Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2018 19:27 Vatnssýnin eru send á rannsóknarstofu til greiningar en niðurstöðurnar eru síðan skoðaðar af eftirlitsmönnum. Vísir/Getty Mælst hefur fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Þar segir að tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók 12. janúar stóðust ekki viðmið í reglugerð. Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta á við um öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes. Líkleg ástæða fyrir fráviki í gerlamagni er mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Ef gerlamagn í borholu mælist yfir mörkum er vatnstöku úr henni hætt. En nú er sú staða komin upp að búið er að taka það margar holur úr rekstri Veitna að ekki er hægt að anna vatnsþörf viðskiptavina ef þær verða fleiri . Því þurfa Veitur nú að nýta eina holu þar sem fjöldi jarðvegsgerla hefur mælst yfir mörkum. Í þeirri holu hafa ekki fundist E. coli gerlar. Veitur munum áfram taka regluleg sýni úr borholunum og haga vatnstöku eftir niðurstöðum þeirra.Uppfært: Eftirfarandi leiðrétting var að berast frá Veitum nú klukkan 22:37: Í fréttatilkynningu Veitna frá því fyrr í kvöld urðu þau mistök að listi yfir hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mældist aukinn fjöldi jarðvegsgerla var ekki kórréttur. Hér er réttur listi: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Þó er áfram, af varúðarástæðum, mælt með að íbúar ofantalinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir. Umhverfismál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Mælst hefur fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Þar segir að tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók 12. janúar stóðust ekki viðmið í reglugerð. Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta á við um öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes. Líkleg ástæða fyrir fráviki í gerlamagni er mikil hlákutíð undanfarið í kjölfar langs frostakafla. Við slíkar aðstæður getur yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla. Ef gerlamagn í borholu mælist yfir mörkum er vatnstöku úr henni hætt. En nú er sú staða komin upp að búið er að taka það margar holur úr rekstri Veitna að ekki er hægt að anna vatnsþörf viðskiptavina ef þær verða fleiri . Því þurfa Veitur nú að nýta eina holu þar sem fjöldi jarðvegsgerla hefur mælst yfir mörkum. Í þeirri holu hafa ekki fundist E. coli gerlar. Veitur munum áfram taka regluleg sýni úr borholunum og haga vatnstöku eftir niðurstöðum þeirra.Uppfært: Eftirfarandi leiðrétting var að berast frá Veitum nú klukkan 22:37: Í fréttatilkynningu Veitna frá því fyrr í kvöld urðu þau mistök að listi yfir hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mældist aukinn fjöldi jarðvegsgerla var ekki kórréttur. Hér er réttur listi: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Þó er áfram, af varúðarástæðum, mælt með að íbúar ofantalinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir.
Umhverfismál Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira