„Mögulega að deyja eftir að hafa prófað eiturlyf einu sinni tvisvar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. ágúst 2018 15:45 Nýjasta mynd Baldvins Z er Lof mér að falla. Fjallað var um kvikmyndina Lof mér að falla í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en myndin segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt. Leikstjóri myndarinnar er Baldvin Z en hann skrifar einnig handriti myndarinnar ásamt Birgi Erni Steinarssyni. Þeir eiga að baki afar giftusamlegt samstarf þegar þeir skrifuðu saman handrit myndarinnar Vonarstrætis, sem Baldvin Z leikstýrði, sem sópaði til sín tólf verðlaunum á Edduverðlaunahátíðinni árið 2015 en tæplega 48 þúsund manns sáu þá mynd í kvikmyndahúsum hér á landi.Eðlileg stelpa í tíunda bekk Með aðalhlutverk í Lof mér að falla eru leikkonurnar Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir en leikarinn Þorsteinn Bachman fer einnig með stórt hlutverk. Í myndinni fara einnig með hlutverk Sturla Atlason, Edda Björgvinsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Halldór Halldórsson. „Magnea er nokkuð eðlileg stelpa í tíunda bekk þegar myndin byrjar og hún vona að leita að sjálfum sér eins og flestir aðrir sem eru á þessum aldri,“ segir Elín Sif Halldórsdóttir, sem fer með hlutverk Magneu. „Hún kynnist Stellu sem er spennandi og aðeins eldri en hún. Stella lifi aðeins öðruvísi en skuggalegum heimi. Hún verður algjörlega heilluð af Stellu og þessum heimi.“ „Við fengum dagbók frá stelpu sem tók sitt eigið líf í kringum aldamótin og það var svolítið kveikjan af þessu öllu,“ segir Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar. Baldvin lítur svo á að hann sé að klára verkefnið sem hún byrjaði ár.Staðan verri Baldvin sagði í viðtali á Vísi að vandamálið í kringum fíkniefni sé mun verra í dag en hér áður fyrir. „Það er mun sýnilegra og umræðan hefur aldrei verið hærri en akkúrat núna út af því að ástandið hefur aldrei verið verra.“ Myndin sýnir, samkvæmt þeim sem þekkja vel til þessa heims, hvernig hann lítur virkilega út. „Við erum farin að sjá krakka vera taka inn stórhættuleg lyf áður en þau drekka og þau eru mögulega að deyja eftir að hafa prófað eiturlyf einu sinni tvisvar sem er náttúrulega bara skelfilegt. Fíknin spyr ekkert um aldur, gáfur eða hvaðan þú kemur. Þetta getur komið fyrir alla og við þurfum að standa okkur betur í forvörnum og fræða unga krakka.“ „Við fengum ár í undirbúning til að kynna okkur allskonar efni,“ segir Eyrún Björk Jakobsdóttir, sem fer með hlutverk Stellu í Lof mér að falla. „Við fengum að hitta allskonar fólk og tala við fólk sem hefur reynslu úr þessum heim.“ Hér að neðan má sjá innslagið frá því í gærkvöldi í heild sinni. Tengdar fréttir Lof mér að falla valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto Kvikmyndin Lof mér að falla hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto sem fram fer 6.-16. september en hún verður frumsýnd hér á landi 7. september. 14. ágúst 2018 14:46 Ekkert meira gefandi en að leika Sólveig Arnarsdóttir flýgur milli Íslands og Þýskalands til að sinna leiklistinni. Hún segist ekki byggja sjálfsmynd sína á frama sínum sem leikkonu heldur horfir hún víðar. 26. maí 2018 10:00 Segir stöðuna mun verri í dag en þegar hann byrjaði á Lof mér að falla: „Fíklar eru líka fólk“ „Ég er að koma úr sex ára krossför eftir að hafa gert myndina Lof mér að falla og er alveg búinn að sökkva mér í þennan heim,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og hlaupa tíu kílómetra til stuðnings skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði. 13. ágúst 2018 16:45 Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45 „Lífið gengur fyrir“ Birgir Örn Steinarsson, oft nefndur Biggi Maus, þekkir af eigin raun að missa góðan vin langt fyrir aldur fram. Hann kemur fram á tónleikunum Hammond í Hörpu til minningar um vin sinn Bjarka Friðriksson sem lést úr heilahimnubólgu aðeins nítján ára. 17. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Fjallað var um kvikmyndina Lof mér að falla í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en myndin segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt. Leikstjóri myndarinnar er Baldvin Z en hann skrifar einnig handriti myndarinnar ásamt Birgi Erni Steinarssyni. Þeir eiga að baki afar giftusamlegt samstarf þegar þeir skrifuðu saman handrit myndarinnar Vonarstrætis, sem Baldvin Z leikstýrði, sem sópaði til sín tólf verðlaunum á Edduverðlaunahátíðinni árið 2015 en tæplega 48 þúsund manns sáu þá mynd í kvikmyndahúsum hér á landi.Eðlileg stelpa í tíunda bekk Með aðalhlutverk í Lof mér að falla eru leikkonurnar Elín Sif Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jakobsdóttir en leikarinn Þorsteinn Bachman fer einnig með stórt hlutverk. Í myndinni fara einnig með hlutverk Sturla Atlason, Edda Björgvinsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Halldór Halldórsson. „Magnea er nokkuð eðlileg stelpa í tíunda bekk þegar myndin byrjar og hún vona að leita að sjálfum sér eins og flestir aðrir sem eru á þessum aldri,“ segir Elín Sif Halldórsdóttir, sem fer með hlutverk Magneu. „Hún kynnist Stellu sem er spennandi og aðeins eldri en hún. Stella lifi aðeins öðruvísi en skuggalegum heimi. Hún verður algjörlega heilluð af Stellu og þessum heimi.“ „Við fengum dagbók frá stelpu sem tók sitt eigið líf í kringum aldamótin og það var svolítið kveikjan af þessu öllu,“ segir Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar. Baldvin lítur svo á að hann sé að klára verkefnið sem hún byrjaði ár.Staðan verri Baldvin sagði í viðtali á Vísi að vandamálið í kringum fíkniefni sé mun verra í dag en hér áður fyrir. „Það er mun sýnilegra og umræðan hefur aldrei verið hærri en akkúrat núna út af því að ástandið hefur aldrei verið verra.“ Myndin sýnir, samkvæmt þeim sem þekkja vel til þessa heims, hvernig hann lítur virkilega út. „Við erum farin að sjá krakka vera taka inn stórhættuleg lyf áður en þau drekka og þau eru mögulega að deyja eftir að hafa prófað eiturlyf einu sinni tvisvar sem er náttúrulega bara skelfilegt. Fíknin spyr ekkert um aldur, gáfur eða hvaðan þú kemur. Þetta getur komið fyrir alla og við þurfum að standa okkur betur í forvörnum og fræða unga krakka.“ „Við fengum ár í undirbúning til að kynna okkur allskonar efni,“ segir Eyrún Björk Jakobsdóttir, sem fer með hlutverk Stellu í Lof mér að falla. „Við fengum að hitta allskonar fólk og tala við fólk sem hefur reynslu úr þessum heim.“ Hér að neðan má sjá innslagið frá því í gærkvöldi í heild sinni.
Tengdar fréttir Lof mér að falla valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto Kvikmyndin Lof mér að falla hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto sem fram fer 6.-16. september en hún verður frumsýnd hér á landi 7. september. 14. ágúst 2018 14:46 Ekkert meira gefandi en að leika Sólveig Arnarsdóttir flýgur milli Íslands og Þýskalands til að sinna leiklistinni. Hún segist ekki byggja sjálfsmynd sína á frama sínum sem leikkonu heldur horfir hún víðar. 26. maí 2018 10:00 Segir stöðuna mun verri í dag en þegar hann byrjaði á Lof mér að falla: „Fíklar eru líka fólk“ „Ég er að koma úr sex ára krossför eftir að hafa gert myndina Lof mér að falla og er alveg búinn að sökkva mér í þennan heim,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og hlaupa tíu kílómetra til stuðnings skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði. 13. ágúst 2018 16:45 Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45 „Lífið gengur fyrir“ Birgir Örn Steinarsson, oft nefndur Biggi Maus, þekkir af eigin raun að missa góðan vin langt fyrir aldur fram. Hann kemur fram á tónleikunum Hammond í Hörpu til minningar um vin sinn Bjarka Friðriksson sem lést úr heilahimnubólgu aðeins nítján ára. 17. ágúst 2018 11:30 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Lof mér að falla valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto Kvikmyndin Lof mér að falla hefur verið valin á Kvikmyndahátíðina í Toronto sem fram fer 6.-16. september en hún verður frumsýnd hér á landi 7. september. 14. ágúst 2018 14:46
Ekkert meira gefandi en að leika Sólveig Arnarsdóttir flýgur milli Íslands og Þýskalands til að sinna leiklistinni. Hún segist ekki byggja sjálfsmynd sína á frama sínum sem leikkonu heldur horfir hún víðar. 26. maí 2018 10:00
Segir stöðuna mun verri í dag en þegar hann byrjaði á Lof mér að falla: „Fíklar eru líka fólk“ „Ég er að koma úr sex ára krossför eftir að hafa gert myndina Lof mér að falla og er alveg búinn að sökkva mér í þennan heim,“ segir leikstjórinn Baldvin Z sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka á laugardaginn og hlaupa tíu kílómetra til stuðnings skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði. 13. ágúst 2018 16:45
Ný stikla úr Lof mér að falla frumsýnd á Vísi Framleiðendur kvikmyndarinnar Lof mér að falla frumsýna í dag glænýja stiklu úr myndinni hér á Vís 7. ágúst 2018 13:45
„Lífið gengur fyrir“ Birgir Örn Steinarsson, oft nefndur Biggi Maus, þekkir af eigin raun að missa góðan vin langt fyrir aldur fram. Hann kemur fram á tónleikunum Hammond í Hörpu til minningar um vin sinn Bjarka Friðriksson sem lést úr heilahimnubólgu aðeins nítján ára. 17. ágúst 2018 11:30