Erlent

Mótmæla á götum Brasilíuborgar

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Konur hafa streymt út á götur Brasilíuborgar
Konur hafa streymt út á götur Brasilíuborgar Getty/Gustavo Basso
Þúsundir kvenna hafa safnast saman á götum Brasilíuborgar og Rio De Janiero til þess að mótmæla framboði hægrimannsins Jair Bolsonaro. Konurnar hafa notað myllumerkið #EleNao (í. #ekkihann) í tenglum við mótmælin og skipulagningu þeirra.

Bolsonaro var stunginn á framboðsfundi fyrr í þessum mánuði en samkvæmt skoðanakönnunum hefur hann mælst með mest fylgi. Bolsonaro, sem er fyrrverandi hershöfðingi, þykir mjög umdeildur og þá sérstaklega fyrir ummæli sem hann hefur látið falla um samkynhneigða og konur.

Hann sagði eitt sinn við þingkonu að hún væri ekki þess virði að nauðga og hefur einnig farið ófögrum orðum um samkynhneigð. Sumir hafa líkt hinum 63 ára gamla Bolsonaro við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann nýtur stuðnings kristinna vegna stefnu sinnar gegn fóstureyðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×