Dynamo Kiev stendur vel að vegi fyrir seinni leikinn í einvígi sínu við Lazio í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli á Ítalíu í kvöld.
Fyrri hálfleikurinn var nokkuð rólegur en sá seinni byrjaði með krafti og höfðu bæði lið skorað mark á fyrstu tíu mínútunum.
Felipe Anderson lagði upp jöfnunarmark Ciro Immobile eftir að Viktor Tsygankov hafði komið gestunum yfir. Anderson var svo sjálfur á ferðinni á 62. mínútu og kom heimamönnum yfir.
Junior Moraes tryggði gestunum jafnteflið með mikilvægu marki á 79. mínútu.
Lucas Ocampos skoraði tvisvar fyrir Marseille sem sigraði Athletic Bilbao 3-1 á heimavelli sínum og er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Spáni.
Domenico Criscito náði í mikilvægt útivallarmark fyrir Zenit Petersburg á lokamínútunumí 2-1 tapi rússneska liðsins fyrir Leipzig í Þýskalandi.
Í Portúgal skoraði Fredy Montero tvisvar sitt hvoru megin við leikhléð og sá til þess að Sporting vann 2-0 sigur á Plzen.
Dynamo Kiev náði í jafntefli á Ítalíu
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



