Binda mun meira fé en erlendir bankar Helgi Vífill Júlíusson skrifar 6. desember 2018 07:00 Hérlendis eru gerðar ríkari kröfur um eigið fé og lausafjárstöðu banka en annars staðar í Evrópu. Vísir Íslensku viðskiptabankarnir þrír binda mun meira af eigin fé vegna lánveitinga en aðrir bankar í Evrópu, hvort sem litið er til banka sömu stærðar á hinum Norðurlöndunum eða stórra banka í Evrópu. Það hefur í för með sér að arðsemi eigin fjár þeirra, sem mælist nú að meðaltali yfir sjö prósent, er nokkuð lakari en hjá sambærilegum bönkum í nágrannaríkjum okkar. Þetta leiðir greining Swedbank í ljós sem ber nafnið: Bankarnir sem komu úr kuldanum og birt var fyrir skemmstu. Swedbank greindi íslensku viðskiptabankana fyrir skuldabréfafjárfesta. Bent er á að hérlendis séu gerðar ríkari kröfur um eigið fé og lausafjárstöðu en annars staðar í Evrópu. Þannig er vogunarhlutfall íslensku bankanna, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, mun hærra en tíðkast í Evrópu. Hlutfallið er að meðaltali yfir 15 prósent hjá íslensku bönkunum en um sjö prósent hjá álíka stórum bönkum á hinum Norðurlöndunum. Hlutfallið er enn lægra hjá stórum Binda mun meira fé en erlendir bankar erlendum bönkum sem þurfa því að binda umtalsvert minna eigið fé til að ná fram sama eiginfjárhlutfalli. Við bætist að bankarnir þykja litlir og ná ekki sömu stærðar- og breiddarhagkvæmni og stærri bankar erlendis. Í ofanálag er vakin athygli á því í greiningunni að hér á landi sé sérstakur bankaskattur sem dregur úr arðsemi bankanna. Forsvarsmenn bankanna hafa sagt skattlagninguna, sem nemur um níu milljörðum á þessu ári, stuðla að hærri lánskjörum.Fram hefur komið í Markaðnum að alþjóðlegar rannsóknir bendi til þess að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli banka skili sér í að meðaltali 0,16 prósenta hærri lánskjörum til fólks og fyrirtækja. Samkvæmt rannsóknum sem Seðlabanki Svíþjóðar hafi yfirfarið gæti þessi munur kostað á bilinu 1,6 til 2,4 prósentur í viðvarandi hærri fjármagnskjörum til viðskiptavina íslensku bankanna. Vogunarhlutfall banka var bundið í lög í kjölfar fjármálakreppunnar fyrir áratug og er ætlað að koma í veg fyrir óhóflega skuldsetningu í bankakerfinu. Á fyrstu árunum eftir fall fjármálakerfisins hækkaði vogunarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert – úr tíu prósentum í allt að 20 prósent – og sömu sögu er að segja um eiginfjárhlutfallið sem hækkaði úr tólf prósentum í allt að 30 prósent. Þótt vogunar- og eiginfjárhlutföll bankanna hafi lækkað lítillega á allra síðustu árum, samhliða auknum arðgreiðslum, þá eru þau enn umtalsvert hærri en annarra evrópskra banka. Á það er bent í skýrslu Swedbank að á sama tíma hafi gæði eigna íslensku bankanna stórbatnað, meðal annars með fækkandi vandræðalánum og minni óvissu í fjármálakerfi landsins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Markaðinn fyrir ári að bankakerfið þyrfti að búa við eiginfjárhlutföll sem gætu staðið af sér stór högg. „Við eigum í þeim efnum ekki alltaf að vera að bera okkur saman við evrópska bankakerfið sem hefur verið undirfjármagnað um langt skeið,“ sagði hann. Bankarnir þrír greiða hærri vexti af lánum en sambærilegir bankar á hinum Norðurlöndunum og segja greinendur Swedbank að það séu eftirhreytur af hruninu 2008. Að mati Swedbank eru skuldabréfin áhugaverður kostur fyrir hugrakka fjárfesta því rekstur bankanna sveiflist mun meira en annarra Norrænna banka. Skýrsluhöfundar vekja athygli á að Landsbankinn hafi lánað í meiri mæli til lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þykja þær lánveitingar áhættusamari en lán til þeirra sem stærri eru. Í greiningunni kemur fram að Arion banki og Íslandsbanki þurfi að auka hagkvæmni í rekstri en þess er ekki getið um Landsbankann. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hertar eiginfjárkröfur skila sér í hærri lánakjörum til heimila og fyrirtækja Gæði eigna íslensku viðskiptabankanna hafa aldrei verið meiri og er eiginfjárhlutfall þeirra með því hæsta á meðal evrópskra banka. Hertar eiginfjárkröfur í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar skila sér í hærra vaxtaálagi. 14. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Íslensku viðskiptabankarnir þrír binda mun meira af eigin fé vegna lánveitinga en aðrir bankar í Evrópu, hvort sem litið er til banka sömu stærðar á hinum Norðurlöndunum eða stórra banka í Evrópu. Það hefur í för með sér að arðsemi eigin fjár þeirra, sem mælist nú að meðaltali yfir sjö prósent, er nokkuð lakari en hjá sambærilegum bönkum í nágrannaríkjum okkar. Þetta leiðir greining Swedbank í ljós sem ber nafnið: Bankarnir sem komu úr kuldanum og birt var fyrir skemmstu. Swedbank greindi íslensku viðskiptabankana fyrir skuldabréfafjárfesta. Bent er á að hérlendis séu gerðar ríkari kröfur um eigið fé og lausafjárstöðu en annars staðar í Evrópu. Þannig er vogunarhlutfall íslensku bankanna, sem reiknast sem eigið fé sem hlutfall af heildareignum, mun hærra en tíðkast í Evrópu. Hlutfallið er að meðaltali yfir 15 prósent hjá íslensku bönkunum en um sjö prósent hjá álíka stórum bönkum á hinum Norðurlöndunum. Hlutfallið er enn lægra hjá stórum Binda mun meira fé en erlendir bankar erlendum bönkum sem þurfa því að binda umtalsvert minna eigið fé til að ná fram sama eiginfjárhlutfalli. Við bætist að bankarnir þykja litlir og ná ekki sömu stærðar- og breiddarhagkvæmni og stærri bankar erlendis. Í ofanálag er vakin athygli á því í greiningunni að hér á landi sé sérstakur bankaskattur sem dregur úr arðsemi bankanna. Forsvarsmenn bankanna hafa sagt skattlagninguna, sem nemur um níu milljörðum á þessu ári, stuðla að hærri lánskjörum.Fram hefur komið í Markaðnum að alþjóðlegar rannsóknir bendi til þess að eins prósentustigs hækkun á vogunarhlutfalli banka skili sér í að meðaltali 0,16 prósenta hærri lánskjörum til fólks og fyrirtækja. Samkvæmt rannsóknum sem Seðlabanki Svíþjóðar hafi yfirfarið gæti þessi munur kostað á bilinu 1,6 til 2,4 prósentur í viðvarandi hærri fjármagnskjörum til viðskiptavina íslensku bankanna. Vogunarhlutfall banka var bundið í lög í kjölfar fjármálakreppunnar fyrir áratug og er ætlað að koma í veg fyrir óhóflega skuldsetningu í bankakerfinu. Á fyrstu árunum eftir fall fjármálakerfisins hækkaði vogunarhlutfall íslensku bankanna umtalsvert – úr tíu prósentum í allt að 20 prósent – og sömu sögu er að segja um eiginfjárhlutfallið sem hækkaði úr tólf prósentum í allt að 30 prósent. Þótt vogunar- og eiginfjárhlutföll bankanna hafi lækkað lítillega á allra síðustu árum, samhliða auknum arðgreiðslum, þá eru þau enn umtalsvert hærri en annarra evrópskra banka. Á það er bent í skýrslu Swedbank að á sama tíma hafi gæði eigna íslensku bankanna stórbatnað, meðal annars með fækkandi vandræðalánum og minni óvissu í fjármálakerfi landsins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Markaðinn fyrir ári að bankakerfið þyrfti að búa við eiginfjárhlutföll sem gætu staðið af sér stór högg. „Við eigum í þeim efnum ekki alltaf að vera að bera okkur saman við evrópska bankakerfið sem hefur verið undirfjármagnað um langt skeið,“ sagði hann. Bankarnir þrír greiða hærri vexti af lánum en sambærilegir bankar á hinum Norðurlöndunum og segja greinendur Swedbank að það séu eftirhreytur af hruninu 2008. Að mati Swedbank eru skuldabréfin áhugaverður kostur fyrir hugrakka fjárfesta því rekstur bankanna sveiflist mun meira en annarra Norrænna banka. Skýrsluhöfundar vekja athygli á að Landsbankinn hafi lánað í meiri mæli til lítilla og meðalstórra fyrirtækja og þykja þær lánveitingar áhættusamari en lán til þeirra sem stærri eru. Í greiningunni kemur fram að Arion banki og Íslandsbanki þurfi að auka hagkvæmni í rekstri en þess er ekki getið um Landsbankann.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hertar eiginfjárkröfur skila sér í hærri lánakjörum til heimila og fyrirtækja Gæði eigna íslensku viðskiptabankanna hafa aldrei verið meiri og er eiginfjárhlutfall þeirra með því hæsta á meðal evrópskra banka. Hertar eiginfjárkröfur í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar skila sér í hærra vaxtaálagi. 14. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Hertar eiginfjárkröfur skila sér í hærri lánakjörum til heimila og fyrirtækja Gæði eigna íslensku viðskiptabankanna hafa aldrei verið meiri og er eiginfjárhlutfall þeirra með því hæsta á meðal evrópskra banka. Hertar eiginfjárkröfur í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar skila sér í hærra vaxtaálagi. 14. febrúar 2018 08:00