Músíkalskt og heimakært par Brynhildur Björnsdóttir skrifar 9. maí 2018 06:00 Músíkalskt par leggur að sjálfsögðu eitt herbergi alveg undir tónlist. Hér má sjá Heiðu og Snorra að störfum. Vísir/Sigtryggur Músíkalska parið Snorri Snorrason og Heiða Ólafsdóttir eiga fallegt heimili í Kópavoginum. Uppáhaldsstaðurinn er stóra borðstofuborðið þar sem þau halda oft matarboð en matseld er eitt af áhugamálum þeirra. Snorri og Heiða hafa verið saman í rúm fjögur ár og hafa búið saman nánast frá því þau byrjuðu saman. „Við erum mjög samhent og líður afskaplega vel saman. Við eigum einn dásamlegan gutta sem er rúmlega tveggja og hálfs árs og heitir einmitt líka Snorri Snorrason. Svo átti Snorri fyrir þrjá dásamlega drengi sem eru orðnir stórir, Alexander Leó, 22 ára, og tvíburana Mikael og Gabríel, sem eru tvítugir.“ Heiða starfar sem flugfreyja hjá Icelandair ásamt því að syngja út um allar trissur og Snorri er tónlistarmaður og upptökustjóri og er með síðuna fjarupptökur.is. „Við erum bæði mjög heimakær, eigum reyndar vel saman á mjög margan hátt. Okkur líður best þegar við getum notið samveru með fjölskyldu og vinum sem við reynum að gera eins oft og hægt er.“ Þegar þau eru heima er matur og eldamennska í fyrirrúmi. „Við erum bæði miklir áhugakokkar og sameinumst vel í eldhúsinu og finnst gaman að prófa nýjar uppskriftir. Matur og að elda er eitt af áhugamálum okkar þannig að við verjum miklum tíma í það og eldum mikið saman,“ segir Snorri og Heiða bætir við: „Uppáhaldseldhúsáhaldið mitt er fagurrauða KitchenAid-hrærivélin sem Snorri gaf mér í afmælisgjöf fyrir þremur árum og hún er mikið notuð.“ Uppáhaldsstaðurinn á heimilinu er stórt og stækkanlegt borðstofuborð sem þau völdu einmitt með tilliti til eldamennskuáhugans. „Við erum oft með matarboð og vildum þess vegna geta stækkað borðið en svo sitjum við líka mikið þar og spjöllum, eigum stefnumótakvöld heima þar sem við eldum góðan mat, prófum nýja rétti, gerum upp daginn og auðvitað plönum næstu skref í tónlistinni.“Í stofunni prýða myndir af syninum veggina og þar verja heimakærir löngum stundum í að hlusta á tónlist og velta fyrir sér líðandi stund og framtíðinni.Þau viðurkenna að tónlistarherbergið sé líka í uppáhaldi. „Þar tökum við upp hugmyndir og pælum í tónlistinni okkar. Þegar við erum heima erum við mest að elda og grúska í tónlistinni okkar.“ Annað sem er í miklu uppáhaldi hjá þeim er plötusafn sem faðir Snorra skildi eftir sig en hann lést árið 2007. „Hann var mikill músíkspekúlant og og átti ógrynni af plötum sem við fáum að njóta. Sonur okkar hefur mjög gaman af þeim en hann er líka mikill músíkáhugamaður eins og foreldrarnir.“ Það er ýmislegt skemmtilegt á döfinni hjá Snorra og Heiðu í tónlistinni. „Við bjuggum okkur til Facebook-síðu fyrir skömmu sem heitir Topplögin með Snorra og Heiðu þar sem við gerum okkar útgáfur af þekktum slögurum úr öllum áttum og núna erum við á fullu í gömlum Eurovision-lögum og lögum sem hafa keppt í Söngvakeppninni í gegnum tíðina. Þar er sko aldeilis af nægu að taka en við erum búin að velja úr lög sem við flytjum á Hard Rock í kvöld ásamt æðislegri hljómsveit, þar sem Þórir Úlfarsson leikur á píanó, Pétur Valgarð á gítar, Ólafur Þór Kristjánsson á bassa og Þorvaldur Ingveldarson er á trommunum. Við fáum líka þrjá gestasöngvara með okkur, þau Dag Sigurðsson, Ernu Hrönn og Siggu Eyrúnu en þau hafa öll keppt í Söngvakeppninni og eru bara öll svo æðisleg. Við byrjum á slaginu tíu og erum hrikalega spennt og lofum því að gestir fara glaðir heim. Svo erum við alltaf að semja líka og þau lög fá vonandi að líta dagsins ljós í komandi framtíð líka.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Músíkalska parið Snorri Snorrason og Heiða Ólafsdóttir eiga fallegt heimili í Kópavoginum. Uppáhaldsstaðurinn er stóra borðstofuborðið þar sem þau halda oft matarboð en matseld er eitt af áhugamálum þeirra. Snorri og Heiða hafa verið saman í rúm fjögur ár og hafa búið saman nánast frá því þau byrjuðu saman. „Við erum mjög samhent og líður afskaplega vel saman. Við eigum einn dásamlegan gutta sem er rúmlega tveggja og hálfs árs og heitir einmitt líka Snorri Snorrason. Svo átti Snorri fyrir þrjá dásamlega drengi sem eru orðnir stórir, Alexander Leó, 22 ára, og tvíburana Mikael og Gabríel, sem eru tvítugir.“ Heiða starfar sem flugfreyja hjá Icelandair ásamt því að syngja út um allar trissur og Snorri er tónlistarmaður og upptökustjóri og er með síðuna fjarupptökur.is. „Við erum bæði mjög heimakær, eigum reyndar vel saman á mjög margan hátt. Okkur líður best þegar við getum notið samveru með fjölskyldu og vinum sem við reynum að gera eins oft og hægt er.“ Þegar þau eru heima er matur og eldamennska í fyrirrúmi. „Við erum bæði miklir áhugakokkar og sameinumst vel í eldhúsinu og finnst gaman að prófa nýjar uppskriftir. Matur og að elda er eitt af áhugamálum okkar þannig að við verjum miklum tíma í það og eldum mikið saman,“ segir Snorri og Heiða bætir við: „Uppáhaldseldhúsáhaldið mitt er fagurrauða KitchenAid-hrærivélin sem Snorri gaf mér í afmælisgjöf fyrir þremur árum og hún er mikið notuð.“ Uppáhaldsstaðurinn á heimilinu er stórt og stækkanlegt borðstofuborð sem þau völdu einmitt með tilliti til eldamennskuáhugans. „Við erum oft með matarboð og vildum þess vegna geta stækkað borðið en svo sitjum við líka mikið þar og spjöllum, eigum stefnumótakvöld heima þar sem við eldum góðan mat, prófum nýja rétti, gerum upp daginn og auðvitað plönum næstu skref í tónlistinni.“Í stofunni prýða myndir af syninum veggina og þar verja heimakærir löngum stundum í að hlusta á tónlist og velta fyrir sér líðandi stund og framtíðinni.Þau viðurkenna að tónlistarherbergið sé líka í uppáhaldi. „Þar tökum við upp hugmyndir og pælum í tónlistinni okkar. Þegar við erum heima erum við mest að elda og grúska í tónlistinni okkar.“ Annað sem er í miklu uppáhaldi hjá þeim er plötusafn sem faðir Snorra skildi eftir sig en hann lést árið 2007. „Hann var mikill músíkspekúlant og og átti ógrynni af plötum sem við fáum að njóta. Sonur okkar hefur mjög gaman af þeim en hann er líka mikill músíkáhugamaður eins og foreldrarnir.“ Það er ýmislegt skemmtilegt á döfinni hjá Snorra og Heiðu í tónlistinni. „Við bjuggum okkur til Facebook-síðu fyrir skömmu sem heitir Topplögin með Snorra og Heiðu þar sem við gerum okkar útgáfur af þekktum slögurum úr öllum áttum og núna erum við á fullu í gömlum Eurovision-lögum og lögum sem hafa keppt í Söngvakeppninni í gegnum tíðina. Þar er sko aldeilis af nægu að taka en við erum búin að velja úr lög sem við flytjum á Hard Rock í kvöld ásamt æðislegri hljómsveit, þar sem Þórir Úlfarsson leikur á píanó, Pétur Valgarð á gítar, Ólafur Þór Kristjánsson á bassa og Þorvaldur Ingveldarson er á trommunum. Við fáum líka þrjá gestasöngvara með okkur, þau Dag Sigurðsson, Ernu Hrönn og Siggu Eyrúnu en þau hafa öll keppt í Söngvakeppninni og eru bara öll svo æðisleg. Við byrjum á slaginu tíu og erum hrikalega spennt og lofum því að gestir fara glaðir heim. Svo erum við alltaf að semja líka og þau lög fá vonandi að líta dagsins ljós í komandi framtíð líka.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira