Fjalla um fyrsta kossinn, stefnumótið og önnur óþægileg atvik Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. september 2018 19:30 Fimm ungir leikarar ætla að frumsýna nýtt leikrit í næsta mánuði sem byggir meðal annars á reynslusögum þeirra úr ástarlífinu eins og fyrsta kossinum, fyrsta sambandinu og öllu því sem við þorum ekki að tala um. Handritið samdi leikhópurinn í samvinnu við leikstjórann og er um sannar sögur að ræða. Hópurinn segir mikilvægt að geta gert grin að vandræðalegum atvikum sem flestir ættu kannast við. „Sýningin fjallar um alls konar fyrstu skipti. Alls konar vandræðaleg og óþægileg mannleg fyrstu skipti. Fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrsta skipti að reyna að losa brjóstarhaldara svo dæmi séu nefnd,“ segir leikhópurinn. „Ég held að þetta sé verk sem að þorir að fjalla um hlutina með húmorinn að leiðarljósi, þannig að þetta er ekki kynfræðsluverk sem er skrifað af fullorðnum sem veifa smokknum framan í ungmennin. Það er ekki allt kennt í kynfræðslu, þetta er svolítið eins og að íslenskukennarinn myndi bara kenna þágufall og svo gætu þau bara farði á netið og lært hin föllin. Við erum hér svo að þau þurfi ekki að fara á netið til að læra hin föllin. Þau geta bara komið í leikhúsið. Þá er tilvalið fyrir skólahópa að sækja sér fróðleik á sýningunni,“ segir Björk Jakobsdóttir.Leikhópurinn er ansi náinnSkjáskot úr fréttNú eru mögulega mörg skiptin persónuleg. Hvernig er að vinna í svona litlum hópi og deila öllum þessum sögum? „Það er bara geggjað. Það tók smá tíma en núna erum við svo náin. Það er mjög frelsandi og það eru engar bremsur lengur á æfingum,“ segir leikhópurinn. Fyrsti kossinn er meðal annars tekinn fyrir á sýningunni og deildu þau reynslusögum af þeirra fyrsta kossi. „Minn koss var þannig að ég tók það bara á mig og taldi upphátt frá fimm og niður í einn og kyssti hann. Þetta var óþægilegt. Maður panikkar, segir Berglind. Leikararnir eru þeir Óli Gunnar Gunnarsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Inga Steinunn Henningsdóttir og Arnór Björnsson. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 14. október og er miðasala hafin á Tix.is Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Fimm ungir leikarar ætla að frumsýna nýtt leikrit í næsta mánuði sem byggir meðal annars á reynslusögum þeirra úr ástarlífinu eins og fyrsta kossinum, fyrsta sambandinu og öllu því sem við þorum ekki að tala um. Handritið samdi leikhópurinn í samvinnu við leikstjórann og er um sannar sögur að ræða. Hópurinn segir mikilvægt að geta gert grin að vandræðalegum atvikum sem flestir ættu kannast við. „Sýningin fjallar um alls konar fyrstu skipti. Alls konar vandræðaleg og óþægileg mannleg fyrstu skipti. Fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrsta skipti að reyna að losa brjóstarhaldara svo dæmi séu nefnd,“ segir leikhópurinn. „Ég held að þetta sé verk sem að þorir að fjalla um hlutina með húmorinn að leiðarljósi, þannig að þetta er ekki kynfræðsluverk sem er skrifað af fullorðnum sem veifa smokknum framan í ungmennin. Það er ekki allt kennt í kynfræðslu, þetta er svolítið eins og að íslenskukennarinn myndi bara kenna þágufall og svo gætu þau bara farði á netið og lært hin föllin. Við erum hér svo að þau þurfi ekki að fara á netið til að læra hin föllin. Þau geta bara komið í leikhúsið. Þá er tilvalið fyrir skólahópa að sækja sér fróðleik á sýningunni,“ segir Björk Jakobsdóttir.Leikhópurinn er ansi náinnSkjáskot úr fréttNú eru mögulega mörg skiptin persónuleg. Hvernig er að vinna í svona litlum hópi og deila öllum þessum sögum? „Það er bara geggjað. Það tók smá tíma en núna erum við svo náin. Það er mjög frelsandi og það eru engar bremsur lengur á æfingum,“ segir leikhópurinn. Fyrsti kossinn er meðal annars tekinn fyrir á sýningunni og deildu þau reynslusögum af þeirra fyrsta kossi. „Minn koss var þannig að ég tók það bara á mig og taldi upphátt frá fimm og niður í einn og kyssti hann. Þetta var óþægilegt. Maður panikkar, segir Berglind. Leikararnir eru þeir Óli Gunnar Gunnarsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Inga Steinunn Henningsdóttir og Arnór Björnsson. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 14. október og er miðasala hafin á Tix.is
Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira