Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Birgir Olgeirsson skrifar 12. febrúar 2018 23:11 Guðbrandur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Heimavalla. Vísir/GVA Rekstrarhagnaður leigufélagsins Heimavalla á árinu 2017 nam 2,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leigufélaginu sem býður upp á leiguíbúðir fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Í tilkynningunni segir að leigutekjur félagsins tvöfölduðust frá fyrra ári og námu rétt rúmlega þremur milljörðum króna árið 2017. Þar segir að félagið tók 330 nýjar íbúðir í notkun á árinu 2017 og voru íbúðir þess orðnar um tvö þúsund talsins í árslok. Er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að félagið verði við skráningu stærsta leigufélag landsins á almennum markaði með leiguíbúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. „Ég er sáttur við rekstrarniðurstöðu félagsins á árinu 2017. Félagið hefur vaxið hratt og tekið yfir stór og krefjandi leigusöfn sem hefur gengið vel að samþætta annarri starfsemi félagsins. Reksturinn styrktist verulega á síðasta ári sem sést best á því að mánaðarleg velta hækkaði úr 230 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2017 í 290 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi ársins. Þessi veltuaukning skilaði sér í bættum rekstri og afkomu. Við teljum okkur í góðri stöðu fyrir fyrirhugaða skráningu félagsins í Kauphöll,“ er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra leigufélagsins, í tilkynningu. Heimavellir munu taka í notkun 340 nýjar íbúðir á þessu og næsta ári en hluti af þeim eru sagður sérhannaður fyrir eldri borgara. Annars vegar er um að ræða 58 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Boðaþing í Kópavogi, í nágrenni við þjónustu fyrir eldri borgara á vegum Hrafnistu og Kópavogsbæjar. Hins vegar er um að ræða 18 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara við Jaðarleiti, á nýjum byggingarreit sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti. Þá hafa Heimavellir fjárfest í 164 íbúðum í nýju hverfi við Hlíðarenda en gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á árinu 2019. Einnig eru að koma til afhendingar 47 íbúðir við Einivelli í Hafnarfirði. Framhald verður á verkefni sem hófst í fyrra að breyta setustofum í fasteignum Heimavalla á Ásbrú í stúdíóíbúðir. Í fyrra var 51 íbúð standsett en gert er ráð fyrir að þetta verkefni muni skila félaginu 36 nýjum stúdíóíbúðum til viðbótar næsta sumar.Uppfært: Fyrirsögninni var breytt Húsnæðismál Tengdar fréttir Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. 7. júní 2017 05:00 Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Rekstrarhagnaður leigufélagsins Heimavalla á árinu 2017 nam 2,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leigufélaginu sem býður upp á leiguíbúðir fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Í tilkynningunni segir að leigutekjur félagsins tvöfölduðust frá fyrra ári og námu rétt rúmlega þremur milljörðum króna árið 2017. Þar segir að félagið tók 330 nýjar íbúðir í notkun á árinu 2017 og voru íbúðir þess orðnar um tvö þúsund talsins í árslok. Er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að félagið verði við skráningu stærsta leigufélag landsins á almennum markaði með leiguíbúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. „Ég er sáttur við rekstrarniðurstöðu félagsins á árinu 2017. Félagið hefur vaxið hratt og tekið yfir stór og krefjandi leigusöfn sem hefur gengið vel að samþætta annarri starfsemi félagsins. Reksturinn styrktist verulega á síðasta ári sem sést best á því að mánaðarleg velta hækkaði úr 230 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2017 í 290 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi ársins. Þessi veltuaukning skilaði sér í bættum rekstri og afkomu. Við teljum okkur í góðri stöðu fyrir fyrirhugaða skráningu félagsins í Kauphöll,“ er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra leigufélagsins, í tilkynningu. Heimavellir munu taka í notkun 340 nýjar íbúðir á þessu og næsta ári en hluti af þeim eru sagður sérhannaður fyrir eldri borgara. Annars vegar er um að ræða 58 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Boðaþing í Kópavogi, í nágrenni við þjónustu fyrir eldri borgara á vegum Hrafnistu og Kópavogsbæjar. Hins vegar er um að ræða 18 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara við Jaðarleiti, á nýjum byggingarreit sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti. Þá hafa Heimavellir fjárfest í 164 íbúðum í nýju hverfi við Hlíðarenda en gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á árinu 2019. Einnig eru að koma til afhendingar 47 íbúðir við Einivelli í Hafnarfirði. Framhald verður á verkefni sem hófst í fyrra að breyta setustofum í fasteignum Heimavalla á Ásbrú í stúdíóíbúðir. Í fyrra var 51 íbúð standsett en gert er ráð fyrir að þetta verkefni muni skila félaginu 36 nýjum stúdíóíbúðum til viðbótar næsta sumar.Uppfært: Fyrirsögninni var breytt
Húsnæðismál Tengdar fréttir Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. 7. júní 2017 05:00 Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. 7. júní 2017 05:00
Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00