Kennir vetrardekkjum á BMW um glæfralegan akstur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2018 13:00 Frá vettvangi slyssins í gær. Hægra megin á myndinni sést blái BMW bíllinn. Karlmaður á fertugsaldri á BMW Cabrio e36 segist hafa gert heimskuleg mistök þegar hann ók bíl sínum af krafti á annan bíl á Arnarnesveginum síðdegis í gær. Síðarnefndi bíllinn var hluti af líkfylgd en gestir voru að fylgja líkbíl á leið í kirkjugarð eftir útför í kirkju.DV greindi frá árekstrinum í gær. Þar lýsti einn aðstandandi, Arnar Hreiðarsson, því hvernig BMW bíllinn hefði komið reykspólandi út úr hringtorginu , þversum yfir umferðareyju og á fullri ferð á bíl sem ekið var í gagnstæða átt. Dóttir Arnars og tengdasonur voru í bílnum en slösuðust ekki alvarleg að hans sögn. Bíll þeirra er þó mikið skemmdur. Prúðbúnir kirkjugestir þurftu margir hverjir að staldra við á meðan hugað var að parinu í bílnum og lögregla ræddi við vitni.Sást aka glannalega í gegnum fleiri hringtorg Lögregla var fljót á svæðið, yfirheyrði ökumann BMW-bifreiðarinnar og ræddu svo við vitni sem tjáði lögreglu að það hefði orðið vitni að ofsaakstri sama bíls í gegnum fleiri hringtorg augnablikum fyrr. Ökumaður og eigandi BMW bílsins, Valur Hoe Guðmundsson, gerir grein fyrir sér í Facebook-hópnum BMW á Íslandi. Þar viðurkennir hann að eiga við fíkniefnavanda að stríða. Það hafi alls ekki verið ætlun hans að „keyra niður líkfylgd“. Valur Hoe hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli og akstur undir áhrifum. Þá segir hann að fólk sem hafi ekki átt BMW cabrioe36 eigi ekki að dæma sig. Hann segist vera dæmdur glæpamaður en þó góður drengur. „Ég var alls ekki óður en heimskuleg mistök á vetrardekkjum að aftan,“ segir Valur um akstur sinn. „Þessi bíll er búinn að vera bölvun frá fyrsta degi sem ég eignaðist hann.“Ekki náðist í lögregluna í Hafnarfirði við vinnslu fréttarinnar. Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri á BMW Cabrio e36 segist hafa gert heimskuleg mistök þegar hann ók bíl sínum af krafti á annan bíl á Arnarnesveginum síðdegis í gær. Síðarnefndi bíllinn var hluti af líkfylgd en gestir voru að fylgja líkbíl á leið í kirkjugarð eftir útför í kirkju.DV greindi frá árekstrinum í gær. Þar lýsti einn aðstandandi, Arnar Hreiðarsson, því hvernig BMW bíllinn hefði komið reykspólandi út úr hringtorginu , þversum yfir umferðareyju og á fullri ferð á bíl sem ekið var í gagnstæða átt. Dóttir Arnars og tengdasonur voru í bílnum en slösuðust ekki alvarleg að hans sögn. Bíll þeirra er þó mikið skemmdur. Prúðbúnir kirkjugestir þurftu margir hverjir að staldra við á meðan hugað var að parinu í bílnum og lögregla ræddi við vitni.Sást aka glannalega í gegnum fleiri hringtorg Lögregla var fljót á svæðið, yfirheyrði ökumann BMW-bifreiðarinnar og ræddu svo við vitni sem tjáði lögreglu að það hefði orðið vitni að ofsaakstri sama bíls í gegnum fleiri hringtorg augnablikum fyrr. Ökumaður og eigandi BMW bílsins, Valur Hoe Guðmundsson, gerir grein fyrir sér í Facebook-hópnum BMW á Íslandi. Þar viðurkennir hann að eiga við fíkniefnavanda að stríða. Það hafi alls ekki verið ætlun hans að „keyra niður líkfylgd“. Valur Hoe hefur hlotið dóma fyrir fíkniefnamisferli og akstur undir áhrifum. Þá segir hann að fólk sem hafi ekki átt BMW cabrioe36 eigi ekki að dæma sig. Hann segist vera dæmdur glæpamaður en þó góður drengur. „Ég var alls ekki óður en heimskuleg mistök á vetrardekkjum að aftan,“ segir Valur um akstur sinn. „Þessi bíll er búinn að vera bölvun frá fyrsta degi sem ég eignaðist hann.“Ekki náðist í lögregluna í Hafnarfirði við vinnslu fréttarinnar.
Lögreglumál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira