Um ellefu hundruð búa ólöglega í Hafnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. desember 2018 07:00 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að fjöldinn sem búi í ólöglegu húsnæði í Hafnarfirði geti verið um ellefu hundruð manns. Alls segir slökkviliðsstjórinn að á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu öllu. Slökkviliðsstjórinn vitnar í bréfi sínu til úttektar sem stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað í ársbyrjun 2017 að ráðast í. Kortleggja átti óleyfisíbúðir í samvinnu við sveitarfélögin. Síðast hafi slíkt verið gert ítarlega árið 2008. „Í þessu samhengi er vert að árétta að kortlagning eins og þessi getur aldrei verið jafn áreiðanleg og eldvarnarskoðun á öllum þeim stöðum sem tilgreindir eru.“ Að sögn slökkviliðsstjórans var að þessu sinni farið yfir skráningu lögheimila og skráð heimilisföng á Já.is. „Meginvinnan fólst síðan í að ganga götur á atvinnusvæðum og kanna vísbendingar um búsetu, til dæmis ljós í gluggum að kvöldlagi og óreiðu á sorpi,“ lýsir Jón Viðar. Af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er aukningin langmest í Hafnarfirði frá 2008. Talið er að nú sé búið ólöglega á nærri þrefalt fleiri stöðum þar en fyrir tíu árum. Hraunahverfi og Helluhverfi eru í aðalhlutverki. Margir búa á Hvaleyrarbraut þar sem stórbruni varð í iðnaðarhúsnæði í nóvember. Bæjarráð Hafnarfjarðar ræddi málið á fundi sínum í gær. Þar var samþykkt að fela Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra að taka málið upp innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Rósa hefur að sögn slökkviliðsstjórans haft fyrrgreindar upplýsingar frá því í september. Lítið virðist eiga að gera áþreifanlegt að sinni í Hafnarfirði. „Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni sameiginlega að samantekt á ólöglegri búsetu innan sveitarfélaganna. Mikilvægt er að greina þau gögn að lokinni samantekt og vinna heildstæðar tillögur að úrbótum. Mikilvægt er að brunavarnir og útgönguleiðir séu fullnægjandi til að tryggja öryggi íbúanna fyrir fram. Það er forgangsverkefni,“ segir bæjarráðið. Fulltrúar minnihlutans á fundi skipulagsráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag vildu að bærinn hraðaði vinnu við samantekt á ólöglegri búsetu. „Með vísan til stórra bruna atvinnuhúsnæðis í bænum fyrir skömmu og umfjöllunar Kveiks um aðbúnað erlends verkafólks er ljóst að það er ekki forsvaranlegt að fólk búi við slíkar aðstæður,“ bókuðu fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Miðflokks: „Mannslíf kunna að vera í húfi. Við leggjum því ríka áherslu á að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar hið fyrsta í samvinnu við aðra aðila er að málinu koma. Annað er ábyrgðarleysi sem Hafnarfjarðarbær á ekki að láta viðgangast.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að fjöldinn sem búi í ólöglegu húsnæði í Hafnarfirði geti verið um ellefu hundruð manns. Alls segir slökkviliðsstjórinn að á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu öllu. Slökkviliðsstjórinn vitnar í bréfi sínu til úttektar sem stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað í ársbyrjun 2017 að ráðast í. Kortleggja átti óleyfisíbúðir í samvinnu við sveitarfélögin. Síðast hafi slíkt verið gert ítarlega árið 2008. „Í þessu samhengi er vert að árétta að kortlagning eins og þessi getur aldrei verið jafn áreiðanleg og eldvarnarskoðun á öllum þeim stöðum sem tilgreindir eru.“ Að sögn slökkviliðsstjórans var að þessu sinni farið yfir skráningu lögheimila og skráð heimilisföng á Já.is. „Meginvinnan fólst síðan í að ganga götur á atvinnusvæðum og kanna vísbendingar um búsetu, til dæmis ljós í gluggum að kvöldlagi og óreiðu á sorpi,“ lýsir Jón Viðar. Af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er aukningin langmest í Hafnarfirði frá 2008. Talið er að nú sé búið ólöglega á nærri þrefalt fleiri stöðum þar en fyrir tíu árum. Hraunahverfi og Helluhverfi eru í aðalhlutverki. Margir búa á Hvaleyrarbraut þar sem stórbruni varð í iðnaðarhúsnæði í nóvember. Bæjarráð Hafnarfjarðar ræddi málið á fundi sínum í gær. Þar var samþykkt að fela Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra að taka málið upp innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Rósa hefur að sögn slökkviliðsstjórans haft fyrrgreindar upplýsingar frá því í september. Lítið virðist eiga að gera áþreifanlegt að sinni í Hafnarfirði. „Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni sameiginlega að samantekt á ólöglegri búsetu innan sveitarfélaganna. Mikilvægt er að greina þau gögn að lokinni samantekt og vinna heildstæðar tillögur að úrbótum. Mikilvægt er að brunavarnir og útgönguleiðir séu fullnægjandi til að tryggja öryggi íbúanna fyrir fram. Það er forgangsverkefni,“ segir bæjarráðið. Fulltrúar minnihlutans á fundi skipulagsráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag vildu að bærinn hraðaði vinnu við samantekt á ólöglegri búsetu. „Með vísan til stórra bruna atvinnuhúsnæðis í bænum fyrir skömmu og umfjöllunar Kveiks um aðbúnað erlends verkafólks er ljóst að það er ekki forsvaranlegt að fólk búi við slíkar aðstæður,“ bókuðu fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Miðflokks: „Mannslíf kunna að vera í húfi. Við leggjum því ríka áherslu á að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar hið fyrsta í samvinnu við aðra aðila er að málinu koma. Annað er ábyrgðarleysi sem Hafnarfjarðarbær á ekki að láta viðgangast.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira