Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lokið án niðurstöðu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2018 15:30 Frá samstöðufundinum við húsnæði ríkissáttasemjara í dag. vísir/rakel ósk Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segir að engin niðurstaða hafi fengist í kjaradeilu félagsins við ríkið og enn beri töluvert í milli. Ríkissáttasemjari sér því ekki ástæðu til að boða til næsta samningafundar fyrr en eftir tvær vikur. „Deilan er í raun stál í stál,“ segir Áslaug. Aðspurð hvort að staðan sé þá sú sama og var fyrir páska segir Áslaug jafnvel megi segja að deiluaðilar hafi hugsanlega færst hvor frá öðrum heldur en í hina áttina.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun að þessi mikli stuðningur í samfélaginu við kjarabaráttu stéttarinnar kæmi á óvart.vísir/rakel óskFjöldi fólks safnaðist saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum samstöðu. Þá hefur verið stofnaður Facebook-hópurinn Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum. Tæplega 15 þúsund eru meðlimir í hópnum og hafa á seinustu dögum hrúgast þar inn reynslusögur foreldra af ljósmæðrum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun að þessi mikli stuðningur í samfélaginu við kjarabaráttu stéttarinnar kæmi á óvart. „Maður hefur alltaf fundið fyrir velvild í samfélaginu og auðvitað fylgir okkar störfum mikið tilfinningarót og þakklæti. En þetta er alveg framar okkar björtustu vonum. Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar undanfarna daga. Þetta er alveg ótrúlega dýrmætt,“ sagði Katrín. Kjaramál Tengdar fréttir Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Fundi samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins sem hófst klukkan 13 í dag var slitið á þriðja tímanum. Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segir að engin niðurstaða hafi fengist í kjaradeilu félagsins við ríkið og enn beri töluvert í milli. Ríkissáttasemjari sér því ekki ástæðu til að boða til næsta samningafundar fyrr en eftir tvær vikur. „Deilan er í raun stál í stál,“ segir Áslaug. Aðspurð hvort að staðan sé þá sú sama og var fyrir páska segir Áslaug jafnvel megi segja að deiluaðilar hafi hugsanlega færst hvor frá öðrum heldur en í hina áttina.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun að þessi mikli stuðningur í samfélaginu við kjarabaráttu stéttarinnar kæmi á óvart.vísir/rakel óskFjöldi fólks safnaðist saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum samstöðu. Þá hefur verið stofnaður Facebook-hópurinn Mæður og feður sem standa með ljósmæðrum. Tæplega 15 þúsund eru meðlimir í hópnum og hafa á seinustu dögum hrúgast þar inn reynslusögur foreldra af ljósmæðrum. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í morgun að þessi mikli stuðningur í samfélaginu við kjarabaráttu stéttarinnar kæmi á óvart. „Maður hefur alltaf fundið fyrir velvild í samfélaginu og auðvitað fylgir okkar störfum mikið tilfinningarót og þakklæti. En þetta er alveg framar okkar björtustu vonum. Maður situr alveg klökkur að lesa allar kveðjurnar undanfarna daga. Þetta er alveg ótrúlega dýrmætt,“ sagði Katrín.
Kjaramál Tengdar fréttir Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30 Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45 Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Útskriftarnemar sækja ekki um ljósmæðrastörf Ljósmæðranemar sem útskrifast í vor hyggjast ekki sækja um starf sem ljósmæður á Landspítalanum vegna lélegra kjara. Þær geti ekki tekið á sig launalækkun eftir launalausa vaktavinnu í námi og hyggjast því leita á önnur mið. 1. apríl 2018 19:30
Ljósmæður að bugast Léleg kjör og mikið álag veldur flótta út stéttinni. Samstöðufundur boðaður á morgun 2. apríl 2018 18:45
Þungt hljóð í ljósmæðrum fyrir fund hjá sáttasemjara Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, kveðst ekkert alltof bjartsýn fyrir fund með samninganefnd ríkisins í dag. 3. apríl 2018 11:32