Erlent

Kona lést þegar ekið var á mótmælendur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Kona sem var stödd á mótmælum gegn hækkuðum álögum á eldsneyti í Frakklandi lést þegar ekið var inn í hópinn í suð-austurhluta Frakklands í dag.
Kona sem var stödd á mótmælum gegn hækkuðum álögum á eldsneyti í Frakklandi lést þegar ekið var inn í hópinn í suð-austurhluta Frakklands í dag. Vísir/AP
Kona sem var stödd á mótmælum gegn hækkuðum álögum á eldsneyti í Frakklandi lést þegar ekið var inn í hópinn í suð-austurhluta Frakklands í dag.

Konan sem ók bílnum og varð mótmælandanum að bana var á leið á spítala með dóttur sína en fylltist örvæntingu þegar hún komst ekki leiðar sinnar og mótmælendur hópuðust að bíl hennar. Mótmælendurnir höfðu þá einnig lokað fyrir nokkrar umferðargötur í mótmælaskyni.

Mótmælendurnir kalla sig „gulu vestin“ en skipulagning mótmælanna fór að mestu fram á samfélagsmiðlum. Mótmælt var víðsvegar um landið.

Alls hafa sextán manns slasast í mótmælaaðgerðum dagsins en innanríkisráðherra Frakklands áætlar að um 50.000 þúsund manns hafi tekið þátt í þeim.

Mótmælendurnir eru flestir íbúar á landsbyggðinni sem telja Emmanuel Macron Frakklandsforseta vera fulltrúa „borgarelítunnar“.

Auknar álögur á eldsneyti voru samþykkar í lok árs 2017 en það var ekki fyrr en á síðustu mánuðum sem Frakkar fóru að finna fyrir breytingunni af fullum þunga, sér í lagi vegna hækkunnar heimsmarkaðsverðs á olíu í október. Þess ber þó að geta að það er tekið að lækka aftur.

Hugsunin á bakvið auknar álögur á eldsneyti er sú að þrýsta á ökumenn að skipta yfir í umhverfisvænni ökutæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×