Höfðu aðstandendur mannsins áhyggjur af því að hann væri í ójafnvægi og töldu mikilvægt að finna hann, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Lögreglan hóf leit að manninum ásamt björgunarsveitarmönnum á Eyjafjarðarsvæðinu. Fannst maðurinn á tólfta tímanum í gærkvöldi, heill á húfi, og fékk viðeigandi aðhlynningu.