Aldursmörk hjá Strætó setja öryrkja í þriggja ára tómarúm Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Brúa þarf þriggja ára bil milli örorkuafsláttar og eldri borgara afsláttar hjá Strætó með fiffi. vísir/anton brink „Um leið og stjórnin bregst við og breytir þessu þá er þetta vandamál sjálfleyst. Það myndi einfalda margt,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, um þann vanda sem hækkun aldursmarka á afslætti eldri borgara í 70 ár olli öryrkjum. Fréttablaðið fjallaði um það í vikunni að stjórn Strætó hafi fyrir áramót viljað lækka aldursmörk afsláttarins aftur niður í 67 ár eftir að þau voru hækkuð í 70 ár í hagræðingaraðgerðum árið 2011. Breytingunum var hins vegar frestað þar sem stjórnin vildi vita hver kostnaðurinn við hana yrði. Fólk á aldursbilinu 67 til 69 ára telst því til eldri borgara víðast hvar í þjóðfélaginu, nema í strætó. Þetta skapar vandamál fyrir fleiri. Öryrkjar njóta sömu afsláttarkjara og sjötugir eldri borgarar hjá Strætó og fá sömu kort og miða. Hins vegar fellur greiðsla örorkulífeyris eða örorkustyrks niður við 67 ára aldur og við tekur ellilífeyrir. Öryrkjar teljast þá til eldri borgara, bara ekki í Strætó. Samkvæmt reglum Strætó ættu öryrkjar, sem náð hafa 67 ára aldri, því að þurfa að greiða fullt fargjald til sjötugs. Guðmundur Heiðar segir þetta vissulega óhentugt en að málin hafi hingað til verið leyst hverju sinni til að brúa þetta þriggja ára bil og tryggja öryrkjum afsláttarkjör sín áfram. „Ég er sammála því að þetta er óheppilegt en yfirleitt hefur þetta verið þannig að þeir sem eru með öryrkjakortin, þótt þau séu útrunnin, hafa getað komið með þau og sýnt þau. Og ef þeir hafa losað sig við þau þá hefur það verið leyst öðruvísi, jafnvel með því að sýna gamla miða. Við höfum leyst málin og fundið út úr þeim í sameiningu með viðkomandi hverju sinni,“ segir Guðmundur Heiðar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði í Fréttablaðinu í gær að krafa eldri borgara væri að aldursmörkin yrðu færð niður strax sem og að gjaldfrjálst yrði fyrir eldri borgara í strætó. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
„Um leið og stjórnin bregst við og breytir þessu þá er þetta vandamál sjálfleyst. Það myndi einfalda margt,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, um þann vanda sem hækkun aldursmarka á afslætti eldri borgara í 70 ár olli öryrkjum. Fréttablaðið fjallaði um það í vikunni að stjórn Strætó hafi fyrir áramót viljað lækka aldursmörk afsláttarins aftur niður í 67 ár eftir að þau voru hækkuð í 70 ár í hagræðingaraðgerðum árið 2011. Breytingunum var hins vegar frestað þar sem stjórnin vildi vita hver kostnaðurinn við hana yrði. Fólk á aldursbilinu 67 til 69 ára telst því til eldri borgara víðast hvar í þjóðfélaginu, nema í strætó. Þetta skapar vandamál fyrir fleiri. Öryrkjar njóta sömu afsláttarkjara og sjötugir eldri borgarar hjá Strætó og fá sömu kort og miða. Hins vegar fellur greiðsla örorkulífeyris eða örorkustyrks niður við 67 ára aldur og við tekur ellilífeyrir. Öryrkjar teljast þá til eldri borgara, bara ekki í Strætó. Samkvæmt reglum Strætó ættu öryrkjar, sem náð hafa 67 ára aldri, því að þurfa að greiða fullt fargjald til sjötugs. Guðmundur Heiðar segir þetta vissulega óhentugt en að málin hafi hingað til verið leyst hverju sinni til að brúa þetta þriggja ára bil og tryggja öryrkjum afsláttarkjör sín áfram. „Ég er sammála því að þetta er óheppilegt en yfirleitt hefur þetta verið þannig að þeir sem eru með öryrkjakortin, þótt þau séu útrunnin, hafa getað komið með þau og sýnt þau. Og ef þeir hafa losað sig við þau þá hefur það verið leyst öðruvísi, jafnvel með því að sýna gamla miða. Við höfum leyst málin og fundið út úr þeim í sameiningu með viðkomandi hverju sinni,“ segir Guðmundur Heiðar. Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, sagði í Fréttablaðinu í gær að krafa eldri borgara væri að aldursmörkin yrðu færð niður strax sem og að gjaldfrjálst yrði fyrir eldri borgara í strætó.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira