Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2018 12:10 Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. vísir/vilhelm Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Lögreglufulltrúi segir að verið sé að skoða málið og biðlar til fólks að opna ekki umrædda hlekki póstsins. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim kemur fram að viðtakanda sé skylt að mæta í skýrslutöku til lögreglunnar. Mæti fólk ekki megi það búast við handtökuskipun. Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. „Það er verið að skoða hvað er að gerast og hvaðan þetta kemur og svo framvegis, Það er kannski ekki mikið hægt að segja akkúrat núna. Við höfum fengið mikið af ábendingum og það algjörlega flæddi yfir okkur tilkynningum í gær. Fólki er ekki sama, lögreglunni er treyst og fólk heldur að þetta komi frá lögreglunni og smellir þar af leiðandi á þetta,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Hann segir póstana vel skipulagða. En þeir líta út fyrir að koma frá pósthólfi lögreglunnar. Hann brýnir fyrir fólki að opna alls ekki hlekki póstsins.Hér má sjá umræddan póst.Hér má sjá umræddan póst„Þetta er auðvitað gott dæmi um það hvað þessir svikahrappar eru klókir. Þeir hafa greinilega lagt mjög mikla vinnu í að reyna að hafa þetta sem trúverðugast. Þeir nota lögreglustjörnuna og merki frá okkur og annað slíkt. Það er mikið lagt í þetta svo hann líkist lögreglunni sem mest,“ sagði Þórir. Þá segir hann að boð í skýrslutöku í gegnum tölvupóst sem þennan sé ekki samkvæmt starfsvenjum lögreglunnar. „Ef fólk hefur smellt á þessa hlekki og hlaðið niður efni er auðvitað mikilvægt að nota vírusvarnarforrit strax. Skoða tölvuna og ef hún ber þess merki að vera sýkt þá skal leita til fagmanna sem taka að sér að hreinsa vírusa úr tölvum. Þá þarf að gæta sérstaklega vel að því að skipta reglulega um lykilorð og nota alls ekki sömu lykilorð á öll vefsvæði,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Lögreglufulltrúi segir að verið sé að skoða málið og biðlar til fólks að opna ekki umrædda hlekki póstsins. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim kemur fram að viðtakanda sé skylt að mæta í skýrslutöku til lögreglunnar. Mæti fólk ekki megi það búast við handtökuskipun. Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. „Það er verið að skoða hvað er að gerast og hvaðan þetta kemur og svo framvegis, Það er kannski ekki mikið hægt að segja akkúrat núna. Við höfum fengið mikið af ábendingum og það algjörlega flæddi yfir okkur tilkynningum í gær. Fólki er ekki sama, lögreglunni er treyst og fólk heldur að þetta komi frá lögreglunni og smellir þar af leiðandi á þetta,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Hann segir póstana vel skipulagða. En þeir líta út fyrir að koma frá pósthólfi lögreglunnar. Hann brýnir fyrir fólki að opna alls ekki hlekki póstsins.Hér má sjá umræddan póst.Hér má sjá umræddan póst„Þetta er auðvitað gott dæmi um það hvað þessir svikahrappar eru klókir. Þeir hafa greinilega lagt mjög mikla vinnu í að reyna að hafa þetta sem trúverðugast. Þeir nota lögreglustjörnuna og merki frá okkur og annað slíkt. Það er mikið lagt í þetta svo hann líkist lögreglunni sem mest,“ sagði Þórir. Þá segir hann að boð í skýrslutöku í gegnum tölvupóst sem þennan sé ekki samkvæmt starfsvenjum lögreglunnar. „Ef fólk hefur smellt á þessa hlekki og hlaðið niður efni er auðvitað mikilvægt að nota vírusvarnarforrit strax. Skoða tölvuna og ef hún ber þess merki að vera sýkt þá skal leita til fagmanna sem taka að sér að hreinsa vírusa úr tölvum. Þá þarf að gæta sérstaklega vel að því að skipta reglulega um lykilorð og nota alls ekki sömu lykilorð á öll vefsvæði,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10