Erlent

Flugritar rússnesku vélarinnar fundnir

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka slysið.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka slysið. Vísir/AFP
Flugritar rússnesku farþegavélarinnar sem hrapaði fyrir utan Moskvu í gær eru fundnir. Ekki liggur enn fyrir um ástæður slyssins þar sem allir þeir 71 sem voru um borð eru taldir af. Reiknað er með að leit að líkamsleifum farþega og áhafnar muni taka um viku.

Mikill snjór er á svæðinu þar sem vélin hrapaði sem hefur gert björgunarliði erfitt fyrir.

Maksim Sokolov, samgönguráðherra Rússlands, segir að flugritar vélarinnar hafi fundist og sé vonast til að upplýsingar úr þeim muni varpa betra ljósi á slysið.

Á leið til Orsk

Vél flugfélagsins Saratov Airlines var af gerðinni Antonov An-148 og voru 65 farþegar og sex áhafnarmeðlimir um borð. Flugvélin hvarf af ratsjám nokkrum mínútum eftir flugtak, en hún var á leiðinni frá höfuðborginni Moskvu en til borgarinnar Orsk í Úral-fjöllum.

Ýmsar kenningar eru á lofti um hvað kunni að hafa valdið slysinu, meðal annars slæmt veður, mannleg mistök eða tæknileg.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað sérstaka rannsóknarnefnd til að rannsaka slysið.


Tengdar fréttir

Rússneska flugfélagið með vafasama fortíð

Flugfélagið sem rak flugvélina sem hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Rússlandi í dag var árið 2015 bannað að fljúga á milli landa eftir öryggisbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×