Erlent

Segir mögulegt að Rússar hafi truflað GPS-merki Finna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Finnsk herþota.
Finnsk herþota. Getty/Ullstein bild
GPS-merki í Finnlandi hafa orðið fyrir truflunum á undanförnum vikum og forsætisráðherra landsins telur að Rússar geti borið ábyrgð á því.

Flugmálastjórn Finnlands gaf út viðvörun þess efnis á þriðjudag að mikil truflun væri á GPS-kerfinu í norðurhluta landsins en kollar Finna í Noregi gaf út svipaða viðvörun í síðasta mánuði á meðan Trident Juncture, stór æfing NATO-ríkja, var haldin þar í landi.

„Það er mögulegt að hér hafi Rússar verið að verki. Það er vitað að Rússar hafa þekkingu til þess að gera þetta,“ sagði Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands í samtali við þarlenda miðla.

Finnland er ekki aðildarríki NATO en tók engu að síður þátt í NATO-æfingunni sem lauk í síðustu viku. Finnar deila landamærum með Rússum og hafa að undanförnu ræktað samskipti sín við NATO, án þess þó að sækja um aðild að hernaðarbandalaginu, enda ekki vilji til þess að koma við kaunin á nágrönnunum í austri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×