Tryggva líkt við OKC-stjörnu í ítarlegri umfjöllun fyrir nýliðavalið Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. maí 2018 11:30 Tryggvi Snær Hlinason er enn gjaldgengur í nýliðaval NBA-deildarinnar. Vísir Nýliðavalið fyrir NBA-deildina 2018 fer fram eftir tæpan mánuð og er Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmiðherji Íslands, enn í boði en hann ákvað að gefa kost á sér í nýliðavalið í apríl. Óvíst er hvort að hann taki skrefið og verði til taks þegar að sjálft valið fer fram 21. júní en hann viðurkenndi þegar að hann tók ákvörðunina að hann væri aðeins að kanna áhuga liða í NBA-deildinni á sér. „Nafnið mitt er komið inn í pottinn og með þessu erum við að reyna að fá athygli frá NBA liðunum. Það má kannski orða þetta þannig að maður sé að dýfa tánni ofan í laugina,“ sagði Tryggvi við mbl.is. Bárðdælingurinn er enn gjaldgengur og hefur verið sagður einn af áhugaverðustu leikmönnunum í nýliðavalinu enda ekki á hverjum degi sem bóndasonur frá Íslandi sem byrjaði að æfa körfubolta fyrir fimm árum er gjaldgengur í nýliðavalinu. Körfuboltasíðan SirCharlesincharge fjallar ítarlega um nýliðavalið og þar er farið vel yfir Tryggvi Snæ í langri grein þar sem hann er kynntur til leiks og farið yfir styrkleika hans og veikleika. Stóra spurningin er hvort hann sé áhættunnar virði. „Hann er 216 sentimetrar og mikill skrokkur en er þess virði að eyða valrétt í hann?“ er spurt í byrjun greinarinnar áður en farið er yfir það sem hann gerði á EM U20, EM 2017 í Finnlandi og með félagsliði sínu Valencia á Spáni.Tryggvi Snær hefur heillað á þeim fáu mínútum sem hann hefur spilað fyrir Valencia.vísir/getty 75. af 100 Tryggvi hefur ekki fengið mikið að spila með Valencia í spænsku úrvalsdeildinni en þeim mun meira með varlaliðinu í fjórðu deildinni þar sem að hann er með flotta tölfræði í töluvert slakari deild. Það sem mönnum finnst samt merkilegt er hversu öflugur þessi óreyndi leikmaður er á lokamínútum leikja sem skipta máli. Sagt er í umfjölluninni að hann væri líklega kominn lengra ef hann hefði fengið meira að spila. ESPN er með hann í 75. sæti yfir 100 bestu leikmennina í nýliðavalinu þetta árið. Þrjátíu lið eru í NBA-deildinni og aðeins tvær umferðir eru í nýliðavalinu þannig ekki nema 60 leikmenn komast inn í gegnum það á hverju ári. Tryggvi væri því að taka töluverða áhættu með því að gefa kost á sér núna miðað við stöðuna á ESPN-listanum en leikmaður getur aðeins einu sinni á ferlinum gefið kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar. Þá má aðeins einu sinni gefa kost á sér en hætta við. Íslenski miðherjinn er reynslulítill en NBA-lið hafa samt áhuga. Minnt er á að fyrir 20 árum síðan tók Dallas Mavericks séns á klunnalegum risa frá Þýskalandi. Sá heitir Dirk Nowitzki en sá þýski er á leiðinni í frægðarhöllina þegar að ferlinum lýkur.Tryggvi getur orðið geggjaður varnarmaður.vísir/gettyLíkur Steven Adams Mjög öflugir leikmenn á borð við Serge Ibaka, Luis Scola og Tiagi Splitter voru allir valdir í nýliðavalinu með það í huga að þeir myndu vera áfram í Evrópu að safna í reynslubankann áður en að þeir myndu mæta í NBA-deildina. Allir hafa staðið sig vel eftir að þeir mættu í bestu deild heims. Styrkleikar Tryggva eru sagðir stærðin og lengdin. Hann er frábær að verja skot og að breyta skotvali mótherjanna en Tryggvi er enn að læra að nýta líkamann til að taka meira pláss á vellinum. Þá er hann sagður öflugur að klára í kringum körfuna. Í umfjöllun um veikleika Tryggva er sagt að hann sé ekki enn þá kominn með alvöru hreyfingu til að koma sér auðveldlega að körfunni og hann þurfi að vera ákveðnari að ná í boltann þegar að varnarmaður er í bakinu á honum. Í heildina þarf Tryggvi bara að spila meira í bestu deildum Evrópu. Niðurstaðan er að lið sem myndi velja Tryggva núna væri að taka ákveðna áhættu og að hann myndi ekki skila miklu í NBA-deiildinni á næstu árum. Það lið sem myndi velja Tryggva í næsta mánuði þyrfti að sýna þolinmæði en hann getur svo sannarlega orðið öflugur NBA-leikmaður. Að lokum er Tryggva líkt við Nýsjálendinginn Steven Adams, leikmann Oklahoma City Thunder. „Adams blómstraði einnig seint og er leikmaður sem nýtur sín mun betur í vörn en er orðinn betri sóknarmaður. Eins og Adams þarf Tryggvi að bæta þann þátt í leik sínum,“ segir um Tryggva Snæ Hlinason. NBA Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Nýliðavalið fyrir NBA-deildina 2018 fer fram eftir tæpan mánuð og er Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmiðherji Íslands, enn í boði en hann ákvað að gefa kost á sér í nýliðavalið í apríl. Óvíst er hvort að hann taki skrefið og verði til taks þegar að sjálft valið fer fram 21. júní en hann viðurkenndi þegar að hann tók ákvörðunina að hann væri aðeins að kanna áhuga liða í NBA-deildinni á sér. „Nafnið mitt er komið inn í pottinn og með þessu erum við að reyna að fá athygli frá NBA liðunum. Það má kannski orða þetta þannig að maður sé að dýfa tánni ofan í laugina,“ sagði Tryggvi við mbl.is. Bárðdælingurinn er enn gjaldgengur og hefur verið sagður einn af áhugaverðustu leikmönnunum í nýliðavalinu enda ekki á hverjum degi sem bóndasonur frá Íslandi sem byrjaði að æfa körfubolta fyrir fimm árum er gjaldgengur í nýliðavalinu. Körfuboltasíðan SirCharlesincharge fjallar ítarlega um nýliðavalið og þar er farið vel yfir Tryggvi Snæ í langri grein þar sem hann er kynntur til leiks og farið yfir styrkleika hans og veikleika. Stóra spurningin er hvort hann sé áhættunnar virði. „Hann er 216 sentimetrar og mikill skrokkur en er þess virði að eyða valrétt í hann?“ er spurt í byrjun greinarinnar áður en farið er yfir það sem hann gerði á EM U20, EM 2017 í Finnlandi og með félagsliði sínu Valencia á Spáni.Tryggvi Snær hefur heillað á þeim fáu mínútum sem hann hefur spilað fyrir Valencia.vísir/getty 75. af 100 Tryggvi hefur ekki fengið mikið að spila með Valencia í spænsku úrvalsdeildinni en þeim mun meira með varlaliðinu í fjórðu deildinni þar sem að hann er með flotta tölfræði í töluvert slakari deild. Það sem mönnum finnst samt merkilegt er hversu öflugur þessi óreyndi leikmaður er á lokamínútum leikja sem skipta máli. Sagt er í umfjölluninni að hann væri líklega kominn lengra ef hann hefði fengið meira að spila. ESPN er með hann í 75. sæti yfir 100 bestu leikmennina í nýliðavalinu þetta árið. Þrjátíu lið eru í NBA-deildinni og aðeins tvær umferðir eru í nýliðavalinu þannig ekki nema 60 leikmenn komast inn í gegnum það á hverju ári. Tryggvi væri því að taka töluverða áhættu með því að gefa kost á sér núna miðað við stöðuna á ESPN-listanum en leikmaður getur aðeins einu sinni á ferlinum gefið kost á sér í nýliðaval NBA-deildarinnar. Þá má aðeins einu sinni gefa kost á sér en hætta við. Íslenski miðherjinn er reynslulítill en NBA-lið hafa samt áhuga. Minnt er á að fyrir 20 árum síðan tók Dallas Mavericks séns á klunnalegum risa frá Þýskalandi. Sá heitir Dirk Nowitzki en sá þýski er á leiðinni í frægðarhöllina þegar að ferlinum lýkur.Tryggvi getur orðið geggjaður varnarmaður.vísir/gettyLíkur Steven Adams Mjög öflugir leikmenn á borð við Serge Ibaka, Luis Scola og Tiagi Splitter voru allir valdir í nýliðavalinu með það í huga að þeir myndu vera áfram í Evrópu að safna í reynslubankann áður en að þeir myndu mæta í NBA-deildina. Allir hafa staðið sig vel eftir að þeir mættu í bestu deild heims. Styrkleikar Tryggva eru sagðir stærðin og lengdin. Hann er frábær að verja skot og að breyta skotvali mótherjanna en Tryggvi er enn að læra að nýta líkamann til að taka meira pláss á vellinum. Þá er hann sagður öflugur að klára í kringum körfuna. Í umfjöllun um veikleika Tryggva er sagt að hann sé ekki enn þá kominn með alvöru hreyfingu til að koma sér auðveldlega að körfunni og hann þurfi að vera ákveðnari að ná í boltann þegar að varnarmaður er í bakinu á honum. Í heildina þarf Tryggvi bara að spila meira í bestu deildum Evrópu. Niðurstaðan er að lið sem myndi velja Tryggva núna væri að taka ákveðna áhættu og að hann myndi ekki skila miklu í NBA-deiildinni á næstu árum. Það lið sem myndi velja Tryggva í næsta mánuði þyrfti að sýna þolinmæði en hann getur svo sannarlega orðið öflugur NBA-leikmaður. Að lokum er Tryggva líkt við Nýsjálendinginn Steven Adams, leikmann Oklahoma City Thunder. „Adams blómstraði einnig seint og er leikmaður sem nýtur sín mun betur í vörn en er orðinn betri sóknarmaður. Eins og Adams þarf Tryggvi að bæta þann þátt í leik sínum,“ segir um Tryggva Snæ Hlinason.
NBA Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti