Hljómsveitin Hatari lýkur störfum um áramótin Stefán Þór Hjartarson skrifar 21. desember 2018 08:00 Matthías Tryggvi, söngvari Hatara, á tónleikum. Fréttablaðið/Laufey Hljómsveitin Hatari, sem hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með iðnaðar-teknó með pólitískum oddi og afar líflega sviðsframkomu, hefur tilkynnt að hún muni „láta af störfum“ eins og það er orðað í tilkynningu frá sveitinni. Í tilkynningunni kemur fram að síðasta verk Hatara sé að halda tónleika á Húrra 28. desember næstkomandi. Einnig fylgir tilkynningunni nýtt lag, Spillingardans. „Verðlaunahljómsveitin Hatari lýkur störfum frá og með áramótum. Stjórn Svikamyllu ehf. ályktaði um starfslok sveitarinnar á aðalfundi félagsins fyrr í þessum mánuði. Ljóst er að neytendur sem ekki tryggja sér miða á síðustu tónleika sveitarinnar, Endalok á Húrra þann 28. desember næstkomandi, munu aldrei aftur líta hana augum, enda dómsdagur í nánd. Þá verður nýútkomið myndband sveitarinnar við lagið Spillingardans, hennar síðasta tilraun til að knésetja gangverk fjármagnsins. Rekstur hljómsveitarinnar reyndist ekki standa undir væntingum stjórnarmeðlima og verður listamönnum Hatara formlega afhent uppsagnarbréf þann 24. desember næstkomandi.“ Meðlimir Hatara voru þekktir fyrir BDSM-legan klæðnað sem þeir komu ávallt fram í og gríðarlega leikræna tjáningu í tónlistarflutningi sínum. Þetta vakti mikla lukku og útnefndi Reykjavík Grapevine sveitina til dæmis bestu tónleikasveit ársins tvö ár í röð og erlendir miðlar eins og Line of Best Fit héldu vart vatni yfir frammistöðu Hatara á Airwaves-hátíðinni, þannig að það má alveg segja að þessi tíðindi komi á óvart. Ástæður þess að sveitin leggur nú upp laupana er samkvæmt tilkynningunni: „Aðstæður á markaði [eru] slíkar að rekstur Hatara uppfyllir ekki arðsemiskröfur stjórnarinnar að svo stöddu. Þá er ljóst að markmið sveitarinnar um að afhjúpa linnulausa svikamyllu hversdagsleikans náðist ekki á tilsettum tíma.“ „Þegar ég frétti að Hatari væri að hætta svelgdist mér á, ég held ég hafi borðað fjóra hamborgara sama kvöld til að reyna að fylla í tómið sem mér fannst fréttirnar skilja eftir sig. Íslenskt tónlistarlíf verður aldrei samt,“ segir Gauti Þeyr, einnig þekktur sem Emmsjé Gauti, um þá ákvörðun Hatara að taka brátt pokann sinn. „Íslensk dægurmenning var ekki tilbúin fyrir Hatara og ekki að ástæðulausu. Fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og menningarrýnir. „Með fæðingu og dauða Hatara var sleginn tónn sem mun óma undir dulvitund íslensks tónlistarlífs um ókomna tíð. Megi þessi dagur rata á spjöld sögunnar sem sá allra versti hingað til,“ segir Andrea Sigríður Jónsdóttir útvarpskona í tilefni fréttanna. Undir tilkynninguna skrifar stjórn Svikamyllu ehf. og tekið er fram að nánari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hljómsveitin Hatari, sem hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með iðnaðar-teknó með pólitískum oddi og afar líflega sviðsframkomu, hefur tilkynnt að hún muni „láta af störfum“ eins og það er orðað í tilkynningu frá sveitinni. Í tilkynningunni kemur fram að síðasta verk Hatara sé að halda tónleika á Húrra 28. desember næstkomandi. Einnig fylgir tilkynningunni nýtt lag, Spillingardans. „Verðlaunahljómsveitin Hatari lýkur störfum frá og með áramótum. Stjórn Svikamyllu ehf. ályktaði um starfslok sveitarinnar á aðalfundi félagsins fyrr í þessum mánuði. Ljóst er að neytendur sem ekki tryggja sér miða á síðustu tónleika sveitarinnar, Endalok á Húrra þann 28. desember næstkomandi, munu aldrei aftur líta hana augum, enda dómsdagur í nánd. Þá verður nýútkomið myndband sveitarinnar við lagið Spillingardans, hennar síðasta tilraun til að knésetja gangverk fjármagnsins. Rekstur hljómsveitarinnar reyndist ekki standa undir væntingum stjórnarmeðlima og verður listamönnum Hatara formlega afhent uppsagnarbréf þann 24. desember næstkomandi.“ Meðlimir Hatara voru þekktir fyrir BDSM-legan klæðnað sem þeir komu ávallt fram í og gríðarlega leikræna tjáningu í tónlistarflutningi sínum. Þetta vakti mikla lukku og útnefndi Reykjavík Grapevine sveitina til dæmis bestu tónleikasveit ársins tvö ár í röð og erlendir miðlar eins og Line of Best Fit héldu vart vatni yfir frammistöðu Hatara á Airwaves-hátíðinni, þannig að það má alveg segja að þessi tíðindi komi á óvart. Ástæður þess að sveitin leggur nú upp laupana er samkvæmt tilkynningunni: „Aðstæður á markaði [eru] slíkar að rekstur Hatara uppfyllir ekki arðsemiskröfur stjórnarinnar að svo stöddu. Þá er ljóst að markmið sveitarinnar um að afhjúpa linnulausa svikamyllu hversdagsleikans náðist ekki á tilsettum tíma.“ „Þegar ég frétti að Hatari væri að hætta svelgdist mér á, ég held ég hafi borðað fjóra hamborgara sama kvöld til að reyna að fylla í tómið sem mér fannst fréttirnar skilja eftir sig. Íslenskt tónlistarlíf verður aldrei samt,“ segir Gauti Þeyr, einnig þekktur sem Emmsjé Gauti, um þá ákvörðun Hatara að taka brátt pokann sinn. „Íslensk dægurmenning var ekki tilbúin fyrir Hatara og ekki að ástæðulausu. Fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er,“ segir Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri og menningarrýnir. „Með fæðingu og dauða Hatara var sleginn tónn sem mun óma undir dulvitund íslensks tónlistarlífs um ókomna tíð. Megi þessi dagur rata á spjöld sögunnar sem sá allra versti hingað til,“ segir Andrea Sigríður Jónsdóttir útvarpskona í tilefni fréttanna. Undir tilkynninguna skrifar stjórn Svikamyllu ehf. og tekið er fram að nánari upplýsingar verði ekki veittar að svo stöddu.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira