Leggur til áframhaldandi veggjöld í Hvalfjarðargöng til að greiða fyrir Sundabraut Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. apríl 2018 20:00 Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kynnti flokkurinn jafnframt niðurstöður skoðanakönnunar sem flokksmenn létu sjálfir gera. Þó flokkurinn bjóði aðeins fram í Reykjavík var fylgið bæði kannað á landsvísu, þar sem oddvitinn segir niðurstöður sýna um 8,1% fylgi og í borginni sjálfri þar sem fylgið mældist um 5,6 prósent að sögn flokksmanna. Loforðin á lista flokksins eru stór, en þar segir m.a. að finna skuli ný vatnsból og tryggja ekkert svifryk. „Ekkert svifryk, það er kannski svolítið sterkt til orða tekið. En við viljum að svifryk fari hér niður fyrir viðmiðunarmörk, eins og við miðum okkur við hér í þessari borg“ segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti flokksins. Björg segir þó að strax verði gripið til aðgerða ef flokkurinn kemst til valda. „Við ætlum að byrja á að þrífa þessa borg. Við ætlum að fara hér í allar íbúðargötur, fyrir utan stofnanir og skóla, á leikvelli og svo munu stofnbrautir verða teknar í sérstaka gjörgæslu.“Rukkað í Hvalfjarðargöng til að fjármagna Sundabraut Þá eru meðal loforða að Kópavogsbær borgi fyrirhugaða brú milli Kársness og Fossvogs og að ráðist verði sem allra fyrst í byggingu Sundabrautar. Hvað fjármögnun varðar segir Björg þurfa að líta til fjölbreyttra lausna og forgangsraða, og nefnir m.a. að halda mætti áfram gjaldtöku í Hvalfjarðargöng til að fjármagna verkefnið. „Það mætti halda því áfram, að borga áfram í Hvalfjarðargöngin. Gæti það hjálpað okkur t.d. að borga að hluta til Sundabraut? Þetta eru bara svona hugmyndir sem við erum með, lausnamiðaðar hugmyndir“ segir Björg.Leggst gegn borgarlínu en vill umhverfisvænan strætó Björg leggst gegn fyrirhugaðri borgarlínu, sem hún telur verða alltof kostnaðarsama framkvæmd og vill í stað þess fjölga umhverfisvænum strætisvögnum sem gangi með stuttu millibili. Þetta er hins vegar ekki ólíkt þeirri útfærslu sem finna má á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir m.a. að borgarlínan verði hraðvagnakerfi strætisvagna sem aki á sérstökum akreinum og tíðni ferða nái 5-7 mínútum á annatíma.Hafið þið reiknað út hvað ykkar hugmyndir kosta?„Ég get allavega sagt þér að þær kosta ekki hundrað þúsund milljónir,“ segir Björg.Segir raunhæft að selja tíu þúsund íbúðir á 22-30 milljónir Stærsta loforðið er þó tvímælalaust bygging tíu þúsund nýrra íbúða í úthverfum Reykjavíkurborgar, sem seldar yrðu á 22 til 30 milljónir króna á núverandi verðlagi. „Við myndum bjóða þetta verkefni út. Við höfum rætt við sérfræðinga á þessu sviði og þetta er gerlegt.“En heldurðu að verktakar vilji ekki fá eitthvað fyrir sinn snúð?„Þeir munu fá fyrir sinn snúð, já, samkvæmt upplýsingum sem við höfum, við höfum rætt við verktaka í þessum geira og þetta er hægt,“ segir Björg að lokum. Hvalfjarðargöng Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Höfuðborgarlistinn ætlar að byggja tíu þúsund nýjar íbúðir í úthverfum Reykjavíkur, finna ný vatnsból og láta Kópavogsbæ borga fyrir brú frá Fossvogi í Kársnes, svo eitthvað sé nefnt. Flokkurinn kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kynnti flokkurinn jafnframt niðurstöður skoðanakönnunar sem flokksmenn létu sjálfir gera. Þó flokkurinn bjóði aðeins fram í Reykjavík var fylgið bæði kannað á landsvísu, þar sem oddvitinn segir niðurstöður sýna um 8,1% fylgi og í borginni sjálfri þar sem fylgið mældist um 5,6 prósent að sögn flokksmanna. Loforðin á lista flokksins eru stór, en þar segir m.a. að finna skuli ný vatnsból og tryggja ekkert svifryk. „Ekkert svifryk, það er kannski svolítið sterkt til orða tekið. En við viljum að svifryk fari hér niður fyrir viðmiðunarmörk, eins og við miðum okkur við hér í þessari borg“ segir Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti flokksins. Björg segir þó að strax verði gripið til aðgerða ef flokkurinn kemst til valda. „Við ætlum að byrja á að þrífa þessa borg. Við ætlum að fara hér í allar íbúðargötur, fyrir utan stofnanir og skóla, á leikvelli og svo munu stofnbrautir verða teknar í sérstaka gjörgæslu.“Rukkað í Hvalfjarðargöng til að fjármagna Sundabraut Þá eru meðal loforða að Kópavogsbær borgi fyrirhugaða brú milli Kársness og Fossvogs og að ráðist verði sem allra fyrst í byggingu Sundabrautar. Hvað fjármögnun varðar segir Björg þurfa að líta til fjölbreyttra lausna og forgangsraða, og nefnir m.a. að halda mætti áfram gjaldtöku í Hvalfjarðargöng til að fjármagna verkefnið. „Það mætti halda því áfram, að borga áfram í Hvalfjarðargöngin. Gæti það hjálpað okkur t.d. að borga að hluta til Sundabraut? Þetta eru bara svona hugmyndir sem við erum með, lausnamiðaðar hugmyndir“ segir Björg.Leggst gegn borgarlínu en vill umhverfisvænan strætó Björg leggst gegn fyrirhugaðri borgarlínu, sem hún telur verða alltof kostnaðarsama framkvæmd og vill í stað þess fjölga umhverfisvænum strætisvögnum sem gangi með stuttu millibili. Þetta er hins vegar ekki ólíkt þeirri útfærslu sem finna má á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en þar segir m.a. að borgarlínan verði hraðvagnakerfi strætisvagna sem aki á sérstökum akreinum og tíðni ferða nái 5-7 mínútum á annatíma.Hafið þið reiknað út hvað ykkar hugmyndir kosta?„Ég get allavega sagt þér að þær kosta ekki hundrað þúsund milljónir,“ segir Björg.Segir raunhæft að selja tíu þúsund íbúðir á 22-30 milljónir Stærsta loforðið er þó tvímælalaust bygging tíu þúsund nýrra íbúða í úthverfum Reykjavíkurborgar, sem seldar yrðu á 22 til 30 milljónir króna á núverandi verðlagi. „Við myndum bjóða þetta verkefni út. Við höfum rætt við sérfræðinga á þessu sviði og þetta er gerlegt.“En heldurðu að verktakar vilji ekki fá eitthvað fyrir sinn snúð?„Þeir munu fá fyrir sinn snúð, já, samkvæmt upplýsingum sem við höfum, við höfum rætt við verktaka í þessum geira og þetta er hægt,“ segir Björg að lokum.
Hvalfjarðargöng Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira