Erlent

Einn handtekinn vegna konungsdjásnanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Þjófarnir gripu með sér tvær kórónur og veldishnetti á meðan athygli fólks beindist að sýningu sem fram fór á torginu fyrir framan kirkjuna.
Þjófarnir gripu með sér tvær kórónur og veldishnetti á meðan athygli fólks beindist að sýningu sem fram fór á torginu fyrir framan kirkjuna. Vísir/EPA
Saksóknarar í Svíþjóð segja að einn aðili hafi verið handtekinn vegna þjófnaðar á konungsdjásnum frá sautjándu öld. Djásnin sem um ræðir, tvær kórónur og veldishnöttur, voru í eigu Karls níunda og Kristínar hinnar eldri. Þeim var stolið úr dómkirkjunni í Strängnäs þann 31. júlí en þrátt fyrir handtökuna hafa djásnin ekki fundist.

þjófarnir eru sagðir hafa laumað sér inn í dómkirkjuna, sem gnæfir yfir smábæinn vestan af Stokkhólmi, en hún var opin fyrir gesti og gangandi. Þeir gripu með sér tvær kórónur og veldishnetti á meðan athygli fólks beindist að sýningu sem fram fór á torginu fyrir framan kirkjuna.

Þá flúðu þeir á hraðbáti sem beið þeirra skammt frá.

Lögreglan hefur ekki borið kennsl á þann sem var handtekinn, samkvæmt Reuters.



Konungsdjásnin eru talin óverðmetanleg. Lögreglan segir að nánast ómögulegt sé að selja munina á opnum markaði og því hafa líkur verið leiddar að því að mögulega hafi þau verið brædd niður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×