Keppa á heimsmeistaramóti eftir að hafa æft saman í tvo mánuði Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 14. september 2018 22:40 Hanna Rún og Sigurður Már á æfingu. Aðsend Hanna Rún Bazev Óladóttir og Sigurður Már Atlason halda út til Póllands eftir viku til þess að keppa á heimsmeistaramótinu í 10 samkvæmisdönsum. Þau eru ekki vön að dansa saman en fyrirkomulagið kemur til vegna tíðra ferðalaga Nikita, eiginmanns Hönnu Rúnar. Þau ákváðu að slá til og skrá sig til keppni á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir að hafa aðeins æft saman í tvo mánuði. „Nikita maðurinn minn er að ferðast svo rosalega mikið og þá getum við lítið æft á meðan þannig ég hafði samband við Sigga. Við erum búin að þekkjast svo lengi og það er eini strákurinn sem ég gæti hugsað mér að dansa við annan en manninn minn. Annars væri ég bara ein að æfa mig. Þannig ég bara hafði samband við Sigga og spurði hvort að hann vildi ekki æfa með mér og hann var alveg til í það,“ segir Hanna Rún.Mikil viðbrigði Sigurður Már dansar aftur á móti bæði latin og ballroom dansa en Hanna Rún hefur ekki dansað ballroom dansa í 10 ár og það eru því mikil viðbrigði fyrir hana. Latin dansar eru cha cha cha, jive, samba, rúmba og paso doble. Ballroom dansar eru vals, foxtrott, quickstep, vínarvals og tangó. „Ég dansaði 10 dansa fyrir tíu árum en hætti því 2008 en er bara búin að dansa latin dansa síðan. En af því að Siggi dansar bæði þá stakk maðurinn minn uppá því að við myndum prófa að dansa bæði. Svo fær maður oft einhverja klikkaðar hugmyndir og ég hugsaði hvenær ætli heimsmeistaramótið í tíu dönsum sé og þá var bara einn og hálfur mánuður í það. Og ég hugsaði bara af hverju ekki? Þannig að við bara skráðum okkur á mótið og erum bara búin að vera að æfa á fullu,“ segir Hanna Rún. Hanna segir það mikil viðbrigði fyrir sig að fara úr því að dansa bara latin dansa yfir í að dansa bæði og hún hafi fengið mikla hjálp frá fagaðilum, sjúkraþjálfurum og læknum til þess að vera í standi. Hanna Rún segir að hún og Siggi séu vel stemmd og ætli að hafa gaman af þessu ævintýri. „Ég er náttúrulega með keppnisskap og við erum búin að æfa alveg ógeðslega mikið. En við náttúrulega förum út og gerum okkar besta og höfum bara gaman. Svo verður maður bara að sjá hvernig gengur. Við erum mjög vel stemmd og ég er bara á fullu að skreyta nýju keppniskjólanna og mamma og systur mínar hjálpa mér,“ segir Hanna Rún. Tengdar fréttir Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra. 3. maí 2018 12:30 Lóa Pind og Sigurður Már úr leik í Allir geta dansað Lóa og Sigurður dönsuðu Cha cha í kvöld. 22. apríl 2018 22:23 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Hanna Rún Bazev Óladóttir og Sigurður Már Atlason halda út til Póllands eftir viku til þess að keppa á heimsmeistaramótinu í 10 samkvæmisdönsum. Þau eru ekki vön að dansa saman en fyrirkomulagið kemur til vegna tíðra ferðalaga Nikita, eiginmanns Hönnu Rúnar. Þau ákváðu að slá til og skrá sig til keppni á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir að hafa aðeins æft saman í tvo mánuði. „Nikita maðurinn minn er að ferðast svo rosalega mikið og þá getum við lítið æft á meðan þannig ég hafði samband við Sigga. Við erum búin að þekkjast svo lengi og það er eini strákurinn sem ég gæti hugsað mér að dansa við annan en manninn minn. Annars væri ég bara ein að æfa mig. Þannig ég bara hafði samband við Sigga og spurði hvort að hann vildi ekki æfa með mér og hann var alveg til í það,“ segir Hanna Rún.Mikil viðbrigði Sigurður Már dansar aftur á móti bæði latin og ballroom dansa en Hanna Rún hefur ekki dansað ballroom dansa í 10 ár og það eru því mikil viðbrigði fyrir hana. Latin dansar eru cha cha cha, jive, samba, rúmba og paso doble. Ballroom dansar eru vals, foxtrott, quickstep, vínarvals og tangó. „Ég dansaði 10 dansa fyrir tíu árum en hætti því 2008 en er bara búin að dansa latin dansa síðan. En af því að Siggi dansar bæði þá stakk maðurinn minn uppá því að við myndum prófa að dansa bæði. Svo fær maður oft einhverja klikkaðar hugmyndir og ég hugsaði hvenær ætli heimsmeistaramótið í tíu dönsum sé og þá var bara einn og hálfur mánuður í það. Og ég hugsaði bara af hverju ekki? Þannig að við bara skráðum okkur á mótið og erum bara búin að vera að æfa á fullu,“ segir Hanna Rún. Hanna segir það mikil viðbrigði fyrir sig að fara úr því að dansa bara latin dansa yfir í að dansa bæði og hún hafi fengið mikla hjálp frá fagaðilum, sjúkraþjálfurum og læknum til þess að vera í standi. Hanna Rún segir að hún og Siggi séu vel stemmd og ætli að hafa gaman af þessu ævintýri. „Ég er náttúrulega með keppnisskap og við erum búin að æfa alveg ógeðslega mikið. En við náttúrulega förum út og gerum okkar besta og höfum bara gaman. Svo verður maður bara að sjá hvernig gengur. Við erum mjög vel stemmd og ég er bara á fullu að skreyta nýju keppniskjólanna og mamma og systur mínar hjálpa mér,“ segir Hanna Rún.
Tengdar fréttir Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra. 3. maí 2018 12:30 Lóa Pind og Sigurður Már úr leik í Allir geta dansað Lóa og Sigurður dönsuðu Cha cha í kvöld. 22. apríl 2018 22:23 Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Bergþór brá sér í gervi málara í quickstep Bergþór Pálsson brá sér í gervi málara síðasta sunnudag í Allir geta dansað. Þar dönsuðu Bergþór og Hanna Rún Quickstep við lagið Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra. 3. maí 2018 12:30
Lóa Pind og Sigurður Már úr leik í Allir geta dansað Lóa og Sigurður dönsuðu Cha cha í kvöld. 22. apríl 2018 22:23