Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2018 21:11 Rannsakendur að störfum í Istanbúl. AP/Emrah Gurel Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir morð blaðamannsins Jamal Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunar. Hann býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. Hins vegar bætti forsetinn við að aðgerðin sjálf hafi verið illa hugsuð og þar að auki hafi hún verið framkvæmd illa. Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þann 2. október. Síðan viðurkenndu þeir að Khashoggi hafi dáið og sögðu það hafa gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu Sádar að Khashoggi hefði verið myrtur og segja að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.Sjá einnig: Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagtYfirvöld Tyrklands segja aftur á móti að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl og markmið þeirra hafi verið að myrða Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, vill að 18 menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim þar. Einn þeirra, Saud al-Qahtani, er þó náinn ráðgjafi Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu. Qahtani er sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum SkypeMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að Bandaríkin hefðu fellt niður vegabréfsáritanir þeirra manna sem hafa verið sakaðir um morðið. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir Bandaríkjanna vegna málsins og er verið að skoða hvort að beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. Pompeo hét því að þetta yrðu ekki síðustu aðgerðir Bandaríkjanna. Morðið á Khashoggi Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir morð blaðamannsins Jamal Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunar. Hann býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. Hins vegar bætti forsetinn við að aðgerðin sjálf hafi verið illa hugsuð og þar að auki hafi hún verið framkvæmd illa. Yfirvöld Sádi-Arabíu héldu því upprunalega fram að Khashoggi hefði yfirgefið ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl þann 2. október. Síðan viðurkenndu þeir að Khashoggi hafi dáið og sögðu það hafa gerst fyrir slysni í átökum. Khashoggi var þar til að verða sér út um skjöl svo hann gæti gift sig. Seinna meir viðurkenndu Sádar að Khashoggi hefði verið myrtur og segja að um ósamþykkta aðgerð hafi verið að ræða. Fréttastofa Sky hafði heimildir fyrir því að lík Khashoggi hefði fundist í garði ræðismanns Sáda í Istanbúl en það hefur ekki verið staðfest.Sjá einnig: Erdogan segir morðið á Khashoggi hafa verið skipulagtYfirvöld Tyrklands segja aftur á móti að Sádar hafi sent fimmtán menn til Istanbúl og markmið þeirra hafi verið að myrða Khashoggi. Aðgerðin hafi verið skipulögð með nokkurra daga fyrirvara. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, vill að 18 menn verði framseldir til Tyrklands svo hægt verði að rétta yfir þeim þar. Einn þeirra, Saud al-Qahtani, er þó náinn ráðgjafi Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu. Qahtani er sagður hafa fyrirskipað morðið og fylgst með því í gegnum internetið.Sjá einnig: „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum SkypeMike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að Bandaríkin hefðu fellt niður vegabréfsáritanir þeirra manna sem hafa verið sakaðir um morðið. Það eru fyrstu opinberu aðgerðir Bandaríkjanna vegna málsins og er verið að skoða hvort að beita eigi frekari refsiaðgerðum gegn mönnunum. Pompeo hét því að þetta yrðu ekki síðustu aðgerðir Bandaríkjanna.
Morðið á Khashoggi Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira