Spá margra daga eymd vegna Florence Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. september 2018 07:00 Margir gista nú í neyðarskýlum. Þessi fjölskylda hélt til í Conway High School í Suður-Karólínu í gær. Vísir/AP Spá bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar (NHC) í gær gerði ráð fyrir því að fellibylurinn Florence gengi á land í sunnanverðri Norður-Karólínu klukkan átta í morgun að staðartíma, eða á hádegi að íslenskum tíma. Þá myndi stormurinn halda áfram í vestur þvert yfir Suður-Karólínu og svo þaðan í norðaustur. Meðalvindhraði var um 47 metrar á sekúndu í gær og var því spáð að hann yrði svipaður þegar stormurinn gengi á land. Hægst hefur nokkuð á vindi, stormurinn kominn niður á annað stig, en þrátt fyrir það telst hann enn lífshættulegur. Þegar stormurinn fikraði sig nær landi í gær gátu íbúar á strandlengju Karólínuríkjanna vel fundið fyrir honum. „Það er bara forleikurinn að margra daga eymd,“ sagði í umfjöllun CNN. Brock Long, stjórnandi almannavarnastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að þótt vindhraði hefði minnkað væri stormurinn ekki hættuminni. Þvermál hans hefði tvöfaldast og þótt dregið hefði úr vindhraða hefði það ekki haft nein áhrif á úrkomuspána. „Úrkoma verður mæld í fetum, ekki tommum,“ varaði Long við. Stjórnandinn varaði íbúa, það er að segja þá sem ekki höfðu flúið þegar blaðamannafundurinn var haldinn, við því að flóð vegna stormsins gætu orðið gríðarleg. „Þið hafið ekki mikið meiri tíma. Sjávarborð fer hækkandi,“ sagði Long og benti á að fólk sem byggi nærri ám, fljótum og á láglendi væri í mestri hættu. Veðurfræðingar hafa spáð því að flóðvatn gæti náð fjögurra metra dýpi í Karólínuríkjunum. „Þetta snýst í rauninni um stærð stormsins. Því stærri sem stormurinn er og því hægar sem hann fer yfir, þeim mun meiri er hættan. Og sú er staðan akkúrat núna,“ sagði Ken Graham, æðsti stjórnandi NHC, í gær. Í gær héldu íbúar áfram að annaðhvort byrgja sig upp og inni fyrir storminn eða flýja. Fimm milljónir búa á svæðum þar sem fellibylsviðvörun er í gildi og álíka margir á svæðum þar sem stormviðvörun er í gildi. Það er deginum ljósara að afleiðingar hamfaranna verða alvarlegar ef spár reynast réttar. Fjölmargir gætu misst heimili sín og týnt lífi. Þá gætu áhrif á innviði orðið gríðarleg. Duke Energy, næststærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stormurinn gæti gert þrjár milljónir viðskiptavina rafmagnslausar vikum saman.Filippseyjar og Kína í hættu Fellibyljir gera nú vart við sig víðar en í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverska miðlinum Xinhuanet var 12.000 íbúum Guangdong-héraðs gert að flýja heimili sín í gær. Spár gerðu ráð fyrir því að fellibylurinn Barijat gengi á land í nótt. Fellibylurinn Mangkhut vofir svo yfir Filippseyjum, en sá er stærri en Florence. Í gær mældist hann á fimmta stigi og var vindhraðinn um áttatíu metrar á sekúndu. Spár gera ráð fyrir því að Mangkhut gangi á land á morgun á Luzoneyju, norðan við höfuðborgina Maníla. „Mangkhut er stærri, sterkari og hættulegri stormur en Florence. Ef hann gengur beint á land yrðu hamfarirnar mun meiri vegna umfangs stormsins,“ sagði veðurfræðingur CNN í gær en bætti því við að austurströnd Bandaríkjanna væri talsvert þéttbýlli og þar væru umfangsmeiri innviðir. „Þess vegna mun Florence nær örugglega valda meiri skaða, en Mangkhut er í eðli sínu lífshættulegri þar sem vindhraðinn verður meiri og á stærra svæði og flóð verða sömuleiðis meiri.“ Mangkhut hefur nú þegar vaðið yfir Gvam og Marshall-eyjar. Þar hefur stormurinn valdið miklum flóðum og rafmagnsleysi og var hluti Gvam enn án rafmagns í gær. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Spá bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar (NHC) í gær gerði ráð fyrir því að fellibylurinn Florence gengi á land í sunnanverðri Norður-Karólínu klukkan átta í morgun að staðartíma, eða á hádegi að íslenskum tíma. Þá myndi stormurinn halda áfram í vestur þvert yfir Suður-Karólínu og svo þaðan í norðaustur. Meðalvindhraði var um 47 metrar á sekúndu í gær og var því spáð að hann yrði svipaður þegar stormurinn gengi á land. Hægst hefur nokkuð á vindi, stormurinn kominn niður á annað stig, en þrátt fyrir það telst hann enn lífshættulegur. Þegar stormurinn fikraði sig nær landi í gær gátu íbúar á strandlengju Karólínuríkjanna vel fundið fyrir honum. „Það er bara forleikurinn að margra daga eymd,“ sagði í umfjöllun CNN. Brock Long, stjórnandi almannavarnastofnunarinnar FEMA, sagði í gær að þótt vindhraði hefði minnkað væri stormurinn ekki hættuminni. Þvermál hans hefði tvöfaldast og þótt dregið hefði úr vindhraða hefði það ekki haft nein áhrif á úrkomuspána. „Úrkoma verður mæld í fetum, ekki tommum,“ varaði Long við. Stjórnandinn varaði íbúa, það er að segja þá sem ekki höfðu flúið þegar blaðamannafundurinn var haldinn, við því að flóð vegna stormsins gætu orðið gríðarleg. „Þið hafið ekki mikið meiri tíma. Sjávarborð fer hækkandi,“ sagði Long og benti á að fólk sem byggi nærri ám, fljótum og á láglendi væri í mestri hættu. Veðurfræðingar hafa spáð því að flóðvatn gæti náð fjögurra metra dýpi í Karólínuríkjunum. „Þetta snýst í rauninni um stærð stormsins. Því stærri sem stormurinn er og því hægar sem hann fer yfir, þeim mun meiri er hættan. Og sú er staðan akkúrat núna,“ sagði Ken Graham, æðsti stjórnandi NHC, í gær. Í gær héldu íbúar áfram að annaðhvort byrgja sig upp og inni fyrir storminn eða flýja. Fimm milljónir búa á svæðum þar sem fellibylsviðvörun er í gildi og álíka margir á svæðum þar sem stormviðvörun er í gildi. Það er deginum ljósara að afleiðingar hamfaranna verða alvarlegar ef spár reynast réttar. Fjölmargir gætu misst heimili sín og týnt lífi. Þá gætu áhrif á innviði orðið gríðarleg. Duke Energy, næststærsta orkufyrirtæki Bandaríkjanna, greindi frá því í gær að stormurinn gæti gert þrjár milljónir viðskiptavina rafmagnslausar vikum saman.Filippseyjar og Kína í hættu Fellibyljir gera nú vart við sig víðar en í Bandaríkjunum. Samkvæmt kínverska miðlinum Xinhuanet var 12.000 íbúum Guangdong-héraðs gert að flýja heimili sín í gær. Spár gerðu ráð fyrir því að fellibylurinn Barijat gengi á land í nótt. Fellibylurinn Mangkhut vofir svo yfir Filippseyjum, en sá er stærri en Florence. Í gær mældist hann á fimmta stigi og var vindhraðinn um áttatíu metrar á sekúndu. Spár gera ráð fyrir því að Mangkhut gangi á land á morgun á Luzoneyju, norðan við höfuðborgina Maníla. „Mangkhut er stærri, sterkari og hættulegri stormur en Florence. Ef hann gengur beint á land yrðu hamfarirnar mun meiri vegna umfangs stormsins,“ sagði veðurfræðingur CNN í gær en bætti því við að austurströnd Bandaríkjanna væri talsvert þéttbýlli og þar væru umfangsmeiri innviðir. „Þess vegna mun Florence nær örugglega valda meiri skaða, en Mangkhut er í eðli sínu lífshættulegri þar sem vindhraðinn verður meiri og á stærra svæði og flóð verða sömuleiðis meiri.“ Mangkhut hefur nú þegar vaðið yfir Gvam og Marshall-eyjar. Þar hefur stormurinn valdið miklum flóðum og rafmagnsleysi og var hluti Gvam enn án rafmagns í gær.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira