Fótbolti

Sænskur landsliðsmaður segir kynlífsmyndbandið ekki vera af sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin Olsson.
Martin Olsson. Vísir/Getty
Sænski landsliðsmaðurinn Martin Olsson hjá Swansea City er í slæmum málum eftir að það fréttist að hann hafi verið að senda ósæmilegar myndir og myndbönd af sér til kvenna. En eru þessar fréttir sannar?

Martin Olsson sjálfur heldur fram sakleysi sínu og veitti Aftonbladet viðtal vegna málsins.

SVT sagði fyrst frá því að sænskur knattspyrnumaður hafi sent kynlífsmyndband til konu en hann var þá ekki nafngreindur. Seinna kom í ljós að leikmaðurinn var hinn þrítugi Martin Olsson.

„Ég er mjög pirraður og vonsvikinn,“ sagði Martin Olsson við Aftonbladet en konan hefur kært hann til lögreglunnar.





Olsson heldur fram sakleysi sínu í viðtalinu í Aftonbladet. Hann segir að þarna sé einhver að senda þessar myndir í hans nafni. Konan sagðist hafa fengið myndband af manni að fróa sér í gegnum samfélagsmiðla.

„Auðvitað er ég mjög pirraður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Þessi aðili eða aðilar hafa hrellt konur síðustu ár,“ sagði Olsson.





„Þetta er líka erfitt fyrir þessar konur. Þetta er mjög slæmt fyrir mig ekki síst þar sem ég er blásaklaus,“ sagði Olsson.

„Þetta er mjög sorglegt þegar ég hugsa til þess að margt ungt fólk lítur upp til mín og til sænska landsliðsins. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd,“ sagði Olsson.

Olsson segist margoft hafa verið fórnarlamd aðila sem stela nafni hans og búa til falska reikninga á samfélagsmiðlum.

„Þetta er alltaf að gerast. Um leið og ég læt loka einum þá poppar annar upp. Ég veit ekki hvort að þetta séu sömu aðilar eða ekki. Núna hefur þetta hins vegar gengið alltof langt,“ sagði Olsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×