Tveir létu lífið þegar lítil flugvél hrapaði í sjóinn fyrir utan Lofoten í norðurhluta Noregs í gær. Lofotenposten segir að vélin hafi hrapað fyrir utan Svolvær skömmu eftir flugtak.
Fjölmennt björgunarlið var kallað út klukkan 20:35 að staðartíma og voru þyrlur og skip send á staðinn. Brak vélarinnar og lík mannanna fundust skömmu síðar.
Flugklúbburinn í Tromsø hefur staðfest að tveir af meðlimum klúbbsins hafi látist í slysinu.
Rannsókn er hafin á orsökum slyssins.
Erlent