Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2018 06:00 Orkuveita Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Mikil ólga er meðal starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og dótturfyrirtækja vegna umræðu um hegðun þriggja stjórnenda þar innanhúss. Stjórnendurnir þrír hafa undanfarna daga ýmist verið sakaðir um kynferðislega áreitni í starfi eða kynferðisbrot áður en störf hófust. Starfsmannafundur hjá OR var haldinn í gær vegna máls Bjarna Más Júlíussonar, sem sagt var upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskvenna sinna og þeirrar stöðu sem upp er komin. Fréttablaðið hefur eftir starfsfólki sem sat fundinn að svör Sólrúnar Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR, hafi vakið nokkra furðu. Á fundinum var hún spurð út í hví ekkert hefði verið aðhafst vegna kvartana sem henni bárust varðandi háttsemi Bjarna Más. Svarið var á þann veg að engin formleg kvörtun hefði borist. Einn viðmælandi Fréttablaðsins hafði svo á orði að mögulega hefðu einhver viðvörunarljós átt að kvikna þegar óformlegar kvartanir voru orðnar fleiri en ein og fleiri en tvær. Sér í lagi í ljósi þess að innan OR er í gildi metnaðarfull og verðlaunuð jafnréttisstefna. „Markmið starfsmannafundarins var að fara yfir þá stöðu sem er komin upp í fyrirtækinu,“ sagði Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR. Aðspurður sagði hann að munur á formlegum og óformlegum kvörtunum og meðferð þeirra verði vafalaust skoðuð í úttekt sem OR hefur óskað eftir að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri á vinnustaðamenningu hjá OR. OR tilkynnti í gær að Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, hefði óskað eftir því við stjórnarformann fyrirtækisins að stíga tímabundið til hliðar meðan unnið væri að úttekt á vinnustaðamenningu þess. Ósk hans verður tekin fyrir á fundi stjórnarinnar sem haldinn verður á morgun. Fyrir helgi var sagt frá því að Bjarna Má hefði var sagt upp og samhliða var tilkynnt að Þórður Ásmundsson tæki við starfinu. Sagt var frá því í kvöldfréttum RÚV að á föstudag hafi stjórnendum OR borist tilkynning um að Þórður væri sakaður um kynferðisbrot og í kjölfarið var hætt við þá breytingu og Þórður sendur í leyfi. Hið meinta brot á að hafa átt sér stað áður en Þórður hóf störf hjá ON. Árið 2015 hlaut Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, skriflega áminningu vegna kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins sama ár. Afrit af áminningunni var sent fjölmiðlum í gær. „Vegna fyrirspurna vil ég staðfesta að ég hlaut formlega áminningu vegna óviðeigandi kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins fyrir 3 árum síðan. Ég hef iðrast þessa æ síðan. Ég fór strax í kjölfarið í áfengismeðferð og leitaði mér einnig viðeigandi aðstoðar,“ segir Ingvar í yfirlýsingu. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná í Brynhildi Davíðsdóttur stjórnarformann og Sólrúnu Kristjánsdóttur starfsmannastjóra í gær en án árangurs. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Mikil ólga er meðal starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og dótturfyrirtækja vegna umræðu um hegðun þriggja stjórnenda þar innanhúss. Stjórnendurnir þrír hafa undanfarna daga ýmist verið sakaðir um kynferðislega áreitni í starfi eða kynferðisbrot áður en störf hófust. Starfsmannafundur hjá OR var haldinn í gær vegna máls Bjarna Más Júlíussonar, sem sagt var upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskvenna sinna og þeirrar stöðu sem upp er komin. Fréttablaðið hefur eftir starfsfólki sem sat fundinn að svör Sólrúnar Kristjánsdóttur, starfsmannastjóra OR, hafi vakið nokkra furðu. Á fundinum var hún spurð út í hví ekkert hefði verið aðhafst vegna kvartana sem henni bárust varðandi háttsemi Bjarna Más. Svarið var á þann veg að engin formleg kvörtun hefði borist. Einn viðmælandi Fréttablaðsins hafði svo á orði að mögulega hefðu einhver viðvörunarljós átt að kvikna þegar óformlegar kvartanir voru orðnar fleiri en ein og fleiri en tvær. Sér í lagi í ljósi þess að innan OR er í gildi metnaðarfull og verðlaunuð jafnréttisstefna. „Markmið starfsmannafundarins var að fara yfir þá stöðu sem er komin upp í fyrirtækinu,“ sagði Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR. Aðspurður sagði hann að munur á formlegum og óformlegum kvörtunum og meðferð þeirra verði vafalaust skoðuð í úttekt sem OR hefur óskað eftir að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri á vinnustaðamenningu hjá OR. OR tilkynnti í gær að Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, hefði óskað eftir því við stjórnarformann fyrirtækisins að stíga tímabundið til hliðar meðan unnið væri að úttekt á vinnustaðamenningu þess. Ósk hans verður tekin fyrir á fundi stjórnarinnar sem haldinn verður á morgun. Fyrir helgi var sagt frá því að Bjarna Má hefði var sagt upp og samhliða var tilkynnt að Þórður Ásmundsson tæki við starfinu. Sagt var frá því í kvöldfréttum RÚV að á föstudag hafi stjórnendum OR borist tilkynning um að Þórður væri sakaður um kynferðisbrot og í kjölfarið var hætt við þá breytingu og Þórður sendur í leyfi. Hið meinta brot á að hafa átt sér stað áður en Þórður hóf störf hjá ON. Árið 2015 hlaut Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála, skriflega áminningu vegna kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins sama ár. Afrit af áminningunni var sent fjölmiðlum í gær. „Vegna fyrirspurna vil ég staðfesta að ég hlaut formlega áminningu vegna óviðeigandi kynferðislegrar áreitni á árshátíð fyrirtækisins fyrir 3 árum síðan. Ég hef iðrast þessa æ síðan. Ég fór strax í kjölfarið í áfengismeðferð og leitaði mér einnig viðeigandi aðstoðar,“ segir Ingvar í yfirlýsingu. Fréttablaðið reyndi ítrekað að ná í Brynhildi Davíðsdóttur stjórnarformann og Sólrúnu Kristjánsdóttur starfsmannastjóra í gær en án árangurs.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01 Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Framkvæmdastjóri fjármála OR segist hafa hlotið áminningu vegna kynferðislegrar áreitni Átti sér stað á árshátíð fyrirtækisins fyrir þremur árum en hann segist iðrast gjörða sinna og leitað sér hjálpar. 17. september 2018 22:01
Tók ekki við framkvæmdastjórastöðu ON vegna ásakana um kynferðisbrot Þórður Ásmundsson hefur verið sendur í leyfi frá störfum. 17. september 2018 19:16
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25