Femínismi að eyðileggja alla kímnigáfu og tjáningarfrelsi að mati Brynjars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2018 15:34 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir femínisma ekki aðeins eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virki tjáningar- og skoðanafrelsi aðeins í eina átt. Svo segir í pistli Brynjars á Facebook í dag en tilefnið er nýleg brottvikning Kristins Sigurjónssonar úr stöðu lektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Tilefni brottvikningarinnar voru ummæli Kristins í hópi á Facebook þar sem hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Lagði hann til aðgreiningu á vinnumarkaði í líkingu við Hjallastefnuna því karlar ættu á hættu að fá yfir sig ásakanir um kynferðislega áreitni. Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, er meðal þeirra sem hefur líst því yfir að uppsögnin hafi verið réttmæt. „Ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu, enda eiga nemendur töluvert undir kennurum sínum,“ sagði Bjarni Már meðal annars í pistli á Facebook. Brynjar hefur ýmislegt við stöðuna að athuga. „Doktor í lögfræði sér ekkert athugavert við að lektor sé rekinn fyrirvaralaust úr starfi fyrir að tala niður til kvenna á lokaðri fésbókarsíðu. Konur eiga ekki að þurfa að sitja í tíma eða taka próf hjá slíkum mönnum. Stundum held ég að því lengur sem menn eru í námi því meira eru þeir úti á þekju. Annar sérfræðingur að sunnan, vinkona mín, Helga Vala Helgadóttir, er sama sinnis,“ segir Brynjar. Þau Brynjar og Helga tókust á í Bítinu á Bylgjunni í vikunni og voru sammála um að þau væru eiginlega alltaf ósammála. „Með sömu rökum getum við karlarnir ekki setið í tíma í kynjafræðum sem ganga beinlínis út á að við höfum alla tíð kúgað konur, andlega og líkamlega og gerum enn. Við sjálfstæðismenn eigum ekki að þurfa að vera í tíma hjá Stefáni Ólafssyni og kommarnir ekki hjá Hannesi Hólmsteini. Held að það sé rétt að reka þá báða strax og jafnvel velflesta kennara í félagsvísindadeild.“ Brynjar hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi pólitískan rétttrúnað og femínisma undanfarin misseri. „Þessi blessaði femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virkar tjáningar-og skoðanafrelsi bara í eina átt. Ég mun kannski leggja til við endurskoðun stjórnarskrárinnar að tjáningarfrelsisákvæðið verði aflagt og Rannsóknarstofnun í kynjafræðum verði falið að úrskurða hvað megi segja og ákveði refsingar brjóti menn af sér.“ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir femínisma ekki aðeins eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virki tjáningar- og skoðanafrelsi aðeins í eina átt. Svo segir í pistli Brynjars á Facebook í dag en tilefnið er nýleg brottvikning Kristins Sigurjónssonar úr stöðu lektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Tilefni brottvikningarinnar voru ummæli Kristins í hópi á Facebook þar sem hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Lagði hann til aðgreiningu á vinnumarkaði í líkingu við Hjallastefnuna því karlar ættu á hættu að fá yfir sig ásakanir um kynferðislega áreitni. Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, er meðal þeirra sem hefur líst því yfir að uppsögnin hafi verið réttmæt. „Ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu, enda eiga nemendur töluvert undir kennurum sínum,“ sagði Bjarni Már meðal annars í pistli á Facebook. Brynjar hefur ýmislegt við stöðuna að athuga. „Doktor í lögfræði sér ekkert athugavert við að lektor sé rekinn fyrirvaralaust úr starfi fyrir að tala niður til kvenna á lokaðri fésbókarsíðu. Konur eiga ekki að þurfa að sitja í tíma eða taka próf hjá slíkum mönnum. Stundum held ég að því lengur sem menn eru í námi því meira eru þeir úti á þekju. Annar sérfræðingur að sunnan, vinkona mín, Helga Vala Helgadóttir, er sama sinnis,“ segir Brynjar. Þau Brynjar og Helga tókust á í Bítinu á Bylgjunni í vikunni og voru sammála um að þau væru eiginlega alltaf ósammála. „Með sömu rökum getum við karlarnir ekki setið í tíma í kynjafræðum sem ganga beinlínis út á að við höfum alla tíð kúgað konur, andlega og líkamlega og gerum enn. Við sjálfstæðismenn eigum ekki að þurfa að vera í tíma hjá Stefáni Ólafssyni og kommarnir ekki hjá Hannesi Hólmsteini. Held að það sé rétt að reka þá báða strax og jafnvel velflesta kennara í félagsvísindadeild.“ Brynjar hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi pólitískan rétttrúnað og femínisma undanfarin misseri. „Þessi blessaði femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virkar tjáningar-og skoðanafrelsi bara í eina átt. Ég mun kannski leggja til við endurskoðun stjórnarskrárinnar að tjáningarfrelsisákvæðið verði aflagt og Rannsóknarstofnun í kynjafræðum verði falið að úrskurða hvað megi segja og ákveði refsingar brjóti menn af sér.“
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira