Ryan Giggs tilkynntur sem nýr þjálfari velska landsliðsins í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2018 08:00 Ryan Giggs. Vísir/Getty Ryan Giggs verður næsti þjálfari velska landsliðsins í fótbolta en enskir fjölmiðlar segja að hann verði tilkynntur á blaðamannafundi sem velska knattspyrnusambandið hefur boðað til seinna í dag. Ryan Giggs mun taka við starfinu af Chris Coleman sem hætti með liðið í nóvember og tók þess í stað við liði Sunderland. Giggs mun skrifa undir fjögurra ára samning samkvæmt heimildum BBC. Wales sló í gegn á EM í Frakklandi eins og íslenska landsliðið en náði ekki að fylgja því eftir í undankeppni HM og verður því ekki meðal liðanna 32 sem keppa í úrslitakepopni HM í Rússlandi í sumar. Ryan Giggs hefur verið lengi í umræðunni um næst stjóra velska landsliðsins og þessar fréttir koma því ekki mikið á óvart. Velska sambandið ræddi einnig við þá Craig Bellamy, Osian Roberts og Mark Bowen en ákvað síðan að ráða sigursælasta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Ryan Giggs lék 64 landsleiki fyrir Wales frá 1991 til 2007 og var fyrirliði liðsins um tíma. Hann fékk hinsvegar á sig gagnrýni fyrir að draga sig oft út úr hópnum og missa af mörgum vináttulandsleikjum. Ryan Giggs tók tímabundið við liði Manchester United í fjórum síðustu leikjum liðsins 2013-14 tímabilið eftir að David Moyes var rekinn. Hann var síðan aðstoðarmaður Louis van Gaal í tvö ár en yfirgaf Old Trafford eftir að Jose Mourinho settist í stjórastólinn. Ryan Giggs lék allan sinn feril með Manchester United frá 1990 til 2014 og er leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hann varð þrettán sinnum ensku meistari með United sem er met. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Ryan Giggs verður næsti þjálfari velska landsliðsins í fótbolta en enskir fjölmiðlar segja að hann verði tilkynntur á blaðamannafundi sem velska knattspyrnusambandið hefur boðað til seinna í dag. Ryan Giggs mun taka við starfinu af Chris Coleman sem hætti með liðið í nóvember og tók þess í stað við liði Sunderland. Giggs mun skrifa undir fjögurra ára samning samkvæmt heimildum BBC. Wales sló í gegn á EM í Frakklandi eins og íslenska landsliðið en náði ekki að fylgja því eftir í undankeppni HM og verður því ekki meðal liðanna 32 sem keppa í úrslitakepopni HM í Rússlandi í sumar. Ryan Giggs hefur verið lengi í umræðunni um næst stjóra velska landsliðsins og þessar fréttir koma því ekki mikið á óvart. Velska sambandið ræddi einnig við þá Craig Bellamy, Osian Roberts og Mark Bowen en ákvað síðan að ráða sigursælasta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Ryan Giggs lék 64 landsleiki fyrir Wales frá 1991 til 2007 og var fyrirliði liðsins um tíma. Hann fékk hinsvegar á sig gagnrýni fyrir að draga sig oft út úr hópnum og missa af mörgum vináttulandsleikjum. Ryan Giggs tók tímabundið við liði Manchester United í fjórum síðustu leikjum liðsins 2013-14 tímabilið eftir að David Moyes var rekinn. Hann var síðan aðstoðarmaður Louis van Gaal í tvö ár en yfirgaf Old Trafford eftir að Jose Mourinho settist í stjórastólinn. Ryan Giggs lék allan sinn feril með Manchester United frá 1990 til 2014 og er leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hann varð þrettán sinnum ensku meistari með United sem er met.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira