarprestsins sent hann í leyfi á meðan umkvartanir sem beindust að honum væru rannsakaðar.Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.Samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa. Þar verður að ríkja algjört traust.Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.Komi til áfrýjunar í umræddu máli mun ég leggja mig fram um að skýra aðkomu mína og afstöðu fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, enda get ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur svarað gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar um meðferð í máli Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests í Grensáskirkju. Hún segist engan afslátt gefa þegar ásakanir um áreiti eða ofbeldi koma upp og hyggst jafnframt skýra ákvörðun sína fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, verði málinu áfrýjað. Í frétt Fréttablaðsins, sem birt var í morgun, kemur fram að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýni bæði biskupsembættið og fagráð þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega fyrir þá málsmeðferð sem fagráðið viðhafði í málum gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju. Taldi úrskurðarnefndin að málsmeðferð biskups hafi í einu málinu verið í veigamiklum þáttum ábótavant, þ.m.t. sú ákvörðun biskups að senda Ólaf í leyfi á meðan rannsókn stóð yfir.Tekur ásakanir um háttsemina alvarlega Í yfirlýsingu sem biskup sendi frá sér í dag segir að afstaða hennar í málinu sé skýr og að æðsti embættismaður kirkjunnar skuli alltaf bregðast við í málum sem þessum. „Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi,“ skrifar biskup. „Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.“Vill standa vörð um rétt þolenda Þá segir biskup samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa og á milli þeirra verði að ríkja algjört traust. Hún ítrekar auk þess að hún muni rannsaka mál Ólafs áfram. „Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.“ Biskup segir einnig að verði málinu áfrýjað muni hún skýra aðkomu og afstöðu sína fyrir áfrýjunarnefnd. „Enda gef ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.“ Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á dögunum á að séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi er falið að ákveða refsingu séra Ólafs. Yfirlýsing biskups Íslands í heild:Í niðurstöðu úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í einu máli af fimm sem varða umdeild samskipti sóknarprests við samstarfsfólk sitt, eru afskipti mín af málinu gagnrýnd og sögð úr takti við starfsreglur. Nefndin gagnrýnir að ég hafi sem yfirmaður sóknarprestsins sent hann í leyfi á meðan umkvartanir sem beindust að honum væru rannsakaðar.Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreiti af kynferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum.Samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkjunnar eiga að vera hafin yfir allan vafa. Þar verður að ríkja algjört traust.Ég vil standa vörð um rétt þeirra sem telja á sér brotið í samskiptum á kirkjulegum vettvangi og mun áfram leggja mitt af mörkum við að brjóta viðkvæm mál til mergjar. Það er forsenda þess að traust ríki á milli fólks í kirkjusamfélaginu.Komi til áfrýjunar í umræddu máli mun ég leggja mig fram um að skýra aðkomu mína og afstöðu fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar, enda get ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreiti eða ofbeldi koma upp.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00 Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Biskup og fagráð eru harðlega gagnrýnd af úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar gagnrýnir málsmeðferð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Málsmeðferð hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög né skýrar reglur kirkjunnar um meðferð slíkra mála. 2. mars 2018 07:00
Brotaþolar segja líkar sögur af sóknarpresti Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, hefur gerst sekur um siðferðisbrot að mati úrskurðarnefndar kirkjunnar. Lýsingar fimm kvenna á háttalagi mannsins óhugnanlegar og keimlíkar í aðalatriðum og ná aftur til 2002. 1. mars 2018 06:00