Þór/KA er komið á toppinn í Pepsi-deild kvenna eftir 5-2 sigur á HK/Víking í Víkinni í dag.
Sandra Stephany Mayor kom Þór/KA yfir strax eftir fjórar mínútur en tveimur mínútum síðar jafnaði Hildur Antonsdóttir fyrir Þór/KA.
Andrea Mist Pálsdóttir kom Þór/KA aftur fyrir hlé og staðan var 2-1 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks kom Hulda Ósk Jónsdóttir gestunum í 3-1 og staðan góð.
Hildur var ekki hætt því hún skoraði annað mark sitt og annað mark HK/Víkings eftir klukkutíma leik. Staðan 3-2.
Áður en yfir lauk bættu þó Sandra María Jessen og Sandra Stephany við mörkum og lokatölur 5-2 sigur Íslandsmeistarana.
Þór/KA er því á toppnum með 29 stig en hefur leikið einum leik meira en Breiðablik. HK/Víkingur er í fimmta sætinu með þrettán stig.
Íslandsmeistararnir á toppinn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
