Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Rúmlega tvö hundruð íslensk fyrirtæki gera upp í erlendri mynt og skattgreiðslur þeirra náum tólf prósentum af heildarskattgreiðslum á árinu 2016. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Í fréttatímanum verður rætt við Ásmund Friðriksson alþingismann Sjálfstæðisflokksins sem fékk 4,6 milljónir króna í endurgreiddan ferðakostnað í fyrra, langmest allra þingmannna. Hann vísar því á bug að fjárhæðin sé óeðlilega há og segir endurgreiðslu ferðakostnaðar forsendu þess að þingmenn frá landsbyggðinni gefi kost á sér til þingstarfa.

Við fjöllum líka um breytingar á bankaþjónustu en sérfræðingur í fjártækni segir að vægi banka muni minnka á næstunni og heimabankinn verði líkari samfélagsmiðli.

Þá fjöllum við um veikindi Hinriks prins Dana en Friðrik krónprins sonur hans flaug í skyndi heim frá Suður-Kóreu í morgun eftir að greint var frá því að heilsu Hinriks hefði hrakað mikið.

Loks kíkjum í heimsókn í Ísaksskóla og skoðum geitung sem fannst frosinn á skólalóðinni en þiðnaði og vaknaði til lífsins þökk sé börnum í öðrum bekk. Hann nærist nú á nesti barnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×