Ráðherra gerir lítið úr vandræðalegri skýrslu um áhrif Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 30. janúar 2018 15:15 Niðurstöður skýrslunnar sem var lekið voru þær að Bretar muni hafa það verr efnahagslega eftir að þeir yfirgefa Evrópusambandið. Vísir/AFP Skýrsla á vegum bresku ríkisstjórnarinnar þar sem ályktað er að draga muni úr hagvexti í landinu eftir úrsögn úr Evrópusambandinu er enn í vinnslu og þarfnast mun meiri vinnu, að sögn Brexit-málaráðherrans. Efni skýrslunnar var lekið í fjölmiðla um helgina. Vefsíðan Buzzfeed sagði frá því um helgina að hagvöxtur verði minni í Bretlandi eftir að landið segir skilið við ESB, hvort sem það gerist með eða án samkomulags um framtíðarsamband við Evrópu, en af Bretar héldu sig innan samstarfsins. Vísaði vefsíðan til skýrslu sem unnin var fyrir Brexit-ráðherrann en hafði ekki verið birt opinberlega. Niðurstaða skýrslunnar er jafnframt sú að nær öll svið bresks efnahags muni líða fyrir útgönguna. Hagvöxtur verði 8% minni að fimmtán árum liðnum ef Bretar segja skilið við ESB án nokkurs samnings um viðskipti. Vöxturinn verði 5% minni semji Bretar um fríverslun við ESB og 2% minni ef Bretar halda áfram að eiga aðild að innri markaði ESB. Í öllum tilfellum var gert ráð fyrri að nýr fríverslunarsamningur yrði gerður við Bandaríkin.Taki niðurstöðuna með fyrirvaraSteve Baker, Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar, segir hins vegar að skýrslan sé hvergi nærri tilbúin. Í henni hafi ekki verið lagt mat á áhrifin af sérsniðnum fríverslunarsamningi sem ríkisstjórnin aðhyllist, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðrir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr skýrslunni. Iain Duncan Smith, þingmaður Íhaldsflokksins og útgöngusinni, segir að taka ætti niðurstöðum hennar með fyrirvara þar sem að nær allar spár um áhrif Brexit hafi reynst rangar. „Þetta er ófullkomin skýrsla sem var viljandi lekið vegna þess að hún gefur slæma niðurstöðu,“ segir Smith. Fulltrúar Verkamananflokksins krefjast þess hins vegar að skýrslan verði birt í heild sinni og efni hennar rætt á þingi. Brexit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Skýrsla á vegum bresku ríkisstjórnarinnar þar sem ályktað er að draga muni úr hagvexti í landinu eftir úrsögn úr Evrópusambandinu er enn í vinnslu og þarfnast mun meiri vinnu, að sögn Brexit-málaráðherrans. Efni skýrslunnar var lekið í fjölmiðla um helgina. Vefsíðan Buzzfeed sagði frá því um helgina að hagvöxtur verði minni í Bretlandi eftir að landið segir skilið við ESB, hvort sem það gerist með eða án samkomulags um framtíðarsamband við Evrópu, en af Bretar héldu sig innan samstarfsins. Vísaði vefsíðan til skýrslu sem unnin var fyrir Brexit-ráðherrann en hafði ekki verið birt opinberlega. Niðurstaða skýrslunnar er jafnframt sú að nær öll svið bresks efnahags muni líða fyrir útgönguna. Hagvöxtur verði 8% minni að fimmtán árum liðnum ef Bretar segja skilið við ESB án nokkurs samnings um viðskipti. Vöxturinn verði 5% minni semji Bretar um fríverslun við ESB og 2% minni ef Bretar halda áfram að eiga aðild að innri markaði ESB. Í öllum tilfellum var gert ráð fyrri að nýr fríverslunarsamningur yrði gerður við Bandaríkin.Taki niðurstöðuna með fyrirvaraSteve Baker, Brexit-ráðherra ríkisstjórnarinnar, segir hins vegar að skýrslan sé hvergi nærri tilbúin. Í henni hafi ekki verið lagt mat á áhrifin af sérsniðnum fríverslunarsamningi sem ríkisstjórnin aðhyllist, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Aðrir íhaldsmenn hafa einnig gert lítið úr skýrslunni. Iain Duncan Smith, þingmaður Íhaldsflokksins og útgöngusinni, segir að taka ætti niðurstöðum hennar með fyrirvara þar sem að nær allar spár um áhrif Brexit hafi reynst rangar. „Þetta er ófullkomin skýrsla sem var viljandi lekið vegna þess að hún gefur slæma niðurstöðu,“ segir Smith. Fulltrúar Verkamananflokksins krefjast þess hins vegar að skýrslan verði birt í heild sinni og efni hennar rætt á þingi.
Brexit Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira