Afturkallaði öryggisheimild CIA-forstjóra vegna Rússarannsóknarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2018 09:26 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump gefur aðrar skýringar á gjörðum sínum en Hvíta húsið hefur gefið upp. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ákveðið að afturkalla öryggisheimild Johns Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, vegna þess að hann kom nálægt Rússarannsókninni svonefndu. Forsetinn hefur verið sakaður um að svipta Brennan heimildinni til að hefna sín á honum. Tilkynnt var í gær að Brennan, sem hefur verið gagnrýninn á Trump undanfarið, hefði verið sviptur öryggisheimild sem fyrrverandi háttsettir fulltrúar í ríkisstjórnum hafa notið eftir að þeir láta af störfum. Hvíta húsið taldi til nokkrar ástæður, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Ástæðan sem Trump gaf upp í viðtali við Wall Street Journal í gær var hins vegar ekki á meðal þeirra sem Hvíta húsið taldi til. „Ég kalla þetta falskar nornaveiðar, þetta er skrípaleikur. Og þetta fólk leiddi þær! Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem þurfti að gera,“ sagði Trump.Here's a separate, more significant story out of Trump's WSJ interview: Trump said, according to WSJ, that he acted against Brennan in part because Brennan was involved in the Russia investigation. https://t.co/kP8ZZWO2oW pic.twitter.com/h7pt0Xy7RN— Daniel Dale (@ddale8) August 16, 2018 Þar virtist forsetinn vísa til fleiri einstaklinga sem blaðafulltrúi Hvíta húsið nefndi að það væri að íhuga að svipta öryggisheimild. Þar á meðal var fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI og fyrrverandi FBI-fulltrúi. Öll hafa þau verið gagnrýnin á störf forsetans. Brennan sagði í gær að afturköllun öryggisheimildarinnar kæmi ekki til með draga kraft úr gagnrýni hans á forsetann. Varaði hann hins vegar við því að hún væri hluti af stærri herferð Trump til að refsa gagnrýnendum sínum og bæla niður tjáningarfrelsi. „Það ætti að valda öllum Bandaríkjunum alvarlegum áhyggjum, þar á meðal leyniþjónustustarfsmönnum, af kostnaðinum við að tjá sig,“ tísti Brennan. Fyrrverandi embættismenn hafa alla jafna haldið öryggisheimild eftir að þeir láta af störfum til þess að eftirmenn þeirra geti ráðfært sig við þá um mál sem eru bundin trúnaði.Brennan var sviptur öryggisheimild sinni daginn eftir að hann tísti um að Trump skorti velsæmi og kurteisi eftir að forsetinn kallaði svarta fyrrverandi aðstoðarkonu sína hund.Vísir/GettyMinnir á viðtalið eftir brottrekstur Comey Yfirlýsingar Trump við Wall Street Journal nú um ástæðu þess að Brennan var sviptur heimild sinni minna um nokkuð á þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í fyrra. Opinbera ástæða Hvíta hússins fyrir brottrekstri Comey var að hann hefði staðið illa að rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. Skömmu síðar sagði Trump hins vegar í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknar FBI á því hvort að forsetaframboð hans hefði átt í samráði við Rússa. Brottrekstur Comey og yfirlýsing Trump í kjölfarið varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipað sérstakan rannsóknara til að stýra Rússarannsókninni, sömu rannsókn og Trump vísar nú til sem ástæðu til að snupra Brennan. Comey er einn þeirra sem Hvíta húsið segist skoða að svipta öryggisheimild. Brennan var skipaður forstjóri CIA í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Hann var einn háttsettra leyniþjónustumanna sem kynnti Trump gögn um að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, rétt áður en Trump tók við embætti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Ryan telur Trump vera að „trolla“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að "trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. 24. júlí 2018 15:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ákveðið að afturkalla öryggisheimild Johns Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, vegna þess að hann kom nálægt Rússarannsókninni svonefndu. Forsetinn hefur verið sakaður um að svipta Brennan heimildinni til að hefna sín á honum. Tilkynnt var í gær að Brennan, sem hefur verið gagnrýninn á Trump undanfarið, hefði verið sviptur öryggisheimild sem fyrrverandi háttsettir fulltrúar í ríkisstjórnum hafa notið eftir að þeir láta af störfum. Hvíta húsið taldi til nokkrar ástæður, þar á meðal að Brennan hafi sýnt af sér „óútreiknanlega hegðun“ að undanförnu. Ástæðan sem Trump gaf upp í viðtali við Wall Street Journal í gær var hins vegar ekki á meðal þeirra sem Hvíta húsið taldi til. „Ég kalla þetta falskar nornaveiðar, þetta er skrípaleikur. Og þetta fólk leiddi þær! Þannig að ég held að þetta sé eitthvað sem þurfti að gera,“ sagði Trump.Here's a separate, more significant story out of Trump's WSJ interview: Trump said, according to WSJ, that he acted against Brennan in part because Brennan was involved in the Russia investigation. https://t.co/kP8ZZWO2oW pic.twitter.com/h7pt0Xy7RN— Daniel Dale (@ddale8) August 16, 2018 Þar virtist forsetinn vísa til fleiri einstaklinga sem blaðafulltrúi Hvíta húsið nefndi að það væri að íhuga að svipta öryggisheimild. Þar á meðal var fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra, fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI og fyrrverandi FBI-fulltrúi. Öll hafa þau verið gagnrýnin á störf forsetans. Brennan sagði í gær að afturköllun öryggisheimildarinnar kæmi ekki til með draga kraft úr gagnrýni hans á forsetann. Varaði hann hins vegar við því að hún væri hluti af stærri herferð Trump til að refsa gagnrýnendum sínum og bæla niður tjáningarfrelsi. „Það ætti að valda öllum Bandaríkjunum alvarlegum áhyggjum, þar á meðal leyniþjónustustarfsmönnum, af kostnaðinum við að tjá sig,“ tísti Brennan. Fyrrverandi embættismenn hafa alla jafna haldið öryggisheimild eftir að þeir láta af störfum til þess að eftirmenn þeirra geti ráðfært sig við þá um mál sem eru bundin trúnaði.Brennan var sviptur öryggisheimild sinni daginn eftir að hann tísti um að Trump skorti velsæmi og kurteisi eftir að forsetinn kallaði svarta fyrrverandi aðstoðarkonu sína hund.Vísir/GettyMinnir á viðtalið eftir brottrekstur Comey Yfirlýsingar Trump við Wall Street Journal nú um ástæðu þess að Brennan var sviptur heimild sinni minna um nokkuð á þegar Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI, í fyrra. Opinbera ástæða Hvíta hússins fyrir brottrekstri Comey var að hann hefði staðið illa að rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. Skömmu síðar sagði Trump hins vegar í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna rannsóknar FBI á því hvort að forsetaframboð hans hefði átt í samráði við Rússa. Brottrekstur Comey og yfirlýsing Trump í kjölfarið varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipað sérstakan rannsóknara til að stýra Rússarannsókninni, sömu rannsókn og Trump vísar nú til sem ástæðu til að snupra Brennan. Comey er einn þeirra sem Hvíta húsið segist skoða að svipta öryggisheimild. Brennan var skipaður forstjóri CIA í tíð Baracks Obama fyrrverandi forseta. Hann var einn háttsettra leyniþjónustumanna sem kynnti Trump gögn um að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, rétt áður en Trump tók við embætti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08 Ryan telur Trump vera að „trolla“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að "trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. 24. júlí 2018 15:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30
Trump afturkallar öryggisheimild fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustunnar Bandaríkjaforseti hefur afturkallað öryggisheimild John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. 15. ágúst 2018 20:08
Ryan telur Trump vera að „trolla“ Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að "trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. 24. júlí 2018 15:42