Myndir ársins á Vísi Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. desember 2018 09:00 Myndir segja meira en þúsund orð. Vísir Þegar fréttamenn eiga erfitt með að koma stórtíðindum í orð er gott að eiga góðan ljósmyndara. Myndir segja nefnilega meira en þúsund orð og er glæsileg fréttamynd ómissandi hluti af góðum fréttaflutningi. Vísir hefur því tekið saman margar af bestu fréttamyndunum sem ljósmyndarar okkur fönguðu á liðnu ári. Þær eru fjölbreyttar, fallegar en umfram allt - fréttnæmar. Árið 2018 í gegnum myndavélalinsuna - Gjöriði svo vel. Framtíð landsins fylgist með ríkisstjórninni kynna aðgerðaráætlun í loftslagsmálum í Austurbæjarskóla. Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lét ekki fjölmiðlafárið í kringum Klaustursmálið á sig fá og mætti ákveðin til vinnu í lok nóvember.Vísir/Vilhelm Forsetahjónin glottu í laumpi í kampinn þegar Margrét Þórhildur Danadrottning fagnaði með þeim 100 ára fullveldisafmæli Íslendinga þann 1. desember í Hörpu.Vísir/Vilhelm Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði um miðjan nóvember. Slökkviliðsmenn sjást hér bera saman bækur sínar til að fá úr því skorið hvernig best væri að ráðast til atlöguVísir/Vilhelm Annar stórbruni varð í húsnæði Geymslna í byrjun aprílmánaðar. Tjónið var mikið og eldhafið gríðarlegt, slökkviliðsmennirnir voru sem krækiber í helvíti.Vísir/Vilhelm Heimspekingurinn og handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson kætti íbúa Hrafnistu - og landsmenn alla - með leikrænum tilburðum sínum. Uppákoman var hluti af Iceland Airways hátíðinni í haust en ekki fylgir sögunni hvort Ólafur hafi náð að landa öðru giggi á hátíð næsta árs.Vísir/Vilhelm Sunna Elvira Þorkelsdóttir féll fram af svölum í upphafi árs, með þeim afleiðingum að hún lamaðist. Hún útskrifaðist af legudeildinni á Grensás í sumar og sagðist ekki hafa geta gert sér í hugarlund að hún gæti komist á svo góðan stað.Vísir/Egill Ljósmæður tóku upp á ýmsu til að vekja athygli á kjarabaráttu sinni í ár. Ekki skal þó fullyrt í þeim efnum hvort bleiki dúkurinn, sem ljósmæður strengdu við innganginn að húsakynnum Ríkissáttasemjara, hafi skipt sköpum.Vísir/Rakel Svellkaldir vísindamenn flugu yfir Skaftárjökul í ágúst eftir að örla fór á hlaupi í Skaftá. Þegar yfir jökulinn var komið mátti sjá að íshellan hafði lækkað um tugi metra. Vísir/Sigurjón Heiðveig María Einarsdóttir sigldi ekki í lygnan sjó í formannsbaráttu sinni í Sjómannafélaginu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, virðist hér segja þingheimi að efinn sé fólginn í því að vera eða ekki vera.Vísir/Vilhelm Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, var ekki gerð refsing í síðasta hrunmálinu sem rekið var fyrir dómstólum - rúmum áratug eftir fall íslensku bankanna. Vísir/Vilhelm Það kenndi ýmissa grasa í braggamálinu svokallaða, sem setti svip á fréttaárið. Áhugaverðustu grösin voru þó án efa þau dönsku, enda sérinnflutt og vældig smuk.Vísir/Vilhelm Jón Magnússon, Hilmar Leifsson og Kristín Anna Tryggvadóttir kættust þegar Hæstaréttur kvað upp sýknudóm sinn í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. Vísir/Daníel Þór Karítas Mörtudóttir Bjarkadóttir flutti þrjú ljóð af innlifun á Kvennafrídaginn. Þúsundir kvenna hlýddu á.Vísir/Vilhelm Flugfélagið WOW air lækkaði flugið í ár eftir hraðan vöxt á undanförnum árum. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, var þó í þann mund að lyfta sér upp þegar ljósmyndara bar að garð í höfuðstöðvum flugfélagsins.Vísir/Vilhelm Þegar sagnfræðingar framtíðarinnar munu skrifa um hið svokallaða Klaustursmál, sem tröllreið öllu í lok nóvember, munu þeir ekki rekast á neina munka eða nunnur. Aðeins bar í miðborg Reykjavíkur, sex þingmenn og gamlan síma.Vísir/Vilhelm Talandi um Klaustursmálið: Miðflokksfólkið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir mætti mótvindi, í fleiri en einum skilningi, við komuna á Bessastaði þar sem fullveldisafmælinu var fagnað. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra hafði sig alla við þegar hún blés á kertið sem skreytti afmælisköku ríkisstjórnar. Hún fagnaði því í lok nóvember að hafa ekki sprungið í heilt ár.Vísir/Vilhelm Meira af blæstri: Hópurinn sem safnaðist saman við Stjórnarráðið þann 1. desember lét ekki smá hvassviðri á sig fá. Hvað gerir maður ekki til að berja Danadrottningu augum?Vísir/Vilhelm Þessi spaki hnúfubakur gæddi sér á sjávarfangi í Sundahöfn.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hægst hafi á hjólum efnahagslífsins í ár héldu Íslendingar áfram að flytja inn nýja bíla - eins og geymslusvæði Eimskips bar með sér.Vísir/Vilhelm Skiltakarlarnir þrifu dómsmálaráðuneytið hátt og lágt í upphafi janúar. Það var þó ekki kám eða klessur sem þeir vildu fjarlægja, heldur spillinguna sem þeir segja að grasseri í ráðuneytinu.Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, sem nú er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, heldur hér á ljósmynd af fyrrverandi yfirmanni sínum. Hann leggur það þó alla jafna ekki í vana sinn heldur var ætlunin að koma myndinni fyrir í nýjum höfuðstöðvum Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Mikið var karpað um húsnæðisuppbyggingu í borginni á liðnu ári. Þessir byggingakranar létu það rifrildi þó ekki á sig fá.Vísir/Vilhelm Veðrið var með mestu ólíkindum á höfuðborgarsvæðinu í ár. Sumarveður í desember, haustveður í sumar, vorveður í haust og svo framvegis og svo framvegis. Árið hófst þó á miklu vatnsveðri sem gerði ökumönnum í Kópavogi blautan óleik.Vísir/Vilhelm Betur fór en á horfðist þegar flutningaskipið Fjordvik strandaði í Helguvík í byrjun nóvember. Vísir/Jóhann K. Það voru ekki bara flutningaskip sem strönduðu við Íslandsstrendur í ár. Það gerðu jafnframt tvær andanefjur sem syntu á landi í Engey í ágúst. Björgunarfólki tókst aðeins að bjarga annarri þeirra.Vísir/Friðrik Þór Hlemmur hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og hýsir nú mathöll. Glæsilegur, jafnt úr lofti og úr glugga strætisvagns.Vísir/Vilhelm Einhvern veginn tókst nýjum borgarstjórnarmeirihluta, sem tók við stjórnartaumunum í Reykjavík í vor, að troða sér allur í eina lyftu. Þétting byggðar upp á tíu. Vísir/Vilhelm Ískalt handaband þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Miðflokksmanns, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, vakti athygli - rétt eins og öll önnur augnablik sem tengdust Klaustursmálinu.Vísir/Vilhelm Mál Thomasar Møller Olsen var tekið fyrir í Landsrétti í haust, einu og hálfu ári eftir að Thomas myrti Birnu Brjánsdóttur. Ljósmyndarar náðu við það tækifæri fyrstu myndunum þar sem sést framan í Thomas, en fram að því hafði hann ætíð hulið andlit sitt.Vísir/Vilhelm Freyja Haralsdóttir og Bára Halldórsdóttir léku báðar hlutverk í einu stærsta fréttamáli ársins. Klaustursþingmennirnir sex úthúðuðu Freyju - sem Bára fangaði á afdrífaríkri hljóðupptöku. Hér má sjá þær báðar í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að þingmennirnir höfðu sótt þá síðarnefndu til saka.Vísir/Vilhelm Grindhvalavaða álpaðist fyrir slysni inn í Kolgrafafjörð. Þar varð hún innlyksa og þurfti samhæfðar aðgerðir til að vísa henni aftur til síns heima. Úr varð mikið sjónarspil.Vísir/Vilhelm Tvennt fórst þegar einbýlishús brann til grunna á Selfossi. Fljótt kviknaði grunur um íkveikju og voru tveir einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Vísir/Egill Fréttir ársins 2018 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Þegar fréttamenn eiga erfitt með að koma stórtíðindum í orð er gott að eiga góðan ljósmyndara. Myndir segja nefnilega meira en þúsund orð og er glæsileg fréttamynd ómissandi hluti af góðum fréttaflutningi. Vísir hefur því tekið saman margar af bestu fréttamyndunum sem ljósmyndarar okkur fönguðu á liðnu ári. Þær eru fjölbreyttar, fallegar en umfram allt - fréttnæmar. Árið 2018 í gegnum myndavélalinsuna - Gjöriði svo vel. Framtíð landsins fylgist með ríkisstjórninni kynna aðgerðaráætlun í loftslagsmálum í Austurbæjarskóla. Vísir/Vilhelm Þingmaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lét ekki fjölmiðlafárið í kringum Klaustursmálið á sig fá og mætti ákveðin til vinnu í lok nóvember.Vísir/Vilhelm Forsetahjónin glottu í laumpi í kampinn þegar Margrét Þórhildur Danadrottning fagnaði með þeim 100 ára fullveldisafmæli Íslendinga þann 1. desember í Hörpu.Vísir/Vilhelm Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði um miðjan nóvember. Slökkviliðsmenn sjást hér bera saman bækur sínar til að fá úr því skorið hvernig best væri að ráðast til atlöguVísir/Vilhelm Annar stórbruni varð í húsnæði Geymslna í byrjun aprílmánaðar. Tjónið var mikið og eldhafið gríðarlegt, slökkviliðsmennirnir voru sem krækiber í helvíti.Vísir/Vilhelm Heimspekingurinn og handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson kætti íbúa Hrafnistu - og landsmenn alla - með leikrænum tilburðum sínum. Uppákoman var hluti af Iceland Airways hátíðinni í haust en ekki fylgir sögunni hvort Ólafur hafi náð að landa öðru giggi á hátíð næsta árs.Vísir/Vilhelm Sunna Elvira Þorkelsdóttir féll fram af svölum í upphafi árs, með þeim afleiðingum að hún lamaðist. Hún útskrifaðist af legudeildinni á Grensás í sumar og sagðist ekki hafa geta gert sér í hugarlund að hún gæti komist á svo góðan stað.Vísir/Egill Ljósmæður tóku upp á ýmsu til að vekja athygli á kjarabaráttu sinni í ár. Ekki skal þó fullyrt í þeim efnum hvort bleiki dúkurinn, sem ljósmæður strengdu við innganginn að húsakynnum Ríkissáttasemjara, hafi skipt sköpum.Vísir/Rakel Svellkaldir vísindamenn flugu yfir Skaftárjökul í ágúst eftir að örla fór á hlaupi í Skaftá. Þegar yfir jökulinn var komið mátti sjá að íshellan hafði lækkað um tugi metra. Vísir/Sigurjón Heiðveig María Einarsdóttir sigldi ekki í lygnan sjó í formannsbaráttu sinni í Sjómannafélaginu. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, virðist hér segja þingheimi að efinn sé fólginn í því að vera eða ekki vera.Vísir/Vilhelm Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, var ekki gerð refsing í síðasta hrunmálinu sem rekið var fyrir dómstólum - rúmum áratug eftir fall íslensku bankanna. Vísir/Vilhelm Það kenndi ýmissa grasa í braggamálinu svokallaða, sem setti svip á fréttaárið. Áhugaverðustu grösin voru þó án efa þau dönsku, enda sérinnflutt og vældig smuk.Vísir/Vilhelm Jón Magnússon, Hilmar Leifsson og Kristín Anna Tryggvadóttir kættust þegar Hæstaréttur kvað upp sýknudóm sinn í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. Vísir/Daníel Þór Karítas Mörtudóttir Bjarkadóttir flutti þrjú ljóð af innlifun á Kvennafrídaginn. Þúsundir kvenna hlýddu á.Vísir/Vilhelm Flugfélagið WOW air lækkaði flugið í ár eftir hraðan vöxt á undanförnum árum. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, var þó í þann mund að lyfta sér upp þegar ljósmyndara bar að garð í höfuðstöðvum flugfélagsins.Vísir/Vilhelm Þegar sagnfræðingar framtíðarinnar munu skrifa um hið svokallaða Klaustursmál, sem tröllreið öllu í lok nóvember, munu þeir ekki rekast á neina munka eða nunnur. Aðeins bar í miðborg Reykjavíkur, sex þingmenn og gamlan síma.Vísir/Vilhelm Talandi um Klaustursmálið: Miðflokksfólkið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir mætti mótvindi, í fleiri en einum skilningi, við komuna á Bessastaði þar sem fullveldisafmælinu var fagnað. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra hafði sig alla við þegar hún blés á kertið sem skreytti afmælisköku ríkisstjórnar. Hún fagnaði því í lok nóvember að hafa ekki sprungið í heilt ár.Vísir/Vilhelm Meira af blæstri: Hópurinn sem safnaðist saman við Stjórnarráðið þann 1. desember lét ekki smá hvassviðri á sig fá. Hvað gerir maður ekki til að berja Danadrottningu augum?Vísir/Vilhelm Þessi spaki hnúfubakur gæddi sér á sjávarfangi í Sundahöfn.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að hægst hafi á hjólum efnahagslífsins í ár héldu Íslendingar áfram að flytja inn nýja bíla - eins og geymslusvæði Eimskips bar með sér.Vísir/Vilhelm Skiltakarlarnir þrifu dómsmálaráðuneytið hátt og lágt í upphafi janúar. Það var þó ekki kám eða klessur sem þeir vildu fjarlægja, heldur spillinguna sem þeir segja að grasseri í ráðuneytinu.Vísir/Vilhelm Jóhannes Þór Skúlason, sem nú er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, heldur hér á ljósmynd af fyrrverandi yfirmanni sínum. Hann leggur það þó alla jafna ekki í vana sinn heldur var ætlunin að koma myndinni fyrir í nýjum höfuðstöðvum Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Mikið var karpað um húsnæðisuppbyggingu í borginni á liðnu ári. Þessir byggingakranar létu það rifrildi þó ekki á sig fá.Vísir/Vilhelm Veðrið var með mestu ólíkindum á höfuðborgarsvæðinu í ár. Sumarveður í desember, haustveður í sumar, vorveður í haust og svo framvegis og svo framvegis. Árið hófst þó á miklu vatnsveðri sem gerði ökumönnum í Kópavogi blautan óleik.Vísir/Vilhelm Betur fór en á horfðist þegar flutningaskipið Fjordvik strandaði í Helguvík í byrjun nóvember. Vísir/Jóhann K. Það voru ekki bara flutningaskip sem strönduðu við Íslandsstrendur í ár. Það gerðu jafnframt tvær andanefjur sem syntu á landi í Engey í ágúst. Björgunarfólki tókst aðeins að bjarga annarri þeirra.Vísir/Friðrik Þór Hlemmur hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og hýsir nú mathöll. Glæsilegur, jafnt úr lofti og úr glugga strætisvagns.Vísir/Vilhelm Einhvern veginn tókst nýjum borgarstjórnarmeirihluta, sem tók við stjórnartaumunum í Reykjavík í vor, að troða sér allur í eina lyftu. Þétting byggðar upp á tíu. Vísir/Vilhelm Ískalt handaband þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Miðflokksmanns, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, vakti athygli - rétt eins og öll önnur augnablik sem tengdust Klaustursmálinu.Vísir/Vilhelm Mál Thomasar Møller Olsen var tekið fyrir í Landsrétti í haust, einu og hálfu ári eftir að Thomas myrti Birnu Brjánsdóttur. Ljósmyndarar náðu við það tækifæri fyrstu myndunum þar sem sést framan í Thomas, en fram að því hafði hann ætíð hulið andlit sitt.Vísir/Vilhelm Freyja Haralsdóttir og Bára Halldórsdóttir léku báðar hlutverk í einu stærsta fréttamáli ársins. Klaustursþingmennirnir sex úthúðuðu Freyju - sem Bára fangaði á afdrífaríkri hljóðupptöku. Hér má sjá þær báðar í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að þingmennirnir höfðu sótt þá síðarnefndu til saka.Vísir/Vilhelm Grindhvalavaða álpaðist fyrir slysni inn í Kolgrafafjörð. Þar varð hún innlyksa og þurfti samhæfðar aðgerðir til að vísa henni aftur til síns heima. Úr varð mikið sjónarspil.Vísir/Vilhelm Tvennt fórst þegar einbýlishús brann til grunna á Selfossi. Fljótt kviknaði grunur um íkveikju og voru tveir einstaklingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Vísir/Egill
Fréttir ársins 2018 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira