Annar sonurinn var heima þegar Janne Jemtland var skotin Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2018 10:52 Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, 47 ára, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. NORSKA LÖGREGLAN/GETTY Norðmaðurinn Svein Jemtland neitaði sök þegar aðalmeðferð hófst í máli hans í Héraðsdómi Heiðmerkur í Hamar í morgun. Hann er ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni, Janne Jemtland, í lok síðasta árs. Norskir fjölmiðlar segja að saksóknari hafi hafið mál sitt á því að segja að annar sonur þeirra hafi heyrt hávaða fyrir utan húsið, kvöldið sem Janne lét lífið. „Eldri sonurinn var einn heima þegar foreldrarnir voru í veislunni,“ sagði saksóknarinn Iris Storås. Hún segir það óumdeilt að sonurinn hafi heyrt hávaða um klukkan 2:15, um hálftíma eftir að foreldrarnir sneru heim úr veislunni. Þegar hann heyrði hávaðann hafi hann sent móður sinni smáskilaboð: „Mamma?!“.Fannst á botni árinnar Glomma Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, 47 ára, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. Þau höfðu verið í veislu í félagsheimili í Velrom, í um átta kílómetra fjarlægð frá heimili sínu umrætt kvöld og tóku leigubíl heim um skömmu fyrir klukkan tvö eftir miðnætti. Lögregla vill meina að Svein hafi skotið eiginkonu sína stuttu eftir að þau sneru heim úr veislunni. Hann á svo að hafa varpað Janne út í ána Glomma þar sem líkið fannst 13. janúar. Líkið fannst á botni árinnar, en bílarafhlöður höfðu verið bundnar við líkið.Segir Janne hafa orðið fyrir voðaskotiÍ frétt NRK segir að Svein hafi mætt í bláum jakka og gallabuxum þegar hann mætti í dómsal í morgun. Þá hafi hann látið vaxa sér sítt skegg. Svein hefur alla tíð neitað að hafa banað Janne, og segir að hún hafi orðið fyrir voðaskoti. Krufning leiddi í ljós að Janne hafi látist af völdum drukknunar, en að hún hafi áður verið skotin í höfuðið. Báðir synir þeirra Svein og Janne munu bera vitni við aðalmeðferð málsins. Svein Jemtland á yfir höfði sér lífstíðardóm, 21 árs fangelsi, verði hann fundinn sekur. „Spurningin um hvort að skotið hafi verið óhapp eða hvort að ákærði hafi skotið konu sína... Það er aðalspurningin sem rétturinn þarf að taka afstöðu til,“ sagði Storås í morgun.Starfaði sem hermaður Byssan sem var notuð var af gerðinni Makarov. Saksóknari sagði í morgun að tilkynnt hafi verið um stuld á byssunni í Tékklandi árið 2007. Byssan fannst í skóglendi í Vangsåsa í Hamar í maí. Svein Jemtland var starfandi í frönsku útlendingahersveitinni í um tvo áratugi, meðal annars á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Árið 1991 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann og Janne gengu í hjónaband árið 2006. Norðurlönd Tengdar fréttir Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24 Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58 Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína, Janne, til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. 1. október 2018 14:06 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Norðmaðurinn Svein Jemtland neitaði sök þegar aðalmeðferð hófst í máli hans í Héraðsdómi Heiðmerkur í Hamar í morgun. Hann er ákærður fyrir morð á eiginkonu sinni, Janne Jemtland, í lok síðasta árs. Norskir fjölmiðlar segja að saksóknari hafi hafið mál sitt á því að segja að annar sonur þeirra hafi heyrt hávaða fyrir utan húsið, kvöldið sem Janne lét lífið. „Eldri sonurinn var einn heima þegar foreldrarnir voru í veislunni,“ sagði saksóknarinn Iris Storås. Hún segir það óumdeilt að sonurinn hafi heyrt hávaða um klukkan 2:15, um hálftíma eftir að foreldrarnir sneru heim úr veislunni. Þegar hann heyrði hávaðann hafi hann sent móður sinni smáskilaboð: „Mamma?!“.Fannst á botni árinnar Glomma Málið vakti gríðarlega athygli í Noregi í kringum síðustu áramót, en mikil leit stóð yfir að Janne eftir að eiginmaðurinn Svein, 47 ára, hafði sjálfur tilkynnt um hvarf hennar. Þau höfðu verið í veislu í félagsheimili í Velrom, í um átta kílómetra fjarlægð frá heimili sínu umrætt kvöld og tóku leigubíl heim um skömmu fyrir klukkan tvö eftir miðnætti. Lögregla vill meina að Svein hafi skotið eiginkonu sína stuttu eftir að þau sneru heim úr veislunni. Hann á svo að hafa varpað Janne út í ána Glomma þar sem líkið fannst 13. janúar. Líkið fannst á botni árinnar, en bílarafhlöður höfðu verið bundnar við líkið.Segir Janne hafa orðið fyrir voðaskotiÍ frétt NRK segir að Svein hafi mætt í bláum jakka og gallabuxum þegar hann mætti í dómsal í morgun. Þá hafi hann látið vaxa sér sítt skegg. Svein hefur alla tíð neitað að hafa banað Janne, og segir að hún hafi orðið fyrir voðaskoti. Krufning leiddi í ljós að Janne hafi látist af völdum drukknunar, en að hún hafi áður verið skotin í höfuðið. Báðir synir þeirra Svein og Janne munu bera vitni við aðalmeðferð málsins. Svein Jemtland á yfir höfði sér lífstíðardóm, 21 árs fangelsi, verði hann fundinn sekur. „Spurningin um hvort að skotið hafi verið óhapp eða hvort að ákærði hafi skotið konu sína... Það er aðalspurningin sem rétturinn þarf að taka afstöðu til,“ sagði Storås í morgun.Starfaði sem hermaður Byssan sem var notuð var af gerðinni Makarov. Saksóknari sagði í morgun að tilkynnt hafi verið um stuld á byssunni í Tékklandi árið 2007. Byssan fannst í skóglendi í Vangsåsa í Hamar í maí. Svein Jemtland var starfandi í frönsku útlendingahersveitinni í um tvo áratugi, meðal annars á Balkanskaga á tíunda áratugnum. Árið 1991 var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann og Janne gengu í hjónaband árið 2006.
Norðurlönd Tengdar fréttir Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24 Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58 Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína, Janne, til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. 1. október 2018 14:06 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið Niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir en lögreglan hefur staðfest að um Janne Jemtland sé að ræða. Hennar hefur verið saknað frá því fyrir áramót. 16. janúar 2018 18:24
Eiginmaður Janne segir hana hafa orðið fyrir voðaskoti Lögregla í Noregi greindi frá því í morgun að annar maður hafi verið handtekinn vegna morðsins á hinni 36 ára Janne Jemtland. 2. febrúar 2018 09:58
Eiginmaðurinn ákærður fyrir morðið á Janne Jemtland Saksóknarar í Noregi hafa ákært Svein Rishovd Jemtland fyrir að hafa skotið eiginkonu sína, Janne, til bana að kvöldi 29. desember á síðasta ári. 1. október 2018 14:06