Mildi að ekki varð mannskaði í Borgarnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2018 12:00 Frá vettvangi í Borgarnesi í gær. Karlmaður á stórum jeppa má teljast heppinn að hafa ekki orðið erlendri fjölskyldu að bana í Borgarnesi klukkan rúmlega tvö í gær. Maðurinn ók jeppa sínum suður á Þjóðvegi 1, til móts við Límtré Vírnet þegar jeppinn fór skyndilega yfir á rangan vegarhelming. Þetta sést glögglega á myndbandi sem tekið var úr bíl sem ók fyrir aftan fólksbílinn og sjá má hér fyrir neðan. Ók maðurinn á jeppanum utan í einn fólksbíl og negldi svo beint framan á annan, lítinn fólksbíl. Seinlega gekk að ná yngri dóttur mannsins úr bílnum því dyrnar að aftan vildu ekki opnast, svo illa var bíllinn farinn. Faðirinn náði þó dætrum sínum út úr bílnum en var skiljanlega í miklu uppnámi. Hann hellti sér yfir ökumann jeppans sem kom gangandi úr bíl sínum. Lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn nokkru síðar og var ökumaður jeppans fjarlægður. Töldu vitni á staðnum líklegt að hann hefði verið undir áhrifum miðað við háttarlag hans. Faðirinn og dæturnar kenndu sér einhvers meins en virðist ekki hafa orðið verulega meint af.Hér má sjá upptöku af slysinu. Töluverðar umferðartafir voru á þjóðveginum í gegnum Borgarnes á þriðja tímanum vegna árekstursins. Jónas Hallgrímur Oddsson, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, staðfestir í samtali við Vísi að ökumaðurinn jeppans hafi verið handtekinn grunaður um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafi verið fluttur á lögreglustöð og sleppt eftir að hafa gefið blóðsýni, eins og venja er.Uppfært klukkan 23:20 Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld. Þar má sjá lengra myndband með eftirmála slyssins. Lögreglumaður segir útköll vegna ölvunar- og vímuaksturs sífellt stærri hluta af vinnu lögreglu. Lögreglumál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Karlmaður á stórum jeppa má teljast heppinn að hafa ekki orðið erlendri fjölskyldu að bana í Borgarnesi klukkan rúmlega tvö í gær. Maðurinn ók jeppa sínum suður á Þjóðvegi 1, til móts við Límtré Vírnet þegar jeppinn fór skyndilega yfir á rangan vegarhelming. Þetta sést glögglega á myndbandi sem tekið var úr bíl sem ók fyrir aftan fólksbílinn og sjá má hér fyrir neðan. Ók maðurinn á jeppanum utan í einn fólksbíl og negldi svo beint framan á annan, lítinn fólksbíl. Seinlega gekk að ná yngri dóttur mannsins úr bílnum því dyrnar að aftan vildu ekki opnast, svo illa var bíllinn farinn. Faðirinn náði þó dætrum sínum út úr bílnum en var skiljanlega í miklu uppnámi. Hann hellti sér yfir ökumann jeppans sem kom gangandi úr bíl sínum. Lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn nokkru síðar og var ökumaður jeppans fjarlægður. Töldu vitni á staðnum líklegt að hann hefði verið undir áhrifum miðað við háttarlag hans. Faðirinn og dæturnar kenndu sér einhvers meins en virðist ekki hafa orðið verulega meint af.Hér má sjá upptöku af slysinu. Töluverðar umferðartafir voru á þjóðveginum í gegnum Borgarnes á þriðja tímanum vegna árekstursins. Jónas Hallgrímur Oddsson, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, staðfestir í samtali við Vísi að ökumaðurinn jeppans hafi verið handtekinn grunaður um ölvun og akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann hafi verið fluttur á lögreglustöð og sleppt eftir að hafa gefið blóðsýni, eins og venja er.Uppfært klukkan 23:20 Að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið í kvöld. Þar má sjá lengra myndband með eftirmála slyssins. Lögreglumaður segir útköll vegna ölvunar- og vímuaksturs sífellt stærri hluta af vinnu lögreglu.
Lögreglumál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira