Sprengjufundur stöðvar flug frá London City Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 06:46 Svæði í 214 metra radíus frá sprengjunni var girt af. BBC London City flugvellinum í Lundúnum hefur verið lokað eftir að sprengja úr seinna stríði fannst í ánni Thames, skammt frá vellinum. Flugvöllurinn verður ekki opnaður aftur í dag og mun það hafa áhrif á ferðir um 16 þúsund farþega að sögn talsmanns flugvallarins. Iðnaðarmenn fundu sprengjuna um klukkan 5 í gærmorgun og var tekin ákvörðun um að loka vellinum klukkan 22:00 í gærkvöldi. Starfsmenn flugvallarins vinna nú í nánu samstarfi við sprengjudeild breska flotans en stefnt er að því að flytja sprengjuna burt af svæðinu. Hvort aftengja þurfi sprengjuna fyrst liggur ekki fyrir að svo stöddu. Breska lögreglan tók þó enga áhættu og girti af svæði í 214 metra radíus umhverfis sprengjuna. Öll hús innan þess svæðis voru rýmd og búið er að koma upp fjöldahjálparstöð fyrir íbúa. Farþegum sem áttu bókað flug í dag hefur verið ráðlagt að halda sig heima. Fjölmörg stór flugfélög fljúga til og frá vellinum; þar á meðal Flybe, CityJet, KLM, Lufthansa og British Airways, sem flýgur frá London City til Keflavíkur. Fréttir af flugi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
London City flugvellinum í Lundúnum hefur verið lokað eftir að sprengja úr seinna stríði fannst í ánni Thames, skammt frá vellinum. Flugvöllurinn verður ekki opnaður aftur í dag og mun það hafa áhrif á ferðir um 16 þúsund farþega að sögn talsmanns flugvallarins. Iðnaðarmenn fundu sprengjuna um klukkan 5 í gærmorgun og var tekin ákvörðun um að loka vellinum klukkan 22:00 í gærkvöldi. Starfsmenn flugvallarins vinna nú í nánu samstarfi við sprengjudeild breska flotans en stefnt er að því að flytja sprengjuna burt af svæðinu. Hvort aftengja þurfi sprengjuna fyrst liggur ekki fyrir að svo stöddu. Breska lögreglan tók þó enga áhættu og girti af svæði í 214 metra radíus umhverfis sprengjuna. Öll hús innan þess svæðis voru rýmd og búið er að koma upp fjöldahjálparstöð fyrir íbúa. Farþegum sem áttu bókað flug í dag hefur verið ráðlagt að halda sig heima. Fjölmörg stór flugfélög fljúga til og frá vellinum; þar á meðal Flybe, CityJet, KLM, Lufthansa og British Airways, sem flýgur frá London City til Keflavíkur.
Fréttir af flugi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira