Spenntir fyrir því að geta kallað á milli stúkna í fyrsta sinn á kvennalandsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 12:00 Kallað á milli stúkna á Laugardalsvellinum. Vísir/Getty Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. Íslensku stelpurnar tryggja sig inn á HM með sigri en þær unnu fyrri leikinn 3-2 í Þýskalandi síðasta haust. Miðasalan hefur gengið mjög vel og það stefnir í það að í fyrsta sinn verði fullur Laugardalsvöllur á kvennalandsleik. Tólfan ætlar líka að mæta á sinn stað í N-hólfið á austari stúkunni og þar á bæ eru sumir orðnir spenntir. Tólfumaðurinn Árni Þór Gunnarsson lýsir spenningi sínum á Twitter og hlakkar sérstaklega til þess að gera eitt sem aldrei hefur verið gert áður á kvennalandsleiks. Það er að kalla á milli stúkna eins og er gert á karlalandsleikjunum. Önnur stúkan hefur bara verið notuð á kvennalandsleikjunum en nú verða báðar stúkurnar vonandi fullar með tilheyrandi stemmningu í Dalnum. Það má sjá færslu Árna hér fyrir neðan. Vonandi tekst honum og hinum í Tólfunni að keyra stemmninguna snemma í gang í Laugardalnum á laugardaginn.Ótrùlega peppaður fyrir komandi Kvk Landsleik gegn Þýskalandi...er samt mest peppaður yfir þvì að ég mun vera ì N hólfi með restinni af @12Tolfan !!! Get ekki beðið til að kalla à milli Stùka og hvetja Stelpurnar til SIGURS!! #fotboltinet#Dóttir#FyrirÌsland — Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) August 28, 2018Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 15.00 á laugardaginn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en vegleg umfjöllun verður líka bæði fyrir og eftir leik. Íslenska landsliðið er með eins stigs forskot á Þýskaland þegar tveir leikir eru eftir. Sigur tryggir Íslandi HM-sætið en með jafntefli geta stelpurnar okkar komist beint á HM með sigri á Tékkum á þriðjudaginn kemur. Sá leikur fer einnig fram á Laugardalsvellinum. HM 2019 í Frakklandi Laugardalsvöllur Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það ætla að margir að mæta í Laugardalinn á laugardaginn til að styðja á bak við íslenska kvennalandsliðið í gríðarlega mikilvægum leik á móti Þýskalandi. Íslensku stelpurnar tryggja sig inn á HM með sigri en þær unnu fyrri leikinn 3-2 í Þýskalandi síðasta haust. Miðasalan hefur gengið mjög vel og það stefnir í það að í fyrsta sinn verði fullur Laugardalsvöllur á kvennalandsleik. Tólfan ætlar líka að mæta á sinn stað í N-hólfið á austari stúkunni og þar á bæ eru sumir orðnir spenntir. Tólfumaðurinn Árni Þór Gunnarsson lýsir spenningi sínum á Twitter og hlakkar sérstaklega til þess að gera eitt sem aldrei hefur verið gert áður á kvennalandsleiks. Það er að kalla á milli stúkna eins og er gert á karlalandsleikjunum. Önnur stúkan hefur bara verið notuð á kvennalandsleikjunum en nú verða báðar stúkurnar vonandi fullar með tilheyrandi stemmningu í Dalnum. Það má sjá færslu Árna hér fyrir neðan. Vonandi tekst honum og hinum í Tólfunni að keyra stemmninguna snemma í gang í Laugardalnum á laugardaginn.Ótrùlega peppaður fyrir komandi Kvk Landsleik gegn Þýskalandi...er samt mest peppaður yfir þvì að ég mun vera ì N hólfi með restinni af @12Tolfan !!! Get ekki beðið til að kalla à milli Stùka og hvetja Stelpurnar til SIGURS!! #fotboltinet#Dóttir#FyrirÌsland — Árni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) August 28, 2018Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 15.00 á laugardaginn. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en vegleg umfjöllun verður líka bæði fyrir og eftir leik. Íslenska landsliðið er með eins stigs forskot á Þýskaland þegar tveir leikir eru eftir. Sigur tryggir Íslandi HM-sætið en með jafntefli geta stelpurnar okkar komist beint á HM með sigri á Tékkum á þriðjudaginn kemur. Sá leikur fer einnig fram á Laugardalsvellinum.
HM 2019 í Frakklandi Laugardalsvöllur Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira