Tiger Woods er snúinn aftur með sínum áttugasta sigri á PGA Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 23. september 2018 22:19 Tiger Woods fagnar innilega eftir sigurinn Vísir/Getty Tiger Woods er snúinn aftur meðal þeirra bestu í golfi en hann vann rétt í þessu Tour Championship mótið sem er lokamótið á PGA mótaröðinni. Þetta var fyrsti sigur Woods á PGA mótaröðinni í 1876 daga en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim tíma. Má þar nefna fjöldan allan af aðgerðum. Þetta var jafnframt 80. sigur Woods á mótaröðinni. Fyrir lokahringinn á mótinu hafði Woods þriggja högga forystu á næstu menn. Woods hélt þeirri forystu allan hringinn og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á 18. flötina þegar Woods gekk þangað og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar sigurpúttið datt ofan í. Woods hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á PGA mótaröðinni og var hann gráti næst þegar sigurinn var í höfn. Woods er nú aðeins tveimur sigrum á eftir Sam Snead yfir fjölda sigra á PGA mótaröðinni. Næstu helgi hefst Ryder bikarinn og er Woods í bandaríska liðinu þegar það mætir því evrópska. Verður spennandi að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti þar. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods er snúinn aftur meðal þeirra bestu í golfi en hann vann rétt í þessu Tour Championship mótið sem er lokamótið á PGA mótaröðinni. Þetta var fyrsti sigur Woods á PGA mótaröðinni í 1876 daga en hann hefur gengið í gegnum ýmislegt á þeim tíma. Má þar nefna fjöldan allan af aðgerðum. Þetta var jafnframt 80. sigur Woods á mótaröðinni. Fyrir lokahringinn á mótinu hafði Woods þriggja högga forystu á næstu menn. Woods hélt þeirri forystu allan hringinn og var sigur hans í raun aldrei í hættu. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman á 18. flötina þegar Woods gekk þangað og brutust út mikil fagnaðarlæti þegar sigurpúttið datt ofan í. Woods hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á PGA mótaröðinni og var hann gráti næst þegar sigurinn var í höfn. Woods er nú aðeins tveimur sigrum á eftir Sam Snead yfir fjölda sigra á PGA mótaröðinni. Næstu helgi hefst Ryder bikarinn og er Woods í bandaríska liðinu þegar það mætir því evrópska. Verður spennandi að sjá hvort hann haldi uppteknum hætti þar.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira