Fúkyrðin fljúga milli Netanyahu og Erdogan Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 14:09 Erdogan og Netanyahu. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður gagnvart Ísrael í morgun og sagði Ísrael vera mesta ríki fasista og rasista í heiminum. Erdogan sagði „anda Hitler“ hafa fundið sig meðal leiðtoga Ísrael. Forsetinn sagði engan mun á þráhyggju Hitler með kynstofn aría og þá skoðun „Ísrael að þessi fornu lönd væru eingöngu ætluð gyðingum“. Reiði Erdogan má rekja til nýrra og umdeildra laga í Ísrael sem gera hebresku að opinberu tungumáli Ísrael og skilgreindi stofnun nýrra byggða gyðinga sem þjóðarhagsmuni. Áður hafði arabíska einnig verið opinbert tungumál Ísrael en nýju lögin breyta því. Um 17,5 prósent íbúa Ísrael, þar sem átta milljónir búa, eru arabar. Erdogan sagði enn fremur í ræðu í Tyrklandi að lögin myndu leiða svæðið, og heiminn allan, til „blóðs, elds og eymdar“. Hann hét því að standa með íbúum Palestínu og kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið stæði gegn Ísrael.Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, svaraði Erdogan um hæl á Twitter og sagði Erdogan vera að slátra Sýrlendingum og Kúrdum og fangelsa eigin borgara í tugþúsundatali. Hann sagði það vera mikið hrós fyrir umrædd lög að „demókratinn“ Erdogan væri að ráðast á þau. „Tyrkland, undir stjórn Erdogan, er að verða myrkt einræðisríki en á hinn bóginn er Ísrael að viðhalda jöfnum réttindum allra borgara, fyrir og eftir samþykkt laganna.“ Greinendur sem AFP fréttaveitan ræddi við segja nýju lögin ekkert fjalla um jafnrétti eða lýðræði sem gefi í skyn að gyðingstrúin skipti mestu máli.Þrátt fyrir miklar deilur Tyrklands og Ísrael á undanförnum árum, sem hófust árið 2010 þegar ísraelskir sérsveitarmenn réðust um borð í tyrkneskt skip sem var notað til að flytja birgðir til Palestínu, er sterkt viðskiptasamband milli ríkjanna. Ríkin gerðu samkomulag sín á milli árið 2016 um að byggja aftur upp traust en nú er óttast að það samkomulag sé í hættu.Turkey, under Erdogan's rule, is becoming a dark dictatorship whereas Israel scrupulously maintains equal rights for all its citizens, both before and after introducing this law.— Benjamin Netanyahu (@netanyahu) July 24, 2018 Mið-Austurlönd Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður gagnvart Ísrael í morgun og sagði Ísrael vera mesta ríki fasista og rasista í heiminum. Erdogan sagði „anda Hitler“ hafa fundið sig meðal leiðtoga Ísrael. Forsetinn sagði engan mun á þráhyggju Hitler með kynstofn aría og þá skoðun „Ísrael að þessi fornu lönd væru eingöngu ætluð gyðingum“. Reiði Erdogan má rekja til nýrra og umdeildra laga í Ísrael sem gera hebresku að opinberu tungumáli Ísrael og skilgreindi stofnun nýrra byggða gyðinga sem þjóðarhagsmuni. Áður hafði arabíska einnig verið opinbert tungumál Ísrael en nýju lögin breyta því. Um 17,5 prósent íbúa Ísrael, þar sem átta milljónir búa, eru arabar. Erdogan sagði enn fremur í ræðu í Tyrklandi að lögin myndu leiða svæðið, og heiminn allan, til „blóðs, elds og eymdar“. Hann hét því að standa með íbúum Palestínu og kallaði eftir því að alþjóðasamfélagið stæði gegn Ísrael.Bejamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, svaraði Erdogan um hæl á Twitter og sagði Erdogan vera að slátra Sýrlendingum og Kúrdum og fangelsa eigin borgara í tugþúsundatali. Hann sagði það vera mikið hrós fyrir umrædd lög að „demókratinn“ Erdogan væri að ráðast á þau. „Tyrkland, undir stjórn Erdogan, er að verða myrkt einræðisríki en á hinn bóginn er Ísrael að viðhalda jöfnum réttindum allra borgara, fyrir og eftir samþykkt laganna.“ Greinendur sem AFP fréttaveitan ræddi við segja nýju lögin ekkert fjalla um jafnrétti eða lýðræði sem gefi í skyn að gyðingstrúin skipti mestu máli.Þrátt fyrir miklar deilur Tyrklands og Ísrael á undanförnum árum, sem hófust árið 2010 þegar ísraelskir sérsveitarmenn réðust um borð í tyrkneskt skip sem var notað til að flytja birgðir til Palestínu, er sterkt viðskiptasamband milli ríkjanna. Ríkin gerðu samkomulag sín á milli árið 2016 um að byggja aftur upp traust en nú er óttast að það samkomulag sé í hættu.Turkey, under Erdogan's rule, is becoming a dark dictatorship whereas Israel scrupulously maintains equal rights for all its citizens, both before and after introducing this law.— Benjamin Netanyahu (@netanyahu) July 24, 2018
Mið-Austurlönd Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira