Enski boltinn

Messan: Man. Utd þarf að fara aðeins til baka í Ferguson-tímann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Man. Utd fagna í síðasta leik.
Leikmenn Man. Utd fagna í síðasta leik. vísir/getty
Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur í Messunni, er ánægður með frammistöðu Man. Utd í deildina en vill sjá ákveðnar áherslubreytingar á leik liðsins og þá aðallega á heimavelli.

„Ef þú tekur deildina hjá Man. Utd þá er þetta búið að vera mjög „solid“. Undir stjórn Ferguson þá beitti liðið gríðarlegri pressu á heimavelli. Það var ofboðslega skemmtilegt og gaman að horfa á þá spila. Til að fullnægja kröfum stuðningsmannanna þá þurfa þeir að fara svolítið til baka í það,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH.

„Þeir eru með frábæra leikmenn og góðan hóp. Það þarf aðeins meiri léttleiki samt.“

Strákarnir ræddu einnig miðjustöðuna hjá Man. Utd og hvað þyrfti að gera í þeim málum.

Sjá má umræðuna hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×