Íslandsmet féll í Kaplakrika Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 15:46 Aníta Hinriksdóttir eftir bronsið sitt á EM innanhúss í fyrra. Hún setti mótsmet í dag og var hluti af sveit ÍR sem setti Íslandsmet. Mynd/Fésbókarsíða FRÍ Aníta Hinriksdóttir setti mótsmet í 1500 metra hlaupi í bikarkeppni FRÍ sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. Aníta, sem hleypur fyrir ÍR, sigraði keppnina í 1500 metra hlaupi á 4:34,68 mínútum sem er 25 sekúndum frá Íslandsmeti hennar í greininni. Önnur var María Birkisdóttir úr FH-A og Helga Guðný Elíasdóttir varð þriðja tæpum 20 sekúndum á eftir tíma Anítu. Boðhlaupssveit ÍR endaði daginn á því að setja Íslandsmet í 4x200 metra boðhlaupi. Þær fóru vegalengdirnar fjórar á 1:38,43 mínútu og voru rétt á undan sveit FH-A sem fór á 1:38,89. Fyrir ÍR hlupu Tiana Ósk Whitworth, Helga Margrét Haraldsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir. Í sveit FH-A voru María Rún Gunnlaugsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Melkorka Rán Hafliðadóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir. Sveit Breiðabliks varð þriðja. Íslandsmethafinn í 60m hlaupi kvenna, Tiana Ósk Whitworth úr ÍR, kom fyrst í mark í greininni á 7,62 sekúndum. Hún var aðeins 0,2 sekúndum frá Íslandsmetinu sem hún setti í byrjun árs. Andrea Torfadóttir úr FH-A var önnur á 7,71 sekúndum og Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki, varð þriðja. FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann 400m hlaup kvenna á besta tíma sínum í ár, 54,26 sekúndum. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð önnur á 56,68 sekúndum og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir þriðja á 57,19, en þær settu báðar nýtt persónulegt met í hlaupinu. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR náði einnig sínum besta tíma á árinu í sömu vegalengd karlameginn þegar hann kom í mark á 48,25 sekúndum sem skilaði honum sigri. Kormákur Ari Hafliðason úr FH-A varð annar og Bjarni Anton Theódórsson þriðji. Boðsveit FH sigraði í 4x200 metra hlaupi karla. Þar hlupu Arnaldur Þór Guðmundsson, Kristófer Þorgrímsson, Dagur Andri Einarsson og Kormákur Ari Hafliðason. Þeir komu í mark á 1:29,84 mínútum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti og UMSS í því þriðja. ÍR vann stigakeppni félaganna með 103 stig. A lið FH fékk einnig 103 stig en fékk færri gullverðlaun en ÍR og varð því í öðru sæti. Breiðablik varð í þriðja sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Everton | Afar mikið í húfi hjá heimamönnum „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Fótboltamaður lést í upphitun Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt „Vilja allir spila fyrir Man United“ Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir setti mótsmet í 1500 metra hlaupi í bikarkeppni FRÍ sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag. Aníta, sem hleypur fyrir ÍR, sigraði keppnina í 1500 metra hlaupi á 4:34,68 mínútum sem er 25 sekúndum frá Íslandsmeti hennar í greininni. Önnur var María Birkisdóttir úr FH-A og Helga Guðný Elíasdóttir varð þriðja tæpum 20 sekúndum á eftir tíma Anítu. Boðhlaupssveit ÍR endaði daginn á því að setja Íslandsmet í 4x200 metra boðhlaupi. Þær fóru vegalengdirnar fjórar á 1:38,43 mínútu og voru rétt á undan sveit FH-A sem fór á 1:38,89. Fyrir ÍR hlupu Tiana Ósk Whitworth, Helga Margrét Haraldsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir. Í sveit FH-A voru María Rún Gunnlaugsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Melkorka Rán Hafliðadóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir. Sveit Breiðabliks varð þriðja. Íslandsmethafinn í 60m hlaupi kvenna, Tiana Ósk Whitworth úr ÍR, kom fyrst í mark í greininni á 7,62 sekúndum. Hún var aðeins 0,2 sekúndum frá Íslandsmetinu sem hún setti í byrjun árs. Andrea Torfadóttir úr FH-A var önnur á 7,71 sekúndum og Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðabliki, varð þriðja. FH-ingurinn Arna Stefanía Guðmundsdóttir vann 400m hlaup kvenna á besta tíma sínum í ár, 54,26 sekúndum. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir varð önnur á 56,68 sekúndum og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir þriðja á 57,19, en þær settu báðar nýtt persónulegt met í hlaupinu. Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR náði einnig sínum besta tíma á árinu í sömu vegalengd karlameginn þegar hann kom í mark á 48,25 sekúndum sem skilaði honum sigri. Kormákur Ari Hafliðason úr FH-A varð annar og Bjarni Anton Theódórsson þriðji. Boðsveit FH sigraði í 4x200 metra hlaupi karla. Þar hlupu Arnaldur Þór Guðmundsson, Kristófer Þorgrímsson, Dagur Andri Einarsson og Kormákur Ari Hafliðason. Þeir komu í mark á 1:29,84 mínútum. Sveit Breiðabliks varð í öðru sæti og UMSS í því þriðja. ÍR vann stigakeppni félaganna með 103 stig. A lið FH fékk einnig 103 stig en fékk færri gullverðlaun en ÍR og varð því í öðru sæti. Breiðablik varð í þriðja sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Everton | Afar mikið í húfi hjá heimamönnum „Ég saknaði þín“ Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka Fótboltamaður lést í upphitun Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt „Vilja allir spila fyrir Man United“ Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Sjá meira