Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nótt afskipti af ofurölvi manni við Löngulínu. Hann var einungis klæddur í nærbuxur þegar hann handtekinn og samkvæmt dagbók lögreglu vissi hann ekki hvar hann var og gat ekki gefið upp nafn né kennitölu. Hann var vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans lagast.
Annar maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Kringlunni snemma í gærkvöldi. Sá hafði ráðist á öryggisvörð.
Þá var þriðji maðurinn í annarlegu ástandi handtekinn í Kópavogi á ellefta tímanum í gær. Sá mun hafa verið ofurölvi og er hann einnig grunaður um hótanir og brot á vopnalögum.
Lögreglan handtók einnig tvo menn sem grunaðir eru um að hafa framið rán í fyrirtæki við Reykjavíkurveg. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Minnst einn þeirra hafði áður verið sviptur ökuréttindum.
Handtóku mann á brókinni
Samúel Karl Ólason skrifar
